Heimilisritið - 01.10.1945, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.10.1945, Blaðsíða 10
'um, sem voru verðugir hjálpar hennar og hinum, sem óverðugir voru. Sjóliðsforinginn, móðurbróð- ir 'hennar, stríddi henni stundum með því, að mýkt líkama henn- ar gæfi allt annað til kynna, en hið bjargfasta lundarfar sýndi að byggi í henni. En einu sinni var það, að lík- ami og sál Emilíu voru fullkom- lega samstillt, án þess að nokkur vissi. Það var þegar hún var átján ára. Jakob hafði farið til Kína með einu af skipum sínum og hún varð ástfanginn af ungum sjó- liðsforingja, Charley Dreyer að nafni. Fjórum árum áður, þegar hann var tuttugu ára, hafði hann verið sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framkomu í þriggjaára- stríðinu. Emilía var þá ekki opin- berlega trúlofuð frænda sínum, og með sjálfri sér áleit hún, að Jakob mundi nú reyndar ekki deyja úr sorg, þótt hún segði honum að hún elskaði ann'an og gæti ekki gifzt honum. Þó var hún, þegar þetta var, mjög óróleg og áhyggjufull; máttur hennar eigin tilfinninga gerði hana hrædda. Þegar hún var ein og reyndi að gera sér Ijóst, hvernig komið væri fyrir sér, flýði hugur hennar frú umhugsuninni um það, og henni fannst hún mis- bjóða sjálfri sér og gera sér skömm, með því að vera svona algerlega á valdi annarrar mann- veru. En hún gleymdi angist sinni, þegar hún sá Charley aftur, og sál hennar lét aftur og aftur undan, við undrun hennar yfir því, að líf- ið gæti verið svona fagurt. Vinkona hennar, Charlotta Tu- tein, sagði einu sinni við hana, þegar þær voru að búa sig á dans- leik: „Charley Dreyer sýnir öllum fallegum stúlkum í Kaupmanna- liöfn ástleitni, en honum dettur áreiðanlega ekki í hug að giftast nokkurri þeirra. Ég held, að hann sé reglulegur flagari“. Emilía brosti við sjálfri sér í speglinum, þögul og sæl. En henni varð þungt fyrir brjósti, þegar hún hugsaði til þess, að Charley skyldi almennt vera álitinn svona, og að hún ein þekkti hann eins og hann var í raun og veru: góður, göfug- ur og tryggur eins og gull. Skipið, sem Charley var á, átti að fara til Vestur-Indía. Kvöldið áður kom hann til að kveðja, út á landsetur, sem faðir Emilíu átti í Strandgötu, og var hún þá ein heima. Þessar tvær ungu mann- eskjur gengu í garðinum sér til skemmtunar, og það var tunglskin. Hún sleit upp hvíta döggvota rós og gaf honum. Seint um kvöldið fylgdi hún honum út að vestur- hliði garðsins, sem vissi út að skóg- inum og grasflötunum, til að kveðja hann þar. Þá greip hann báðar hendur stúlkunnar, þrýsti þeim að brjósti sér og sárbændi 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.