Heimilisritið - 01.10.1945, Page 10

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 10
'um, sem voru verðugir hjálpar hennar og hinum, sem óverðugir voru. Sjóliðsforinginn, móðurbróð- ir 'hennar, stríddi henni stundum með því, að mýkt líkama henn- ar gæfi allt annað til kynna, en hið bjargfasta lundarfar sýndi að byggi í henni. En einu sinni var það, að lík- ami og sál Emilíu voru fullkom- lega samstillt, án þess að nokkur vissi. Það var þegar hún var átján ára. Jakob hafði farið til Kína með einu af skipum sínum og hún varð ástfanginn af ungum sjó- liðsforingja, Charley Dreyer að nafni. Fjórum árum áður, þegar hann var tuttugu ára, hafði hann verið sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framkomu í þriggjaára- stríðinu. Emilía var þá ekki opin- berlega trúlofuð frænda sínum, og með sjálfri sér áleit hún, að Jakob mundi nú reyndar ekki deyja úr sorg, þótt hún segði honum að hún elskaði ann'an og gæti ekki gifzt honum. Þó var hún, þegar þetta var, mjög óróleg og áhyggjufull; máttur hennar eigin tilfinninga gerði hana hrædda. Þegar hún var ein og reyndi að gera sér Ijóst, hvernig komið væri fyrir sér, flýði hugur hennar frú umhugsuninni um það, og henni fannst hún mis- bjóða sjálfri sér og gera sér skömm, með því að vera svona algerlega á valdi annarrar mann- veru. En hún gleymdi angist sinni, þegar hún sá Charley aftur, og sál hennar lét aftur og aftur undan, við undrun hennar yfir því, að líf- ið gæti verið svona fagurt. Vinkona hennar, Charlotta Tu- tein, sagði einu sinni við hana, þegar þær voru að búa sig á dans- leik: „Charley Dreyer sýnir öllum fallegum stúlkum í Kaupmanna- liöfn ástleitni, en honum dettur áreiðanlega ekki í hug að giftast nokkurri þeirra. Ég held, að hann sé reglulegur flagari“. Emilía brosti við sjálfri sér í speglinum, þögul og sæl. En henni varð þungt fyrir brjósti, þegar hún hugsaði til þess, að Charley skyldi almennt vera álitinn svona, og að hún ein þekkti hann eins og hann var í raun og veru: góður, göfug- ur og tryggur eins og gull. Skipið, sem Charley var á, átti að fara til Vestur-Indía. Kvöldið áður kom hann til að kveðja, út á landsetur, sem faðir Emilíu átti í Strandgötu, og var hún þá ein heima. Þessar tvær ungu mann- eskjur gengu í garðinum sér til skemmtunar, og það var tunglskin. Hún sleit upp hvíta döggvota rós og gaf honum. Seint um kvöldið fylgdi hún honum út að vestur- hliði garðsins, sem vissi út að skóg- inum og grasflötunum, til að kveðja hann þar. Þá greip hann báðar hendur stúlkunnar, þrýsti þeim að brjósti sér og sárbændi 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.