Heimilisritið - 01.10.1945, Side 56

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 56
:tók einmitt eftir því, af því að mér fannst hann fara yður svo sérstaklega vel, En þér hljótið .að hafa verið d þessu, þegar þér fóruð síðast að sofa —Hún benti á stól. Á baki hans lá dökkt p_ils og hvít blússa. „En ég fór alls ekki út!“ :ságði Lesley. Einkennilegum glampa brá fyrir í augum henn- ar og léttur roði hljóp fram í kinnarnar. „Ef einhver heldur því fram að ég hafi farið út aftur í nótt, þá er það hreinasta fjarstæða“. Ráðskonan ansaði ekki. Hún stóð út við glugga og horfði út. Svipur hennar var svo forvitn- islegur og skrítinn, að Lesley fór framúr, til þess að athuga, hvað væri svona athyglisvert að sjá. Nokkru fyrir framan garðs- hliðið stóð Price í sólskininu ■og var að tala við Eamshaw bankafulltrúa. Á meðan konurnar stóðu við •gluggann sáu þær að Price kvaddi bankamanninn og gekk "heim að húsinu. Lesley var dálítið óstyrk í röddinni, þegar hún sagði: „Far- ið þér niður og segið Price að 'ég komi rétt strax niður“. Það liðu tæpar tíu mínútur þanigað til hún hljóp niður stig- ann. „Eg hef því miður leiðinlegar 24 fréttir að færa“, sagði Price. „Sir Harvey Gilman er dáinn“. „Ég skaut hann ekki af ásettu ráði“, æpti Lesley. Þetta var slysaskot í gær! Eg sver að það var ekki viljandi gert!“ „Vertu róleg, góða mín, fyrir alla muni. Harm dó alls ekki af þeim orsökum. Svo virð- ist sem veslings gamli maður- inn hafi byrlað sjálfum sér inn eitur í nótt. En sem vinur þinn og ráðgjafi langar mig til þess að þú segir mér, orði til orðs, allt það sem ykkur fór á milli í spátjaldinu í gærkvöldi“. „Price, hann sagði ekkert sem má'li skiptir. Eg hef aldrei séð manninn fyrr á ævinni“. „Og er þetta allt og sumt, ’sem þú hefur að segja mér?“ „Þetta er allt og sumt sem ég get sagt þér“. „Jæja —“ sagði gesturinn. Hann tók hatt sinn. Það varð óþægileg þögn er þau fylgdust til dyra. „Þú veizt hvar mig er að ihitta“, sagði hann, „ef þú þarft að tala við mig“. Þegar hann var farinn flýtti Lesley sér aftur upp á loft. Hún gekk inn í svefnherbergið án þess að líta í kringum sig, aflæsti dyrunum á eftir sér og hallaði heitu enninu upp að hurðinni. Allt í einu fannst henni eitthvað vera undarlegt HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.