Heimilisritið - 01.10.1945, Blaðsíða 8
að hann ætti í raun og veru nohk-
uð í honum.
Það var um tíma, að Jens opn-
aði hjarta sitt fyrir börnunum í
garðinum og gerði þau hluttak-
endur í helgidómi sínum. Hann
trúði þeim fyrir því, að hann
væri alls ekki neitt afhra'k, sem
varla væri þolað í þvottahúsi frú
Mahlers, — nei — nei, hann var
öfundsverður drengur, eftirlæti
gæfunnar. Hann ætti pabba og
mömmu, hús með alls konar hlut-
um, tindátum og tréhesti, og í
hesthúsinu væru lifandi hestar,
reglulegir hestar, og lokaður vagn
með glerrúðum. Hann væri eftir-
lætis'barn og gæti fengið allt, sem
hann benti á.
Það var aftur einkennandi fyr-
ir börnin í garðinum, að þau laun-
uðu honum ekki ti-únaðartraust
hans mhð því að hlæja að honum
eða elta hann á eftir með háð-
glósum, það leit helzt út fyrir, að
þau tryðu því, sem hann sagði
þeim. En þau gátu ekki almenni-
lega skilið hugmyndaflug hans eða
fylgzt með því, og þeim kom það
ekki við; þau hlustuðu á það með
lítilli athygli og gleymdu því fljótt
aftur. Eftir nokkurn tíma hætti
Jens svo að gera nokkurn annan
en jómfrú Onnu hluttakanda í
leyndarmálinu um gæfu sína.
En nokkrar spurningar, sem
börnin spurðu hann þegar hann
var að reyna að lýsa fyrir þeim
sínum glæsilegu örlögum, vöktu
drenginn til umhugsunar. Þess-
vegna spurði hann jómfrú Önnu,
einu sinni, þegar þau ræddust vi5
í fuilri einlægni, hvernig það hefðí
orðið, að hann fór burtu frá sínu
eigin heimili og til frú Mahler-
Jómfrú Anna átti erfitt með að
gefa honum skýringu á þessu, og
hún gat ekki skýrt það fyrir
sjálfri sér. Það gat vel verið, hugs-
aði hún með djúpum sársauka, að
sú afleiðing af því brjálaða og
'spillta ástandi, sem var yfirleitt
í heiminum, og fullkomin sönnun:
þess, að heimurinn var vondur.
Þegar hún hafði hugsað málið
dálítið, gaf hún honum þó nokk-
urskonar svar, hátíðlega eins og
spákona. Hún sagði, að það værf
ekki sjaldgæft, hvorki í Hfinu
sjálfu né í sögunum, að börn hyrfu
á dularfulian hátt frá heimilium
sínum og það þá einkum börn,
sem nytu mikils ástríkis og væru
af ríku og góðu fólki komin. En
hér hætti hún snögglega við skýr-
linguna, því jafnvel hið hugaða
og revnda hjarta hennar hryllti
við þessu umtalsefni, sem var allt-
of raunalegt til að sökkva sér nið-
ur í það.
Jens tók skýringuna eins og hún
var gefin og leit upp frá þessu
hógværum og rólegum augum á
sjálfan sig, eins og fyrirbæri af
þessu tagi, sem alls ekki var svo
sjaldgæft: horfið barn.
6 HEIMILISRITIÐ
>