Heimilisritið - 01.10.1945, Page 9

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 9
Þegar Jens var sex ára gamaJl, dó jómfrú Anna og lét honum eft- ir þá fáu jarðnesku hluti, sem hún átti: gatslitna silfurfingurbjörg, á- gæt skæri, beitt og stór, og lítinn, svartan stól, rósmálaðan. Jens mat þessa hluti mjög mikils og skoðaði þá með ást og lotningu daglega. Þegar hér var komið sögu, var frú Mahler að eyða því síðasta af fimmtíu ríkisdölunum. Henni hafði lengi sviðið það dálítið að sjá, hve hrifin vinkona hennar var af barninu og hefndi sín nú fyrir það. Henni fannst, að nú væri kominn bími til, að drengurinn gerði gagn í þvottahúsinu. Lif Jens breyttist nú, og hann átti ekki lengur með sig sjálfur. Fing- urbjörgin, skærin og litli, svarti stóllinn voru upp frá þessu í stof- unni hjá frú Mahler og voru síð- ust.u áþreifanlegu sannanirnar fyr- ir tilveru þess heims, sem hann og jómfrú Anna höfðu átt. ER ÞETTA gerðist í Adelgötu, bjuggu ung hjón, Jakob og Em- ilía Vandam að nafni, í fallegu húsi í Breiðgötu. Þau voru syst- kinabörn. Emilía var einkabam stórútgerðarmanns nokkurs í Kaupmannahöfn, og Jakob var systursonur þessa mikla manns, og hefði hún ekki verið kona, hefði hún með tímanum orðið hæstráð- andi í útgerðinni. Sjálfur, var gamli útgerðarmaðurinn ekkju- maður og bjó í fínustu íbúð húss- ins á fyrstu og annarri hæð, ásamt systur sinni, sem snemma hafði orðið ekkja. í fjölskyldunni var gott samlyndi og mikil samheldni, og ungu hjónin höfðu verið ætluð hvort öðru næstum frá blautu barnsfoeini. Jakob var stór maður, rjóður í kinnum og rólegur í skapi. Hann áfcti marga vini í borginni, en jafn- vel beztu vinir hans gátu ekki neitað því, að foann var að verða sköllóttur, áður en hann náði þrí- tugsaldri. Emilía var ekki tiltak- anlega fríð, en svo óvenju vel vaxin, að eftir henni var tekið, hvar sem hún fór. Rödd hennar var blíð og blæþýð, hún talaði lágt með lítilsháttar glettniskeim, en í framkomu var hún hógvær, og hlédrægur virðuleiki lýsti sér í öllu fari hennar. Hún var að upp- sig, eða skilgetið afkvæmi þeirrar gömlu, dönsku, heiðarlegu og stór- huga kaupmannsættar, sem hafði stofnað heimilið og byggt það upp. Hún stjórnaði stóru, gestrisnu heimili, en umgekkst eingöngu fólk úr sinni stétt, þó að fyndni, yndisþokki og smekkvísi gerði hverjum sem var eftirsóknar- vert að vera gestur hennar. Hún var ein góðgerðasamasta frúin í Kaupmannahöfn, en gerði glögg- an greinarmun á þeim þurfaling- HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.