Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 14

Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 14
„Vilt þú ekki trúa fólki?“ spurði hann. „Jú, en Jakob“, sagði hún bros- andi, „ég get yfirleitt ekki ski'lið, að nokkur maður óski sér að trúa eða trúa ekki, ég vil komast að því sanna um fól'k, ég vil vita sannleikann. — Sé eitthvað ósatt, þá er mér eiginlega sama hvernig það er“. Þegar Jakob hafði verið giftur í hálft ár, fékk hann einu sinni bréf frá stúlku, sem hafði unnið í húsi tengdaföður hans, en verið sagt upp vinmunni. Það var illa stafsett og skrifað á slæman papp- ír. í bréfinu dróttaði hún því að konu hans, að hún hefði verið í leynilegu ástamakki við Charley Dreyer, meðan hann var í Kína. Hann vissi að þetta var ósatt, þótti skammarlegt að bréfið skyldi hafa komið inn á heimilið og að hann skyldi hafa lesið það. Hann brenndi því og hugsaði ekki um það framar. Hjónin áttu engin börn. Það var þung raun fyrir Emilíu, og henni fannst hún ekki vera þess umkom- in að uppfylla skyldur sínar. Þeg- ar þau höfðu verið gift í fjögur ár, tók Jakob að hafa þungar á- hyggjur út af þessu. bæði vegna j)ess, að hann bar framtíð ætt- arinnar fyrir brjósti, og eins vegna hinna sífelldu áhyggjufuilu spurn- inga móður hans. Þess vegna stakk hann upp á því, að þau tækju fósturbarn, sem gæti tekið við fyrirtækinu. Emilía hafnaði undir eins þessari hugmynd hans, bæði örg og reið. Hún leit á hana eins og skrípaleik. Hún vildi alls ekki að fyrirtæki föður hennar væri fengið í hendur sviknum erf- ingja. Jakob leiddi henni fyrir sjónir sögu Antonianna, en það 'hafði engin áhrif. En ])egar hann reyndi aftur sex mánuðum seinna og braut varlega upp á þessu máli aftur við hana, varð hann undr- andi, þegar hann komst að því, að hún var ráðagerðinni ekki lengur mótfallin. Tillaga hans hlaut að hafa fest dýpri rætur í hug henn- ar en hún sjálf vissi, því nú virt- ist hún henni svo geðþekk, sem 'hún hefði sjálf borið hana fram. Hún hlustaði með athygli á hug- mynd manns síns, horfði á hann og sagði með sjá'lfri sér: „Hann reynir .alltaf að gleðja mig, þegar hann getur. Ef þetta er nú hans heitasta ósk, þá ætti ég ekki að vera því mótfallin“. Og um leið skildi hún vel und- anlátssemi isína og viðurkenndi vafningalaust orsök hennar: Hin óvænta, frelsandi viðurkenning þess, að hún þyrfti ekki að ala verzlunarfyrirtækinu og manni sínum barn eða föður sínuni barnabarn, þegar fjölskyldan hafði tekið ókunnugt barn að sér. Hún varð dá'lítið vandræðaleg og leit undan. Hún vorkenndi honum 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.