Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 21
réttu, að straumur þessi fór 1
gegnum Mexíkóflóann, eða kom
þaðan áleiðis til Bvrópu. Hann
nefndi hann því nafni, er hann
ber nú. Golf þýðir flói. En þetta
heiti á samnefndum leik, eða
íþrótt, á ekkert skylt við hið
landfræðilega nafn.
Þegar Franklín hafði rann-
sakað rennsli Golfstraumsins
hélt hann heim og gaf Englend-
ingum það ráð að forðast
strauminn, er skip sigldu ti’.
Vesturheims. Það flýtti ferð
þeirra nálægt hálfum mánuði.
En ástæðulaust kvað hann vera
að forðast Golfstrauminn áheim-
leiðinni. Og þetta ráð Franklíns
er gott og í gildi enn þann dag í
dag. Risaskip tuttugustu aldar-
innar sigla samkvæmt því.
Hvað vita menn nú um Golf-
strauminn? Hann á upptök sín
við Afríku. Staðvindar blása
feikna miklu af heitum sjó yfir
Atlantshafið inn í Mexíkófló-
ann. Yfirborð sjávarins hækkar
þar um marga sentimetra, sum-
ir segja allt að sextíu sentimetr-
um. Hafið leifast þá við að
jafna hæð yfirborðsins, og fell-
ur þá ódæmi af hlýjum sjó gegn
um Florídasundið, sem er milli
Florídaskagans og Kúbu. Sund
þetta er 150 kílómetrar að
breidd, og yfir 500 metra djúpt.
Það er því ekkert smáræði af
sjó sem í gegnum sundið kemst.
Álitið er að á einum sólarhring
streymi um 2500 biljónir lítra
(2500.000.000.000.000), gegnum
sundið, eða meira en 100 biljónir
lítra á klukkustund. Amazon-
fljótið má teljast smáspræna
samanborið við þessi ósköp.
Vatnsmagnið, sem það flytur er
aðeins 1/500 af vatnsmagni því
er streymir gegnum Florída-
sundið.
Frá því Golfstraumurinn
kemur út um Florídasundið á
hann svo 8.000 kílómetra ferð
fyrir höndum til Norður-Evrópu
í miðjum straumnum er hraði
hans mestur, eða h. u. b. 5 km.
á klukkustund. Hitamismunur-
inn í sjónum, utan Golfstraums-
ins, og í honum, er mjög mikill.
Inni í straumnum eru oft 24° +
en utan hans aðeins 5° + .
Skömmu eftir að Golfstraum-
urinn leggur af stað í Evrópu-
förina er hann um 400 km
breiður. Áður en langt um líður
mætir hann hinum ískalda
Labradorstraum. Er straumar
þessir mætast myndast þoka
sem mjög er illræmd. Eftir
Titanicslysið var talað um að
byggja afar mikinn brimbrjót
fyrir austan New-Foundland í
því augnlamiði að kljúfa og
veikja Labradorstrauminn. Með
þessu móti átti að minnka þok-
una á þessum slóðum og sjá um
að Evrópa fengi meiri hita með
HEIMILISRITIÐ
19