Heimilisritið - 01.10.1945, Side 22

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 22
Golfstraumnum. En af þessum framkvæmdum varð ekkert. Glíman milli þessara strauma er stórfengleg og óendanleg. Stundum er Labradorstraumur • inn sVo miagnaður, að honum tekst að hrekja Golfstrauminn suður á bóginn. En fram til þessa hefur kaldi straumurinn ekki sigrað þann heita. Þó að Labradorstraumurinn sendi Golfstraumnum marga og mikla ísjaka, tekst þeim síðamefnda alltaf að bræða þá. Hvalir vilja ekki vera í Golf- straumnum og hittast þar sjald- an, en halda sig báðum megm við hann. Er Golfstraumurinn nálgast Evrópu, greinist hann í tvennt. Sú kvísl er heldur til norðurs * verður að lokum ofurliði borin' norðarlega í Norður-íshafinu. Suðlægari kvísl straumsins kemst aftur inn í belti stað- vindanna og heldur tii Ameríku. Lendir þá á sama stað og fyrr og heldur hringrás sína að nýju. Öll hringferð straums- > ins er um 20 þúsund kílómetra löng. Hve lengi er Golfstraumurinn í hverri hringferð? Þetta hefur verið rannsakað árlega. Fjöldi af flöskum, með beiðni til þeirra er flöskurnar finna, um að rita 'hjá sér stað og stund, hefur verið fleygt í Golfstrauminn. Margar þúsundir af flöskum þessum hafa fundizt. Sam- kvæmt rannsóknum er það tal- ið nokkurnveginn ábyggilegt, að Golfstraumurinn sé þrjú ár í hverri hringferð um Atlants- hafið. Álitið er að styrkur Golf- straumsins hafi verið meiri hina síðustu áratugi en oft á fyrri tímum. Má íslendingum þykja vænt um Golfstrauminn, þar sem það byggist að mestu á tilveru hans, að á íslandi er hægt að búa. Þó er það athuga- vert, að ef Golfstraumurinn hlýnaði mikið, stafaði fiskveið- um vorum hætta af, þar sem aðal nytjafiskar vorir vilja ekk: hafast við í of heitum sjó. J. ENDIR SKRÍTLUR SPARNAÐUR Grískur veitingamaður lét hæn- urnar, sem hann hafði í hænsna- búi sínu, synda í sjóðandi vatni til þess að þær verþtu soðnum eggjum. HEIT BÆN Bóndi nokkur fyrir austan fjal! var að biðja bænirnar sínar í sum- ar. Niðurlagið var svona: „Já, og að síðustu, góði guð, láttu koma þerri á morgun, þú mátt til með að bænheyra mig í þetta skipti — þú hefur ekkert gert fyrir mig síðan í vor, að hún tengdamamma datt ofan í gröfina“. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.