Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 23
BRAGÐAREFUR
Smellin smásaga eftir J o h a n N. W i g d a l
ÞAÐ HEYRÐIST lág bjöllu-'
bringing, þegar dyrnar á klæða-
verzlun Ananiassen opnuðust,
og ungur maður gekk inn í
búðina. Ananiassen, sem Var
bæði klæðskerinn og búðarmað-
urin í. senn, kom að búðarborð-
inu og hneigði sig hæversklega.
„Gjörið þér svo vel“, sagði
hann mjúkmáll.
„Ég ætlaði að líta á föt“.
Maðurinn leit þangað, sem föt
héngu á þverslá. „Eigið þér
nokkur verulega vönduð?“
„Já, já — fínasta fólk bæjar-
ins kaupir fötin hjá mér!“ An-
aniassen brosti dálítið uppburð-
arlaus, og það var ekki laust
við, að svo virtist sem hann
væri ofurlítið feiminn að þurfa
að hrósa fyrrtæki sínu svona.
— Ó, já, það var reyndar ekki
alveg í samræmi við staðhæf-
ingu hans, — en Ananiassen
var ekki að súta slíkt auka-
atriði.
„Ætli þessi séu ekki mátu-
leg“. Hann tók fram brúnköfl-
ótt föt. Viðskiptavinurinn fór
í þau og virtist líka þau vel.
— En hvað kostuðu þau?
Ananiassen leit á verðmið-
ann og brosti föðurlega.
„Satt að segja er þetta gefins
— en ég skal láta yður fá þau
fyrir 160 krónur“.
Maðurinn leit af fötunum á
Ananiassen og svo aftur á föt-
in. — Nei, honum fannst verð-
ið of hátt, — en það var ekki
erfitt fyrir roann með mann-
þekkingu Ananiassens að sjá,
HEIMILISRITIÐ
2L