Heimilisritið - 01.10.1945, Page 30
Meðal dauðadcsmdra
Greinarkorn eftir FellX IVlcKuÍght
LÍTILL og glaðlegur, írskur
prestur, fangelsispresturinn í
Huntsville í Texas, getur sagt
sitt af hverju frá síðustu dögum
dauðadæmdra fanga. Hann heit-
ir Hugh Finnegan og hefur ver-
ið prestur fangelsisins í nærn
tuttugu ár. Og þeir eru hátt á
annað hundrað, fangarnir, sem
hann hefur búið undir dauðann.
„Saga þessara manna er að
mörgu leyti svipuð“, segir prest-
urinn. „Þeir halda flestir því
fram, að þeir hafi lent í slæm-
um félagsskap, ytri aðstæður
hafi valdið örlögum þeirra, þeir
hafi aldrei drýgt ásetningar-
glæp og kenna mönnum, sem
engin lög ná yfir, um það,
hvernig fyrir þeim er komið“.
í öll þessi ár hafa einungis
tveir menn neitað að veita orð-
um síra Finnegans viðtöku.
„En þeir tóku mér ekkert illa.
Þeir trúðu því bara statt og
stöðugt að þeir yrðu látnir laus-
ir“.
„Það er vandi fyrir óviðkom-
;andi mann, að vinna irúnaða?
traust dauðadæmds manns. í
fyrstu tvö eða þrjú skiptin, sem
ég fer á fund hans, tala ég um
daginn og veginn, en varast að
tala um trúmál. Ég hlusta á
sögu þeirra og festi mér vel í
minni hvert það atriði, sem
hann virðist byggja vonir sínar
á.
Svo fer hann venjulega að
biðja mig að gera sér emhverja
smágreiða. Þeir, sem það gera,
eru líklegastir ti'l að finna frið
áður en þeir fara. Loks kem ég
að aðalerindinu, og oftast hlusta
þeir á mig með athygli“
Sagan um Jonny Vaughn er,
að áliti síra Finnegans, drama-
tískasta sagan, sem gerzt hefur
innan veggja þessa aldargamla
fangelsis. Hún er svona:
Kvöld eitt, fyrir nokkrum ár-
um, þegar hann átti að fara í
rafmagnsstólinn, tók hinn dauða
dæmdi maður að ákalla guð í
hálfum hljóðum til vitnis um
sakleysi sitt og fullyrti, að hann
væri ranglega dæmdur.
Klukkan sló tólf á miðnætti
og Johnny Vaughn hóf helgöngu
sína. Hann gekk inn í dauða-
28
HEIMILISRITIÐ