Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 33

Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 33
leiði til at'hafna, sem gereyði- leggja framtíð þína. En ef þú á annað borð nærð ftökum á skapi þínu, muntu geta stefnt hug þínum og starfsþrótti í marga farveigi, sem munu leiða þig til mikillar hagsældar og gæfu. Enginn verður til þess að ásaka þig fyrir það, að þú sért slóðafeng- inn við störf þín, og þótt þú lendir í sínu af hverju framan af ævinni og ýmsir örðugleikar steðji að, hefurðu skap og þrótt til þess að berjast til sigurs. Ef þú gætir þess að taka tillit til allra aðstæðna, áður en þú byrjar á framkvæmdum, mun ekki bregðast, að þú ályktar rétt, því að þú hefur glöggt auga og ert fær um að sjá tak- markanir þínar á sérhverju sviði. Með því móti tekst þér að afla þér valda og traustrar þjóðfélagsaðstöðu, og það mæla þá allar líkur með því, að þér muni vegna vel fyrr eða síðar. Þú ert vel fallinn til ýmissa framkvæmda, einkum þeirra, sem þarfnast andstöðu eða dirfsku og þreks. Þú munt elska heitt og inni- lega, og aldrei þurfa að kvarta yfir því, að hitt kynið sýni þér ekki tilhlýðilega aðdáun. Ef þú ert karlmaður skaltu var- ast að láta frumeðli þitt ná yf- irtökum á þér. Ef þú ert kven- maður verðurðu að læra að halda ástarhita þínum í skefj- um, því að ástin er ekki allt- af ódauðleg og ef hún er það ekki, skaltu hafa það hugfast, að til eru fleiri en einn fiskur í sjónum. Hvað sem því líður, þá er afbríðisemin ein stærsta leyniigröfin á vegi þeirra, sem fæddir eru undir stjörnumerki sporðdrekans. SKRÍTLUR EKKI ALLT MEÐ FELLDU Nýfermdur Gyðingastrákur sagði: „Pabbi, gefðu mér peninga". Fað- irin svaraði: „Hvað gerðirðu við krónuna, sem ég gaf þér í vik- unni sem leið?“ Sonurin svaraði: „Pabbi, ég eyddi henni“. Faðirinn sagði: „Drengur minn, ég er helzt á að þú haldir uppi kvenmanni". SÖNNUN SEKTAR HANS Liðsforinginn: „Eg geri ráð fyrir að þér hafið verið í erindagerðum hersins, þegar þér tókuð jepp- ann í gærkvöldi". Óbreytti hermaðurinn: „Ójá, ég fór með majórinn og aðstoðarmann hans í dálítið ferðalag". Liðsforinginn: „Einmitt það. Vilj- ið þér ekki segja þeim gömlu, að ég hafi fundið varalitinn þeirra í aftursaetinu". GÆTIÐ SMÁPENINGANNA Einu sinni kom það fyrir, að strákhnokki gleypti fimmeyring og læknirinn lét hann kasta upp þrem- ur krónum, sjötíu og níu aurum. HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.