Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 51
sá alla Belgíu, að Briissel frá-
talinni, lagða í rúst eftir þýzka
stórskotahríð og steypiflugvél-
ar. Það er að vísu hægt að
vorkenna Leopold, að hann
langaði að hætta. En Bretar og
Frakkar segja, að hann hafi
gert það án þess að ráðfæra sig
við þá, og hafi þannig svikið
þá og skilið þá eftir í ægilegri
aðstöðu, þar sem herjum þeirra
var engrar undankomu auðið
úr gildrunni. Veik von var um
það, að herirnir allir þrír gætu
brotizt úr kvínni. En þegar
hálf milljón ágætra belgiskra
hermanna gekk frá, virðast ör-
lög brezka og franska hersins
vera ráðin.
í kvöld var okkur sýnd löng
fréttamynd í útbreiðslumála-
ráðuneytinu, tónfilma, sem tek-
in var af eyðingu í Belgíu og
Frakklandi. Þorp eftir þorp og
borg eftir borg var sýnd í
björtu báli. Nærmyndir sáust
af því, hvernig báltungumar
teygðust út um gluggana, þökin
féllu niður í eldbafið og vegg-
irnir hrundu. Og þama lifðu
karlar og konur fyrir nokkrum
dögum friðsömu lífi, og ef til
vill of hóglátu.
Eldmóður Þjóðverjans, sem
skýrði myndina, virtist vaxa
eftir þvi sem fleiri sáust brenn-
andi borgir, hver eftir aðra.
Rödd hans var hrjúf og grimm-
HEIMILISRITIÐ
úðleg, og að lokum virtist hann
tala sig upp í sadistaæði. „Sjá-
ið gereyðinguna, lítið á, hvern-
ig húsin fuðra upp“, æpti hann.
„Þannig fer þeim, sem þrjózk-
ast gegn valdi Þýzkalands“.
— Á Evrópa innian skamms
að lúta stjóm og valdi slíkra
manna, svala slíkum sadisma?
Berlín, 29. maí 1940.
Forstjóri eins hinna miklu
útwrpsbandalaga í Ameríku
(ekki samt Columbia), símaði
til Ríkisútvarpsins þýzka í dag:
Gjörið svo vel að ná í Leopold
konung í útvarp!
Lille, Bmges og Ostende her-
teknar! Áhlaup í Ypres! Stór-
skotahríð á Dunkirk! Úti um
hinar umkringdu sveitir Banda-
manna-------— ! Þessu líkar
voru hinar ótrúlegu fyrirsagnir
blaðanna látlaust í allan dag.
í kvöld virðist annar þáttur í
þessari tröllslegu viðureign,
sem ekki á sinn líka í styrjalda-
sögu mannkynsins, vera senn á
enda kljáður, eftir því sem séð
verður héðan frá Berlín.
Þýzka yfiríierstjómin segir
söguna þessum orðum í upp-
hafi tilkynningar sinnar í dag:
„Örlög fransba hersins í Artois
eru ráðin. Viðnám hans fyrir
sunnan Lille hefur verið bug-
að. Gereyðing blasir við brezka
hernum, sem hnepptur er sam-
49