Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 53
Orðspeki um konuna
Þeir karlmenn falla konunni bezt
í geð, sem elska hana — eða veita
henni ekki minnstu athygli.
Louis Desnoyers
Til eru konur, sem aldrei hafa
tekið þátt í léttúðarævintýrum, en
vandfundnar eru þær, sem aðeins
hafa tekið þátt í einu.
La Rocliefoucauld
Sé kona ekki í skapi til kossa,
hlýtur hún að vera veik.
Richard King
Slæmar konur kvelja okkur, góð-
ar konur þreyta okkur. Það er nú
eini munurinn á þeim.
Oscar Wilde
Konan er sköpuð vegna manns-
ins, og henni er þetta svo ljóst, að
allar hugsanir hennar eni helgað-
ar honum.
Robert Hichens
Ógiftri konu er heimilið fangelsi
— giftri konu vinnuhæli.
Bemhard Shaw
Aldrei er konan veikari í vöm,
en þegar hún heldur sig ósigrandi.
Crébillon Fils '
Þær eru ekki margar, siðsömu-
konumar, sem ekki em dauðleiðar
á að vera það.
La Rochefoucauld
Hamingjusöm kona lætur skemmt-
anir og samkvæmi sig engu varða.
Balzac
Kona getur aldrei haldið hyllii
manns til lengdar, nema hún sýni
fómfýsi og sjálfsafneitun.
Balzac
Aldrei finnst konunni maður
smjaðra henni meira til hróss, en
þegar maður ófrægir aðrar konur.
J. J. Rousseau
Hver einasta kona þráir að lúta
yfirráðum ofureflisins — að verða
barin eða kysst, elskuð eða kyrkt,
eftir því, sem orsakir liggja til.
Trúið mér, því að ég segi ykkur
satt.
Hugh Walpole
Samkvæmt eðli sinu verður kon-
an harðstjóri, sé hún ekki undir-
okuð.
Bazac
Biðji maður konu fyrirfram um
leyfi til að kyssa hana, reynir mað-
ur með lúalegum hætti að láta
hana eina bera alla ábyrgðina.
Helen Rowland
Mikilhæfir menn ættu að sækja
sér kvonfang til Austurlanda, en
þar telja konur, að sér beri ekki
að sinna öðru en að efla velferð
eiginmanna sinna.
Balzac
Ljóshærð stúlka vekur ástir, en
dökkhærð stúlka ástríður. Maður
reynir öllu fremur að sigra þá síð-
arnefndu, heldur en að þóknast
henni.
H. Rowland
HEIMILISRITIÐ
51;