Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 61

Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 61
merginum máls_ins“, sagði hann. „Enn er Lesley Grant aðalpers- ónan í málinu. Viðvíkjandi þessari skáldsögu um læstu her- bergin og eiturbyrlunina, sagði svikarinn þá sögu nokkrum öðrum en ykkur tveimur?“ „Ég veit það ekki“, svaraði Dick. „Ekki ég heldur“, sagði Midd- lesworth. Dick hugsaði sig um. Hann mundi eftir því að rósóttu gluggatjöldin höfðu ekki alveg verið dregin fyrir gluggann,þeg- ar þeir sátu í dagstofu Sir Harv- eys, og að glugginn hafði verið opinn upp á gátt. Hann minnt- ist þess einnig, að Middlesworth hafði allt í einu gengið að glugganum og litið út um hann. „Getur það hugsazt, að nokk- ur hafi heyrt söguna á meðan hann sagði ykkur hana?“ „Var nokkur fyrir utan glugg- ann?“ spurði hann og einblíndi á Middleswortih. „Já“. „Sástu hver það var?“ „Nei, það var of dimmt“. „Mér skilst þá að málið liggi þannig fyrir“, sagði Fell. „í nótt var framið morð nákvæmlega eftir gefinni forskrift. Það skrítna við það er, að forskriftin hefur aldrei verið til. Hún hefur aldrei verið annað en hreinn hugarburður manns, sem nefndi HEIMILISRITIÐ sig Sir Harvey Gilman. Og þó' var það framið eftir gefmni fyr- irmynd. Hvers vegna? Vegna þess, að sjálfsögðu, að morðing- inn hélt að hann væri að fremja glæp eins og annar morðingi hafði framið hann. Og eins og öllu er háttað, benda líkumar til þess, að morðinginn hafi ætlað að láta leiða gruninn frá sér, en láta Lesley Grant lenda í skömminni“. Dick tók til máls og var mikið niðri fyrir: „Nú hef ég fyrst og fremst áhuga á einu. Ég ætla að fara til Lesley og segja henni allt“. ENGINN svaraði, þegar Dick hringdi dyrabjöllu Lesleys. Hann hringdi aftur og aftur, án árangurs, en tók þá eftir því, að útidymar voru ekki alveg lok- aðar. Hann ýtti dyrunum upp, gægðist inn fyrir og kallaði: „Lesley!“ Hann kveið fyrir að líta í augu hennar. Hvernig átti hann að skýra henni frá því, að í nótt sem leið hefði hann grunað hana um að vera einhvei' grimmastí morðingi síðustu áratuga? Hann kallaði nafn hennar nokkrum sinnum og gekk inn í húsið. Enginn svaraði svo að 'hann gekk upp stigann og barði á svefnherbergisdyr hennar. Eftir að hafa beðið nokkra 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.