Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Síða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013
F
R
U
M
-
w
w
w
.f
ru
m
.i
s
Veldu FRAMÚRSKARANDI þjónustu
í þínum fasteignaviðskiptum
Rúnar S. Gíslason hdl.
Lögg. fasteignasali
Ágúst Valsson
Viðskiptafr. / Sölufulltrúi
hringdu núna 611 6660
„Ég þekki fasteigna-
markaðinn vel í Firðinum.
Ég er fjölskyldumaður
og bý í Hafnarfirði.“
Allar viðgerðir á einum stað
fyrir bílinn
Bremsuviðgerðir, rúðuskipti, tímareimar, demparar,
stýrisendar, spindilkúlur, hjólalegur o.fl. o.fl.
Dekk undir alla bíla
Bílaverkstæði Birgis Guðnasonar
Eyrartröð 8, Hafnarfirði • s. 466 2592, 893 7203
Aðalfundur
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
verður haldinn
fimmtudaginn 24. október kl. 20:00
í sal Víðistaðaskóla, Hrauntungu 7.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Lagabreytingar
• Önnur mál.
Félagsmenn fjölmennið!
Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
Nýtt íþróttahús og fjórar skóla
stofur við Áslandsskóla er for
gangs mál hjá meirihluta bæjar
stjórnar Hafnarfjarðar sem hefur
ákveðið að 40 milljónir króna
fari í verkið á þessu ári. Heildar
kostnaður er áætlaður
um 600 milljónir en
hingað til hafa þrjár
lausar skólastofur leyst
bráðasta húsnæðis
vanda skólans. Sam
kvæmt spám um íbúa
þróun og nemenda
fjölda verður jafnvægi
náð í hverfinu innan 10
ára og að þá verði um
400 nemendur í
Ás lands skóla sem rúmast í
núverandi húsnæði skólans.
Sjálfstæðisflokk urinn setur
nýjan leikskóla í forgang
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn lögðu á síðasta fundi
fram breytingatillögu þess efnis
að umrætt fé yrði frekar nýtt til
byggingar á leiksskóla að
Bjarka rvöllum 3 en það er mat
minni hlutans að það sé brýnasta
fjárfestingaverkefnið. Verkinu
verði áfangaskipt og fjármögnun
innan þess ramma sem leyfilegur
er samkvæmt sveitarstjórnar
lögum, og fyrsti áfangi tekinn í
notkun haustið 2015.
Sjálfstæðismenn vilja aukna
samvinnu og betri nýtingu
skólahúsnæðis
Megináhersla Sjálfstæðis
flokks ins í fræðslumálum er að
huga að velferð nemenda og
starfs fólks skólanna. Við höfum
því lagt til að skoðað verði í sam
ráði við skólastjórnendur og
fagfólk á fræðslusviði hvort nýta
megi betur skólahúsnæði í bæn
um þannig að skólar taki upp
samstarf sín á milli á efsta stigi
grunnskóla. Með auknu sam
starfi mætti hvort
tveggja auka valmögu
leika og nýta skólahús
næði betur. Við leggj
um áherslu á að frum
kvæði og lausnir komi
frá skólafólki í þessum
efnum.
Hvar er fjármagnið
sem meirihlutinn
lofar?
Ekki liggur fyrir nein
áætlun um það hvernig meirihluti
bæjarstjórnar hyggst fjármagna
byggingu við Áslandsskóla né
aðrar skólabyggingar sem lagt
hefur verið til að ráðast í. Tillög
urnar eru því aðeins viljayfir lýs
ing um hvaða áherslur meiri
hlutinn hefur og á meðan ekki
liggur fyrir nein áætlun um fjár
mögnun eru þær orðin tóm.
Hafnarfjörður er fjórða
skuldsettasta sveitarfélagið
Hafnarfjörður er fjórða skuld
settasta sveitarfélag landsins
með skuldahlutfall yfir 250%.
Samkvæmt nýjum lögum ber
sveitarfélaginu að greiða niður
skuldir næstu 10 ár og ná skulda
hlutfalli niður fyrir 150%. Til
lögur okkar sjálfstæðismanna
eru raunhæfar og miða við að
farið sé að lögum og nýfjárfest
ingar taki mið af því takmarkaða
fjármagni sem er til ráðstöfunar.
Höfundur er bæjarfulltrúi.
Samfylking og VG setja
nýtt íþróttahús í forgang
Helga
Ingólfsdóttir
Þessa dagana sit ég á Alþingi
fyrir Framsóknarflokkinn, í
fjarveru hins ágæta þingmanns
Þorsteins Sæmundssonar. Þetta
tækifæri til að taka þátt í innsta
hring þingmeirihluta og ríkis
stjórnar er bæði áhuga vert og
lærdómsríkt. Þetta er nefnilega
ansi merkilegur tími á þinginu.
Ríkisstjórnin er að undirbúa leið
rétt ingu verðtryggðra skulda og
afnám verð trygg ingar, en á sama
tíma hamast stjórnar and stæðan á
því að reyna að búa fyrirfram til
efasemdir um útfærslu þessara
tveggja grunnstoða ríkisstjórnar
samstarfsins – áður en þær eru
komnar fram.
Sú neikvæðni sem birtist hjá
stjórnarandstöðunni, sérlega
núver andi forystu Samfylking
arinn ar, og í fjölmiðlum er í
hróp andi andstöðu við þá bjart
sýni sem ég upplifi innan þing
flokks Framsóknarflokksins. Ég
get sagt það án nokkurs vafa að
það er engan bilbug að finna á
okkur Framsóknarmönnum.
Stjórn ar sáttmáli ríkisstjórnar
innar er skýr – leiðrétting for
sendu brestsins og afnám verð
trygg ingarinnar. Við gerum
okkur fulla grein fyrir því af
hverju við vorum
kosin, og látum ekki
nei kvæðni og upphlaup
gömlu stjórn málanna
stöðva okkur.
Þessar tillögur eru
útfærðar af nefndum
skipuðum sérfræðing
um, þ.e fyrir utan
gömlu hægri/vinstri
póli tíkina. Slík stjórn
mál, byggð á skynsemi
og sérfræðiþekkingu, er megin
stoð Framsóknarflokksins í dag.
Þessi nýja nálgun á stjórnmál fær
sína eldskírn á næstunni, þegar
lausnir á skuldavanda heimilanna
verða kynntar.
Þörf á nýrri pólitík í
bæjarstjórnina?
Ég hef lengi fylgst með bæjar
málum í Hafnarfirði og með
hverju deilumálinu sem upp
kemur, verð ég sannfærðari um
að þörf sé á nýrri nálgun í bæjar
stjórn Hafnarfjarðar. Það er orðið
ansi þreytt að sjá hvert málið af
fætur öðru leysast upp í gamal
dags hægri/vinstri rifr
ildi. Sú póli tík hefur
litlu skilað, sem krist
all ast í slælegum
ár angri við að rétta við
fjárhag bæjarins, sam
an borið við önnur
bæjar félög í sama
vanda. Gömlu valda
blokk irnar í Firðinum
hafa feng ið sitt tækifæri
– og farið illa með það!
Því er það mín von og trú að í
næstu bæjarstjórnarkosningum
muni Framsóknarflokkurinn
bjóða upp á nýja nálgun á bæjar
málin. Stjórnmál byggð á lausn
um, án tillits til gamaldags hægri/
vinstri hugmyndafræði stjórn
mál miðjumanna.
Höfundur er varaþingmaður
og formaður Framsóknar
félags Hafnarfjarðar.
Bjartsýna Framsókn í bæinn
Sigurjón Norberg
Kjærnested
Jólin eru byrjuð í IKEA. Venju
samkvæmt byrja þau snemma í
Kauptúninu og það er ekki síst
með það að markmiði að fólk
gefi sér góðan tíma í jólaund ir
búninginn og geti betur notið
að ventunnar með vinum og
fjölskyldu.
Jólavöruúrvalið er glæsi legt að
vanda og þar má finna allt frá
merkimiðum á pakk anna og
piparkökumótum til jólarúmfata
og jólatrjáa. Að sjálf sögðu eru
hefðbundnir jólalitir ríkjandi, en
fyrir þá sem vilj a breyta til má
finna bleikar og gular jólakúlur
og silfruð og gyllt jólatré svo
eitthvað sé nefnt. Það er tilvalið
að hleypa jóla barninu snemma
út og njóta svo jólamánaðarins í
róleg heit um.
Jólastemmningin komin í IKEA