Heimilisritið - 01.08.1950, Qupperneq 7
40 ára og á því tímabili hefur
allt þetta gerzt. Fyrir tæpum
fjórum tugum ára síðan á-
kváðu nokkrir fátæklingar að
reisa bæ við Miðjarðarhafið og
skírðu hann Tel Aviv — hæð
vorsins. Þar búa nú um 250 þús-
und manns í einni fegurstu borg
Austurlanda. Við höfum rækt-
að, byggt borgir, komið upp
landher, flugher og flota og er-
um nú eigin húsbændur í landi
feðra okkar. Jafnvel mín eigin
saga er undarleg. Tilviljun olli
því að ég, einn ættfólks míns,
ákvað fyrir tuttugu árum síð-
an að flytja hingað frá Varsjá.
Nú er ég borgari þessa lands,
á bíl, hús, konu og böm, sem
eru Sabri, en fjölskylda mín í
Póllandi er ekki lengur til.“
„Sabri? Hvað er það?“ spyr
ég.
„Ávöxtur kaktustegundar,
sem hér vex og samheiti, sem
við höfum gefið þeim börnum
okkar, sem hér eru fædd,
fyrstu kynslóð okkar öldum
saman, sem eignazt hefur föð-
urland, í hinni venjulegu merk-
ingu þess orðs, kynslóðinni, sem
fær sitt eigið móðurmál, hebr-
eskuna endurvakta, í vöggugjöf.
Sabri þekkir ekki ófrelsið af
eigin raun og á því minna af
beizkjunni, sem eitrað hefur
líf okkar hinna og er því um
margt ein heilbrigðasta kynslóð
ættstofns okkar.
Ég virði fyrir mér unga fólk-
ið hérna í salnum. Flest er í
einkabúningum hersins. Það er
fremur ólíkt í útliti, sumt jafn-
vel með norrænu yfirbragði, en
flest suðrænt eða austurlenzkt
á svip. Það dansar eins og ungt
fólk í Reykjavík, og hér „jitter-
burgar“ eitt parið í ákafa. Milli
danslaganna eru spiluð lög, sem
allir syngja með hebreskum
texta. Mér er sagt að það séu
söngvar um ást og tunglskin,
þrá og söknuð og einn söngur-
inn er um rómantík eyðimerk-
urinnar, sem nú er barizt um
og mér finnst lagið mjög fal-
legt.
Ég spyr Jakob, hvort hann
haldi, að hér séu margir Sabris.
Hann svarar því neitandi. „Þú
mátt ekki gleyma því að það
verður að gróðursetja jurtina
áður en hún getur farið að bera
ávöxt. Við erum rétt nýkomin
hingað. Hér getur þú séð unga
Gyðinga frá Evrópu, Ameríku
og jafnvel alla leið austan úr
Kína. Þeir eiga allir sömu sögu
einhvers staðar aftur í forn-
eskju og sameiginlegt er það
að þeir hafa verið ofsóttir. Svo
hafa þeir komið hingað, barizt,
lært hebresku, ræktað, byggt
og enn hafa sumir ekki haft
tíma til að eignast Sabri, en
þetta kemur, karl minn.“
HEIMILISRITIÐ
5