Heimilisritið - 01.08.1950, Page 15

Heimilisritið - 01.08.1950, Page 15
Lanvin var faðir minn. Þér kannist við hann, vænti ég?“ „Ó, nei, því miður. . .. Ég kann nefnilega mjög lítið í frönsku". „En hann hefur verið þýdd- ur“. „Jæja“. Hún gat ekki svarað eða sagt neitt um stund, og þögnin virtist allt of löng. „Þér eruð mjög enskar, og mjög skemmtilegar. Eg geri ráð fyrir, að mér myndi þykja mjög gaman að sjá yður oftar“, sagði hann skyndilega. „Mætti ég hafa þá ánægju að sýna yður Parísar- borg?“ „Já, fyrir alla muni“, sagði hún og var óðamála; og þar með hófst hin ógleymanlega ferð þeirra um kirkjurnar, söfnin og aðra minningarstaði Parísar, svo sem lög gera ráð fyrir. Eftir að hafa þérazt í nærfellt þrjá sólarhringa, urðu þau þess skyndilega vör, að þau voru far- in að' þúast; og þá sagði herra Lanvin henni alla ævisögu sína, allt um hið misheppnaða hjóna- band sitt, og kyssti hana síðan á ennið; en næstu nótt gat hún ekki annað en grátið, hans vegna, og fór nú að líta á allt þetta frá algjörlega nýjum sjón- arhóli. Næsta kvöld fór hann með hana í Montmartre, gamla lista- mannahverfið, og þau dönsuðu undir berum himni, vangadans; skemmtileg, mislit ljós skinu á þau ofan úr trjánum. Henni varð mjög heitt og kalt á víxl af allri þessari nýstárlegu reynslu og gat ekki á sér setið að hugsa sem svo, að allir væru að’ horfa á þau. Hún reyndi að gera honum ljóst, að hún væri „une femme seri- eyse“, en herra Lanvin hló, og þá sá hún, að allir dönsuðu vangadans og sumir voru jafnvel að kyssast úti á miðju gólfinu. „Þannig er lífið“, hugsaði hún og fannst yndislegt að vera kom- in til Parísar og byrjuð að lifa lífinu. Fiðluleikari í ermavíðri silki- blússu kom að' borðinu þeirra og spilaði yndislega rómantíska ást- armúsík fyrir þau tvö. Þau drukku vín og horfðu inn í augu hvors annars; og henni varð ljóst, að hún var ástfangin; og að herra Lanvin var yndislegur maður; og að lífið var dásam- legt; og hún óskaði þess eins, að stelpurnar, sem unnu með henni, væru komnar til þess að sjá, hvað henni leið vel. Eftir þetta kvöld var París auð'vitað himnesk borg. Allar þessar kirkjur voru yndislega dularfullar, höggmyndirnar ljóð- rænar; og frægir staðir, svo sem kirkjugarðar og minnismerki, voru skáldleg fyrirbæri, óvið- jafnanleg. Og um þessa staði HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.