Heimilisritið - 01.08.1950, Page 18
ERTU ÞREYTTUR á hverj-
um morgni þegar þú vaknar?
Virðist þér lífið vera fremur fyr-
irhafnarfrekt fyrirtæki? Riðar
þú stöðugt á barmi ofþreytunn-
ar? Ef svo er, þá skaltu ekki
grípa til glassins með' brúnleitu
pillunum eða bragðvonda vökv-
anum. Taktu þig heldur til og
byrjaðu að leika golf, tennis eða
keiluspil. Ef íþróttir eru þér ekki
að skapi, þá skaltu leggja upp í
drjúgan göngutúr á hverjum
degi, göngutúr, sem ekki verður
mældur í metrum heldur kíló-
metrum. Þetta er ef til vill ofur-
lítið þversagnarkennd ráðlegg-
ing, en sennilega samt ráðlegg-
ing, sem þér má að haldi koma
— vegna þess, að líkindin til þess
að þú þjáist af taugaþreytu eru
eins og hlutfallið 4:1.
Taugaþreytan herjar eftir
svikahringrás. Hún leiðir þig til
þess að álíta, að þú sért of
þreyttur til þess að geta reynt
nokkuð á þig, með'þeim árangri
að þú hangir bara aðgerðarlaus.
Þeim mun lengur sem þú hangir
aðgerðarlaus, þeim mun lengri
tími gefst þér til þess að hugsa
um hversu þreyttur þú ert, og
þeim mun meira sem þú hugsar
um hversu þreyttur þú ert, þeim
mun lengur hangir þú aðgerðar-
laus. Þess vegna verður þú sí-
fellt þreyttari, og gerir sífellt
minna til þess að afþreytast.
Starf þitt þarf síður en svo að
vera erfitt eða hættulegt til þess
að þú verðir taugaþreytunni að
bráð. Leiðinleg, einhliða störf
eru ekkert betri. Ef þú ert at-
vinnurekandi, þá eru hagsmunir
þínir í veði ef þú finnur ekki ráð
til þess að rjúfa ömurleika hinna
einhliða, hversdagslegu vinnu-
bragða. Ein leiðin út úr þeim
vanda er sú, að fá hinum hæfi-
leikasnauðari starfsmönnum
þínum í hendur hin hversdags-
legri verk. Jafnvel hin einföld-
ustu störf munu nægja til þess
að fullnægia vinnuþrá þeirra,
sem eru það andlega daufgerðir,
að þeir eru ekki upp úr störfun-
um vaxnir. Ánægjuleg frávik frá
hinu venjulega — „músik á með-
an þú vinnur“ — munu hjálpa
til þess að draga athyghna frá
raunverulegum jafnt sem ímynd-
uðum erfiðleikum.
TAUGAÞREYTAN er ekki
einasti þrejdukvilli atvinnulífs-
ins. T sumum iðngreinum er lík-
amlega þreytan ekki minna
vandamál, þreyta, sem orsakast
af kolamokstri, kassaflutning-
um, eða einfaldlega því, að' menn
sitja eða standa í sömu stelling-
unum langtímunum saman.
Enda þótt líkamsþreytan, gagn-
stætt taugaþreytunni, hjari ekki
góða næturhvíld af, þá er hún
eigi að síður fjarskalega úrdrags-
16
HEIMILISRITIÐ