Heimilisritið - 01.08.1950, Side 29
„Hugh, ég læt ekki þvinga
mig á þennan hátt.“
„Allt í lagi, þá skal ég segja
þér hvað þú ætlaðir að segja,
og það var: eða verða gefin
öðrum! Hef ég ekki rétt fyrir
mér?“
Kinnar Nancy urðu brenn-
andi heitar.
„Þú mátt halda hvað þú vilt,“
sagði hún æst. „En ég neita að
láta krossyfirheyra mig.“
„Ég skil ekki hvers vegna þú
getur ekki svarað beinni spurn-
ingu,“ sagði hann. „Það er eng-
inn krossyfirheyrzla — en ég
afber þetta tilstand ekki leng-
ur.“
„Hvaða tilstand — hvað áttu
við?“
„Að vera meðhöndlaður eins
og núll af eiginkonu minni.
Annað hvort verðurðu að láta
sem þú sért glöð yfir að sjá
mig eða-------“
í þetta skiptið var það Hugh,
er þagnaði í miðri setningu.
„Eða hvað?“ spurði Nancy
og brosti hæðnislega.
„Eða —“ hélt Hugh áfram,
en hún greip fram í fyrir hon-
um.
„Eða — þú vilt skilnað! Er
það ekki?“
„Jú,“ svaraði Hugh, er fannst
eins og hann væri afkróaður
uppi í homi, og bölvaði klaufa-
skap sínum.
„Þá finnst mér að við ættum
að koma því í kring. Ég er
þreytt af að vera þar, sem ekki
er óskað eftir mér — og ef
þessa gagnrýni þína á mér ber
að skoða sem sýnishorn af fram-
komu þinni í framtíðinni, þá
er bezt fyrir okkur að halda
hvort sína leið. Ég fyrir mitt
leyti get ekki þolað þetta.“
Hún hafði staðið upp meðan
hún sagði síðustu orðin. Hún
skalf frá hvirfli til ilja og átti
fullt í fangi með að láta rödd
sína hljóma stillt og rólega.
„Er þetta í raun og veru al-
vara þín?“ spurði Hugh lágt.
„Já, það er — — — Góða
nótt!“
NANCY hafði gengið upp í
svefnherbergi sitt. Á meðan hún
háttaði, reyndi hún að gera sér
grein fyrir tilfinningum sínum.
Á vissan hátt hafði Hugh reitt
hana til reiði.
„Ef hann heldur, að hann geti
komið fram við mig eins og
eitthvert húsgagn í nokkur ár,
og síðan leikið móðgaðan eig-
inmann, af því að ég stekk ekki
upp um hálsinn á honum af
eintómri endurfundagleði — þá
skjátlast honum,“ hugsaði hún
með sér. „Það er bókstaflega
hlægilegt!“
Hún braut ennþá heilann um
HEIMILISRITIÐ
27