Heimilisritið - 01.08.1950, Page 46

Heimilisritið - 01.08.1950, Page 46
öllum hugsanlegum náðargjöf- um! Hún duldi heldur ekki mein- ingar sínar hvað þetta snerti. Hún var afgreið'slustúlka hjá vefnaðarvörukaupmanni og hreint ekki neitt yfir sig greind, heldur eins og ungar stúlkur eru að öllum jafnaði. Edgar þótti af- ar vænt um hana .. . en hann sagði við sjálfan sig, að þegar hann yrði orðinn heimsfrægt skáld, þá myndi henni reynast nógu erfitt að fylgjast með! „Er honum alvara með þig?“ spurði móðir Tdu, og Ida sór og sárt við lagði, að Edgar væri al- vara, en hélt því hins vegar fram, að hún yrði að undirbúa sig bet- ur, áður en þau gætu látið af trúlofun eða giftingu verða. Það var þegjandi samkomu- lag, að Edgar kæmi í eftirmið- dagskaffi á hverjum sunnudegi. A þriðjudögum bauð hann Tdu gjarnan með sér í kvikmynda- hús til þess að sjá nýjustu kvik- mynd, og á fimmtudagskvöld- um sótti hún hann, þegar hann hafði verið í þýzkutíma, og þá fóru þau á skemmtigöngu sam- an. En hann talaði ekki um gift- ingu . . . heldur ekki þegar hann fékk launahækkun. Og Ida hefði fremur viljað láta steikja sig yf- ir hægum eldi en að taka málið á dagskrá að fyrra bragði. Enda þótt hún reyndi að stilla sig, gat hún ekki að því gert, að stundum var hún í slæmu skapi. Stöllur hennar við verzlunina höfðu getið' sér þess til, hvað að henni amaði, og fengu með- aumkun með henni — en sízt af öllu gat hún til þess hugsað að vera tilefni til meðaumkunar annarra. Edgar til afsökunar er rétt að geta þess. að hann var svo upp- tekinn af sjálfum sér, að liann veitti ekki neinu siíku athygli. Hann hafði allt of miklar á- hyggjur af sínum eigin málefn- um til þess að honum væri mögulegt að bæta áhyggjum Idu þar við á nokkum hátt. Það er ekki léttbært fyrir verðandi skáld að eiga stóra skúffu, fulla af sonnettum, sem ógerningur er að ljúka við, og það er líka af- skaplega raunalegt að taka aftur við þeim. sem maður hefur loks- ins verið svo lánsamur að full- gera, endursendum frá útgefend- unum ásamt „því miður“! Auðvitað var honum kunnugt um, að afburðamenn eiga alltaf við ákveðna erfiðleika að etja — tökum t. d. þrengingar hins unga Werthers — og vissulega varð Shakespeare að þola sitt af hverju! „Ég skal sannarlega fá nafn mitt skráð við hliðina á þeirra nöfnum!“ hugsaði Edgar hrif- 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.