Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.08.1950, Blaðsíða 48
. .. en þeim mun meiri skilning hafði hún á kossum Edgars! „Er nokkuð að, Edgar?“ spurði hún kvíðafull. „Nokkuð í sambandi við verzlunina ... ?“ „Ekki vitund!“ svaraði hann og reyndi að vera eins rólegur og blátt áfram í málrómnum og frekast var unnt. „Eg þarf bara að' tala við einn viðskiptavin okkar á heimleiðinni“. „I kvöld?“ spurði hún og gat ekki dulið vonbrigði sín. „Já . . . það er ómögulegt að hitta hann á öðrum tímum“. „Jæja . . . það gerir annars ekkert til!“ svaraði hún vask- lega . . . og hún deplaði augun- um til þess að fjarlægja tárin, áður en Edgar tæki eftir þeim. Hún hafði í sannleika sagt hlakk- að til þess að fara í hina venju- legu skemmtigöngu með Edgari. „Þú verður varla mjög lengi!“ hélt hún vongóð áfram. „Eg get beðið eftir þér niðri á götunni á meðan!“ Edgar svaraði vitanlega, að það væri ákaflega fallega gert af henni . . . í hjarta sínu óskaði hann þess helzt af öllu, að' hún væri ekki nándar nærri svona elskuleg . . . fyrir þá sök varð allt saman dálítið erfiðara viðfangs. „Þú ert vonandi ekki þreytt?“ spurði hann, en hún svaraði með því að þrýsta hönd hans ástúð- lega. Það tók aðeins stuttan hálf- tíma að ganga frá verzlunarskól- anum og út í Bloomsbury, þar sem Browne átti heima. Þau töl- uðu ekki margt saman á leiðinni, því að Edgar dvaldi með hug- ann við það, sem hann ætlaði að' segja við Svlvester Browne. Browne var skáld . . . rcglalegt skáld. Annars kærði Edgar sig ekki svo mjög um þessi núlif- andi, nútíma skáld ... en Browne var undantekning! Edgar sá í anda, hvernig hann ætlaði að draga Ijóð sín upp úr vasanum, með borginmannleg- um, ofurlítið fjarrænum svip. Þá myndi Browne spyrja: „Hvað er þetta . . . ljóð?“ Síðan mjmdi hann lesa þau yf- ir, og síð'an rnyndi ... já ... annað hvort myndi Browne lýsa því yfir, að Edgar væri full- þroska skáldséní, og hann skyldi sannarlega þvinga forleggjarann sinn til þess að gefa öll ljóðin út í skrautútgáfu, . . . eða þá að Browne myndi hallast að því, að hann — nefnilega Edgar — skorti aðeins herzlumuninn til þess að geta talizt mesti snilling- ur aldarinnar, og síðan myndi hann greiða sex mánaða námsför fyrir hann til Italíu. Edgar var svo fullkomlega á valdi þessara dagdrauma sinna, að liann gleymdi alveg Idu, er gekk við' hliðina á honum ... 46 IÍEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.