Heimilisritið - 01.08.1950, Page 50

Heimilisritið - 01.08.1950, Page 50
eldfjorugan glampa í dökkum augunum ... en það fannst Edgar ekki jafn athyglisvert og það, að hér stóð hann andspæn- is fokvondum manni, er hafði verið ónáðaður í miðju kafi við að hafa fataskipti. „Hvað viljið þér þá?“ endur- tók skáldið'. „Eg vona að þér hafið ekki í hyggju að gera til- raun til þess að selja mér al- fræðabók?“ „Nei ... ég ...“ „Ilajið þér yfirleitt annars nokkurn flibbahnapp á yður?“ „Ekki nema þá, sem eru í skyrtunni minni!“ „Það er líka fyrirtak — komið inn fyrir, ungi vinur! Komið inn fyrir!“ Hann tók um lierðar Edgars til þess að koma honum inn úr dyrunum — en það var raunar alveg óþarfi — Edgar gekk ótil- neyddur inn og var þess albúinn að fórna flibbahnappnum sínum ... já, meira að segja hefði hann verið þess albúinn að ganga flibbalaus það sem eftir var æv- innar, ef Sylvester Browne hefði verið slíkt þóknanlegt. A meðan Edgar baukaði við að taka flibbahnappinn af sér, litaðist hann um í herberginu. Þar voru bækur, bækur um allt. Bækur á borðinu og bækur á stólunum. Á veggjunum héngu endurprentanir af málverkum ... Madonna eftir Rafael ... Primavera og nokkrar svartlist- armyndir. Alls staðar mátti sjá vott þess, að hér byggi menntað'- ur maður ... en óhóf og glys sást ekkert. Það var greinlegt, að þótt Sylvester Browne væri blómlegur og heimsborgaralegur í ytra útliti, þá lifði hann samt sem áður lífi meinlætamannsins. „Ef maturinn verður ekki góð- ur í kvöld, þá skal ég láta þá fá að kenna á því í ræðu minni!“ tautaði hann. „Ætlið þér út?“ spui-ði Edgar auðmjúkur. „Mikil kvöldveizla í rithöf- undafélaginu! Þess vegna er það', að ég má til með að fara í þessa fjandans stífuðu skyrtu. Hef ekki farið í kjólföt í tíu ár“. Browne bjástraði við að klæða sig í kjólfötin ... því var ekki að leyna, að fyrir tíu árum hafði hann verið töluvert grannvaxn- ari. „Hamingjan má vita hvers vegna þeim hefur dottið í hug að' bjóða mér!“ stundi hann, á meðan hann barðist við að koma öðrum handleggnum í ermina án þess að handleggsbrjóta sig. „Þér ... þér eruð jú frægir!“ stamaði Edgar. „Slúður! Nú, jæja, þakka yð- ur fyrir .. . það var fallega gert af yður að hjálpa mér!“ sagði hinn þakkláti skáldjöfur, er að' 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.