Heimilisritið - 01.08.1950, Page 51
lokum var tilbúinn og hafði tek-
ið pípuhattinn niður úr skápn-
um. Hann færði Edgar fram að
dyrunum, og vesalings Edgar
var svo utan við sig af öllu til-
standinu, að hann fylgdist með
honum.
Þá mundi hann allt í einu eftir
erindi sínu.
„Já . . . ég kom eiginlega út af
þessu .. .“
Hann fálmaði í vasa sinn og
rétti reikninginn fram.
Browne stanzaði og leit á
hann. „Hvað er þetta .. . ?“
„Lewis & Co. ... útvarpstæki
og grammófónar . ..“
„Nei, hvert í logandi! Ég ætla
svo sannarlega ekki að kaupa
neitt viðtæki ...“
„Nei, en þér hafið keypt eitt
(S
„Ég? Aldrei á ævinni ... til
þess hef ég aldrei haft peninga
(C *
„Nei, en það er einmitt þess
vegna, að ég er hingað kominn
... þér hafið ekki borgað .. .“
Edgar tók samninginn upp.
Browne, er hafði aftur gengið
inn í stofuna, athugaði hann
gaumgæfilega. „Já, það lítur
reyndar út fvrir að þér hafið lög
að mæla. Og fyrst þér minnist á
það ... ég man vel eftir að hing-
að kom sölumaðúr í haust ...
hvar skyldi tækið vera . . . ?“
Edgar hjálpaði Browne að
leita að viðtækinu ... og í sam-
einingu tókst þeim að finna það
undir rúminu.
Edgar var að vísu blómstrandi
skáld, en hann var einnig kaup-
sýslumaður. Hann varð þess
vegna að ganga úr skugga um,
að viðtækið' væri í lagi og setti
það því í samband. Það var ekk-
ert athugavert við tækið . . . það
ómaði músík frá Daventry um
alla stofuna.
„Já, af þeim sökum kom ég!“
sagði Edgar lágt. „Það ... það
er reyndar ekki mikils virði að
vera í viðtækjaverzlun, en . ..“
„Ekki mikils virði? Enið þér
vitlaus maður? Þér takið þátt í
að beizla ljósvakann! Þér flytjið
menninguna til þeirra, er sitja
lokaðir inni í stofum sínum ...
þér fóðrið hinn fróðleiksfúsa .. .
og gleðjið sjúka! Og svo segið
þér, að það sé ekki mikils virði!
Þér þekkið hann Shakespeare
yðar ekki rétt vel, minn kæri!
Yður er ekki kunnugt um, að
hann hefur lýst öndum loftsins
og hinnar óendanlegu víðáttu . ..
Þér þekkið þá ekki Prospero og
Ariel? Getið þér ekki skilið, að
þér eruð sjálfir nútíma Prospero
og Ariel í einni og sömu per-
sónu?“
„Það er alls ekki svo að skilja
að ég sé ekki ánægður með starf
mitt, en ... en ég vil heldur vera
skáld!“ Þessu gat Edgar að' lok-
HEIMILISRITIÐ
49