Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 6
 AlþjóðAmál ForsetAkosningAr í AserbAídsjAn Íslendingar við eftirlit í Aserbaídsjan Íslensk stjórnvöld senda þrjá kosningaeftirlitsmenn til Aserbaídsjan á næst- unni vegna forseta kosninga. Á undan förnum árum hafa alþjóðastofnanir gert athugasemdir við framkvæmd kosninga og frelsi fjölmiðla í landinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, á sæti í íslenska hópnum ásamt tveimur stjórnsýslufræðingum. þ rír Íslendingar fara á veg-um Íslensku friðargæsl-unnar til Aserbaídsjan að sinna kosningaeftirliti á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu vegna forsetakosninga sem fram fara 9. október. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á sæti í íslenska hópnum ásamt tveimur stjórnsýslufræðingum og verður þetta hennar fyrsta kosningaeft- irlitsferð. „Það verða um það bil þrjú hundruð manns víðs vegar að í kosningaeftirlitssveit ÖSE í Aserbaídsjan. Við byrjum á því að sitja undirbúningsnámskeið í höfuðborginni Baku og verðum svo send á kjörstaði þar sem við sinnum eftirliti,“ segir Silja Dögg sem ráðfærði sig við Eygló Harðardóttur flokkssystur sína, áður en hún ákvað að leggja í slíka langferð. „Ég vissi að Eygló hafði farið í kosningaeftirlit til Úkraínu árið 2010 svo ég hafði samband við hana og hún sagði mér að þetta hefði verið mjög lærdómsrík lífsreynsla svo ég ákvað að slá til.“ Hópurinn mun leggja af stað til Aserbaídsjan 4. október og koma til baka þann 12. Silja Dögg á sæti í forsætis- og utanríkismála- nefnd alþingis og kveðst sann- færð um að reynslan frá Aserba- ídsjan muni nýtast við þau störf. „Meðal hlutverka forsætisnefnd- ar er að fara yfir framkvæmd kosninga og hvernig megi bæta fyrirkomulagið hér á landi. Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram í kosninga- eftirlitið og svo líka smá ævintýr- mennska,“ segir Silja Dögg. Núverandi forseti Aserbaíd- sjan, Ilham Aliyev, tók við völdum árið 2003 og býður sig aftur fram í ár. Í kosningunum 2003 fékk hann sjötíu og sex prósent atkvæða og var endur- kjörinn fimm árum síðar með áttatíu og átta prósentum at- kvæða. Samkvæmt skýrslu Öryggis- og samvinnustofunar Evrópu eftir kosningarnar 2008 uppfyllti framkvæmd þeirra ekki kröfur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að lítil sam- keppni hafi ríkt þar sem and- stæðingar forsetans drógu sig út úr baráttunni vegna erfiðleika við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjósendur. Þá lýsti sendinefnd Evrópuráðsins yfir áhyggjum sínum af frelsi fjöl- miðla í landinu. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að kosningaeftirliti sé ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðild- arríkjum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu og að íslensk stjórnvöld hafi á undanförnum árum lagt til fjölda fólks í lengri og skemmri tíma í kosninga- eftirlit alþjóðastofnana, aðallega á vegum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Forseti Aserbaídsjan á blaðamanna- fundi með José Manual Bar- roso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, síðastliðið sumar. For- setinn hefur setið í tíu ár og býður sig fram til setu þriðja kjörtímabilið. Í síðustu kosn- ingum hlaut hann 88% atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ráðfærði sig við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, áður en hún tók ákvörðun um að fara til Aserbaídsjan í kosningaeftirlit en Eygló sinnti kosningaeftirliti í Úkraínu árið 2010. Meðal hlutverka forsætis- nefndar er að fara yfir fram- kvæmd kosninga og hvernig megi bæta fyrirkomu- lagið hér á landi. NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 24 93 Kia cee’d Sportswagon EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*. Verð 3.890.000 kr. Kia Sorento EX Luxury 4wd Árg. 2011, ekinn 30 þús. km, 198 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*. Verð: 6.690.000 kr. Tilboðsverð: 6.390.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2011, ekinn 42 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*. Verð: 5.390.000 kr. Kia cee’d Sportswagon EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 30 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 3.190.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 2.850.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*. Verð: 3.890.0 00 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð5 ár eftir af ábyrgð 5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Rio EX 1,4 Árg. 2011, ekinn 24 þús. km, bensín, 90 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,4 l/100 km*. Verð: 2.790.000 kr. Greiðsla á mánuði 26.690 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,37%. 5 ár eftir af ábyrgð 6 fréttir Helgin 27.-29. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.