Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 14
Vikan í tölum
Nýtt hlutverk í lífinu
Hver vill ekki
eiga þrjár ömmur?
É g er að eignast ömmubarn. Reyndar verð ég stjúpamma barnsins – en ég er sannfærð um að hvorki ég né ömmubarnið mitt munum láta það hafa áhrif
á samband okkar. Elsta dóttir mannsins míns, elsta stjúp
dóttir mín, er sem sagt að verða mamma. Hún var orðin
tvítug þegar ég og pabbi hennar tókum saman þannig að
ég hef aldrei beinlínis verið stjúpmamma hennar, þannig
séð – til þess var hún orðin of fullorðin. Við höfum hins
vegar alltaf verið góðar vinkonur og mér þykir óendan
lega vænt um það.
Nú fæ ég hins vegar að taka þátt í lífi barnsins
hennar og verða amma þess – ef ég legg mig
fram um það. Stjúpömmuhlutverksins vegna
get ég valið hvort barnið kallar mig ömmu – eða
bara Siggu – og þannig pínulítið lagt grunninn
að framtíðarsambandi okkar. Því börn kalla ekki
hvern sem er ömmu. Ömmur eru einstakar.
Mér þótti óskaplega vænt um ömmur mínar
en ólst því miður upp í öðrum landshluta en
þær bjuggu í og öfundaði þær vinkonur mínar
ávallt sem áttu ömmu í næstu götu sem þær gátu
heimsótt þegar þær vildu. Nú hef ég hins vegar
tækifæri til að verða þessi amma í næstu götu
sem mig dreymdi alltaf um að eiga. Og þetta til
tekna, ófædda barn á einmitt enga aðra ömmu
í næstu götu en mig. Hinar tvær ömmurnar –
blóðskyldu ömmurnar – búa langt í burtu og hef
ég því einstakt tækifæri til þess að verða sú amma sem
mig dreymdi sjálf um að eiga.
Þetta er nefnilega svo merkilegt. Stjúpforeldrar verða
oft svona eins og þriðja hjól undir vagni og þurfa oft að
berjast fyrir því að fá að taka virkan þátt í uppeldi stjúp
barna sinna. Þau eiga mömmu og pabba – alltaf bara
eina mömmu og einn pabba – og svo stjúpforeldra. Börn
eiga hins vegar tvö sett af ömmum og öfum þannig að
stjúpömmurnar og afarnir hafa því tækifæri á að stækka
þann hóp. Hver vill ekki eiga þrjár ömmur?
Ég er algjörlega sannfærð um að í augum barnsins
verði ég einfaldlega „amma“. Ég verð væntanlega að
greind frá hinum ömmunum með því að fá sæmdarheitið
Sigga amma (sem mér þykir svo vænt um því sjálf átti
ég yndislega Siggu ömmu). Ég verð aldrei kölluð Sigga
stjúpamma. Enda ætla ég ekki að kalla barnabarnið mitt
ófædda stjúpömmubarn. Það verður ömmubarnið mitt.
Sigríður
Dögg
auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Kringlan er einn fjölsóttasti verslunar- og
þjónustukjarni Íslands og einn fjölmennasti
vinnustaður landsins. Hátt í 1.000 hjálpfúsir
starfsmenn eru þér ávallt innan handar, þakklátir
fyrir innlitið og viðskiptin.
TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN
Anh Viet Nquyen
SuZushii
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
200
athugasemdir voru gerðar við aðal-
skipulag Reykjavíkur en frestur til
þess rann út síðasta föstudag.
1.803
kíló vógu keppendur í íslensku útgáfunni
af The Biggest Loser samanlagt þegar
tökur á þáttunum hófust. Það kemur í hlut
þjálfaranna Everts Víglundssonar og Guð-
ríðar Torfadóttur að koma þeim í form.
391.000.000
króna tap varð á rekstri Byko í fyrra.
42.000
rjúpur mega
íslenskir
veiðimenn
skjóta á veiði-
tímabilinu
sem hefst 25.
október.
1.726
milljónir króna komu í kassann hjá World Class með sölu
aðgangskorta og veitinga í fyrra. Hagnaður ársins nam 147
milljónum en eigið fé er neikvætt um 107 milljónir króna.
9,5
milljóna hagnaður varð af rekstri
Kaffibarsins á síðasta ári.
14 viðhorf Helgin 27.-29. september 2013