Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 28

Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 28
Hún fór stundum þrisvar sinnum á dag í búðina en gleymdi alltaf hvað hún átti að kaupa. Á þessum tíma var hún sjálf að finna að það var eitthvað að og var orðin þunglynd. er aðalstyrktaraðili Hörpu Moscow Virtuosi Miðasala hafin Eldborg — 04.10.13, kl. 20:00 Miðasala er hafin í miðasölu Hörpu og á harpa.is Tónleikar Moskvu Virtúósanna er mikill viðburður í íslensku tónlistarlífi. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til landsins. Stjórnandi hennar er Vladimir Spivakov. Einleikari á píanó er hinn 13 ára gamli Daniel Kharitonov. 70 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Rússlands Alzheimers er taugahrörnunar- sjúkdómur í heila sem veldur því að efnaferli sem leiða til út- fellingar í heilanum fara af stað og afleiðing þess er sú að tauga- frumur visna og týna smám sam- an tölunni. Sjúkdómsferlið er mis- munandi á milli einstaklinga og líklegt er talið að það séu nokkrir sjúkdómar sem í dag eru kallað- ir Alzheimers og því er misjafnt hvernig einkennin birtast hjá fólki. Algengara er að eldra fólk en yngra fái sjúkdóminn en þó getur fólk greinst með hann við fjörutíu og fimm ára aldur þó það sé afar sjaldgæft. Einkenni sjúkdómsins eru mismun- andi eftir aldri og hjá yngra fólki birtast ein- kennin yfirleitt þannig að fólk á erfitt með að rata og tjá sig, ásamt öðr- um einkennum. Hjá eldra fólki verður yfirleitt vart við óeðlilegt minnisleysi, sér- staklega varðandi ný- liðna atburði. Lífslíkur fólks með Alz- heimers voru rannsakaðar rétt fyrir síð- ustu aldamót og voru þá að meðaltali ára- tugur. Lífs- líkurnar geta þó verið allt frá nokkr- um árum og í yfir tvo áratugi. Ekki er til nákvæm tölfræði yfir tíðni Alzhei- merssjúkdómsins á Íslandi en tal- ið er að á bilinu hundrað og fimm- tíu til tvo hundruð manns greinist með sjúkdóminn árlega sem þýðir að um það bil tvö þúsund til tvö þúsund og fimm hundruð manns eru með sjúkdóminn á hverjum tíma. Tíðni hjá þeim sem eru sjötugir er um það bil fjögur pró- sent en hjá þeim sem eru áttatíu og fimm ára er tíðnin um þrjátíu prósent. Arfgengur þáttur veldur Alz- heimerssjúkdómnum en hann er ekki talinn eins sterkur og áður var talið en sjúkdómurinn er þó algengari í sumum ættum en öðrum. Úr viðtali við Jón Snæ- dal, yfirlækni á Minnis- móttöku á Landakoti, í Fréttatímanum 20. sept- ember síðastliðinn. Alzheimerssjúkdómurinn Jón Snædal yfirlæknir. Ljósmynd/Hari í mörg ár í kirkjukór í Ólafsvík. „Við reynum að gera alltaf eitt- hvað skemmtilegt með mömmu á hverjum degi og það er hennar þjálfun. Fljótlega eftir að sjúk- dómsgreiningin kom var okkur bent á að lifa bara einn dag í einu og dvelja í núinu. Þannig höfum við það og njótum þess að eiga góða að,“ segir Kristný. Betri tímar Þegar áhrifa Alzheimerssjúk- dómins fór að gæta í fyrstu komu fram skapsveiflur hjá Haföldu og segir Kristný stundum hafa verið stirt sambandið á milli þeirra mæðgna. „Pirringur er algengur fylgikvilli Alzheimers því fólk verður óöruggt. Þá myndast pirr- ingur innra með því sem erfitt getur verið að koma út. Við pabbi fengum mikið að finna fyrir því en bræðurnir sluppu vel,“ segir Kristný og þær hlæja báðar dátt og gleðjast yfir því að staðan í dag sé mun betri. Alzheimerssjúklingum eru gefin lyf sem hafa góð áhrif á skapið og segir Kristný móður sína nú vera mjög létta í skapi og eiga auðvelt með að kætast. „Í dag er hún á góðum stað og persónu- leikinn er alveg sá sami og áður fyrir utan gleymskuna.“ Fyrir nokkrum vikum fékk Hafalda ný lyf í formi plástra sem hafa gefist mjög vel. „Við fréttum af þessu lyfi hjá öðrum sjúklingi á hennar aldri og fengum að prófa og höfum fundið miklar og góðar breytingar á mömmu eftir að hún byrjaði að nota þá. Hún er farin að muna eftir ótrúlegustu hlutum,“ segir Kristný sem vill hvetja aðra aðstandendur Alzheimerssjúk- linga til að kynna sér plástrana. Gera það besta í stöðunni fyrir alla Eins og áður segir eiga Hafalda og Gústaf eiginmaður hennar þrjú börn og var yngsti sonur- inn aðeins sextán ára þegar móðir hans veiktist. Hann flutti með þeim til Reykjavíkur fyrir rúmlega ári en fann sig ekki í borginni og er fluttur til bróður síns á Ólafsvík. „Sá á eitt barn og konu og annað barn á leiðinni svo litli bróðir er í góðum hönd- um hjá þeim.“ Hafalda bætir við að sá yngsti hafi verið í skóla í Reykjavík en flosnað upp úr námi enda hafi hann haft í nógu að snúast við að aðstoða sig. „Hann höndlaði það ekki enda bara barn,“ segir hún. Kristný segir fjölskylduna ánægða með þá ákvörðun að yngsti sonurinn flytti aftur til Ólafsvíkur. „Hann er byrjaður aftur í skóla og fótbolta og líður mjög vel og er orðinn hann sjálfur aftur. Við öll viljum auð- vitað að hann fái að njóta sinna unglingsára sem venjulegur unglingur og það gerir hann hjá bróður sínum í Ólafsvík,“ segir Kristný. „Það er líka stutt fyrir okkur að kíkja í heimsókn,“ bætir Hafalda við. Þrátt fyrir mikla erfiðleika hefur fjölskyld- unni tekist að gera sitt besta í stöðunni til að öllum líði sem best. „Mottóið okkar er að lifa í núinu og njóta tímans. Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að tíminn er ekki sjálfgefinn hjá neinum. Hvort sem fólk er heil- brigt eða með sjúkdóm.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.