Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 38
38 fjölskyldan Helgin 27.-29. september 2013
Truflun á aðlögun stjúpfjölskyldunnar
F æstir gera ráð fyrir að verða einhleypir foreldrar eða að stóru ástin í lífi þeirra eigi tvö til þrjú börn úr fyrra sambandi, jafnvel fleiru en einu. Hvað þá að það hafi hvarflað að þeim að fyrrverandi maki eða barnsfaðir eða barnsmóðir fylgdu með!
Óhætt er að fullyrða góð foreldrasamvinna skiptir sköpum fyrir börn sem eiga foreldra
á tveimur heimilum en hún er líka mikilvæg þegar farið er í nýtt samband og fyrir aðlögun
stjúpfjölskyldunnar í heild sinni. Það er hinsvegar ýmislegt sem getur truflað og hafa óupp-
gerð mál á milli fyrrverandi maka, sem hafa ekkert með börn þeirra að gera, sín áhrif.
Sumir deila um allt milli himins og jarðar. Deiluefnin geta verið léttvæg eins og um
vettling sem týnist þegar barnið var hjá pabba sínum en varð í meðhöndlun foreldrana
að „Stóra vettlingamálinu“ eins og eitt stjúpforeldrið orðaði það. Þau geta líka snúist um
alvarlegri mál eins og að annað foreldrið neitar að gefa barninu lyf af því að hitt for-
eldrið fór með barnið til læknis án samráðs. Deilur foreldra þar sem börn þeirra eru
eins og litlir sendifulltrúar á átakasvæði eru skaðlegar börnum og geta bitnað bæði
á líkamlegri og andlegri heilsu þeirra.
Þær fara heldur ekki vel með andlega heilsu eða buddu foreldra og stjúpforeldra
barnanna – fólksins sem á að annast börnin. Fyrir utan hvað það er „ósexí“ fyrir
makann að hlusta á þras eiginmanns eða eiginkonunnar við sinn eða sína fyrrverandi.
Stundum virðist fólk ekki eiga í neinum sérstökum deilum en framkoma þeirra
hefur miður góð áhrif á börn þeirra, t.d. með því að standa ekki við tímasetningar,
hringja í tíma og ótíma til að fylgjast með hvað sé gert með barninu og hvern það
hittir. Það virkar heldur ekki vel á foreldra og stjúpforeldra þegar börnin eru send
með verkefna- og innkaupalista frá hinu foreldrinu sem ætlast er til að þeir sinni án
samráðs við þá – sérstaklega ekki þegar fyrrverandi maki makans á í hlut.
Það eru fleiri samskiptaform fyrrverandi maka sem geta flækt aðlögun stjúpfjöl-
skyldunnar. Það sem sumir telja góða foreldrasamvinna hjá einhleypum foreldrum
kann að þykja truflandi í nýju sambandi. Trúnaðarsamtöl um einkalíf viðkomandi
eða reddingar fyrir fyrrverandi sem koma börnum þeirra ekkert við fara ekki vel í
alla. Flestir stjúpforeldrar sýna því skilning að maki þeirra setji börnin í fyrsta sætið
þegar á þarf að halda, en þeim finnist það allt annað mál þegar um er að ræða fyrr-
verandi maka makans.
Samkvæmt könnun Félags stjúpfjölskyldna var um 57% fólks mjög/sammála fullyrð-
ingunni að framkoma fyrrverandi maka makans væri vandamál en „aðeins“ 25% sögðu
það sama um sinn fyrrverandi. Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir þessum mun en það má
líka velta fyrir sér hvort það hafi eitthvað með samvinnu foreldrisins og stjúpforeldrisins
á heimilinu að gera.
Það að fyrrverandi maki biðji um eitthvað varðandi börnin þarf í sjálfu sér ekki að vera
neitt vandamál ef foreldrið gerir ráð fyrir að það þurfi líka að hafa samráð við stjúpforeldrið
áður en ákvörðun er tekin, t.d. um að breyta helgi eða sumarfríi. Sé því sleppt er hætta
á að smá saman magnist upp spenna á heimilinu og sem bitnar ósjaldan á samskiptum
stjúpforeldris og barns. Það vilja allir hafa eitthvað um líf sitt að segja – líka stjúpforeldar.
Það sem mörgum finnst spennandi áskorun í fyrstu verður sumum stjúpforeldrum kvíð-
vænlegt og erfitt. Ekki af því að eitthvað sé að börnunum – heldur vegna skorts á samráði
þeirra fullorðnu sem að þeim koma.
Stjúpfjölskyldur hafa alla burði til að vera góðar og gefandi rétt eins og aðrar fjölskyldur.
Góð foreldrasamvinna þar sem líðan barns er höfð að leiðarljósi, sem og samvinna við
stjúpforeldri skiptir sköpum fyrir aðlögun barna eftir skilnað og stjúpfjölskyldunnar í heild
sinni. Í stað þess að bíða eftir að eitthvað breytist – má byrja á sjálfum sér!
Flestir stjúpforeldrar sýna því skilning að maki þeirra
setji börnin í fyrsta sætið þegar á þarf að halda, en
þeim finnist það allt annað mál þegar um er að ræða
fyrrverandi maka makans.
Flækjur í fjölskyldusamstarfi
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
heimur barna
netnotkun barnaherbergið ekki heppilegt
Tölvur best staðsettar í sameiginlegum rýmum heimilisins
Netnotkun og spil tölvuleikja geta verið
þroskandi og skemmtileg en gott er að hafa
í huga að mikilli tölvunotkun fylgja langar
kyrrsetur sem ekki eru taldar heppilegar
fyrir börn og unglinga. Foreldrarnir eru þeir
sem bera ábyrgð á líkamlegri og andlegri
heilsu barna sinna og því er mikilvægt að
þeir hvetji þau til að halda áfram að sinna
öðrum áhugamálum og stunda heilbrigt líf-
erni.
Til að foreldrar geti haft góða yfirsýn yfir
tölvunotkun barna sinna er mælt með því að
tölvur séu staðsettar í sameiginlegu rými
heimilisins, svo sem í stofu, eldhúsi eða holi
en ekki í barnaherbergjum. Börn og ungling-
ar eru fljót að tileinka sér tækninýjungar og
standa oft foreldrum sínum langtum framar í
þessum efnum. Af þeim sökum getur aðhald
og ráðgjöf foreldra ef til vill ekki orðið eins
markviss og á öðrum sviðum. Foreldrum
er því ráðlagt að setja sig inn í nýja tækni
til þess að geta leiðbeint börnum sínum og
fylgst með því hvers konar efni þau sækja í
á netinu. Mikilvægt er að börnum sé kennt
að umgangast netið á gagnlegan og upp-
byggjandi hátt þannig að þau öðlist færni til
að komast hjá neikvæðri upplifun. Einnig er
brýnt að gera börnum grein fyrir því að efni
og myndir sem sett eru á netið getur hver
sem er skoðað og tekið afrit af og geymt eða
sent áfram, jafnvel löngu seinna. -dhe
Upplýsingar af vef Umboðsmanns barna. Tölvunotkun fylgja langar kyrrsetur sem ekki eru taldar heppilegar fyrir börn.
Lj
ós
m
yn
d/
G
et
ty
Im
ag
es
/N
or
di
cP
ho
to
s
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
með símanum þínum!
Snjalla
ri
innkaup
FRÍTT
FRÁ KRÓNUNNI
APP