Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 54

Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 54
miðasala á midi.is og í tjarnarbíói HORN Á HÖFÐI Salurinn veltist um af hlátri. Gaman!!! E.B. Fréttablaðið DV Sun. 6. okt. kl. 13.00 Sun. 20. okt. kl. 13.00 Sun. 27. okt. kl. 13.00 Sun. 27. okt. kl. 15.00 Fjölskyldusöngleikur eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson. Tónlist eftir Villa Naglbít. Barnasýning ársins 2010 GRÍMAN í Tjarnabíó Leikhústilboð fjórir miðar á 9900 kr. uppselt 13. september – 5. október 2013 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Íslensk bókmenntasaga IV. bindi HAllGRímuR HElGAsON  Salurinn Útgáfutónleikar frá Madríd Guðrún og Havier búa til ljóðaflokk úr enskum lögum í Salnum. „Ég segi sögu elskenda frá byrjun til enda og fer á milli þess að vera sögumaður, konan og maðurinn,“ segir söngkonan. g uðrún Jóhanna Ólafs-dóttir mezzósópran og gítarleikarinn Franc- isco Javier Jáuregui hafa búið í Madríd á Spáni undanfarin níu ár ásamt börnunum sínum tveimur. Þau eru nýbúin að gefa út hljómdiskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar á vegum útgáfufyrirtækisins EMEC Við vorum beðin um að taka ensku lögin upp en fengum að velja skosku þjóðlögin með á diskinn. Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui gáfu nýlega út geisladiskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar á Spáni. Á disknum syngur Guðrún enska og skoska ástarsöngva við undirleik eiginmannsins. Þau bregða sér til Íslands yfir helgina og ætla að kynna diskinn fyrir íslenskum áheyrendum í Salnum í Kópavogi á laugardaginn. Bresk rómantík við spænska gítartóna Discos. Þau eru komin til Ís- lands í nokkra daga og ætla að flytja tónlist af disknum í Salnum í Kópavogi á laugar- daginn. „Börnin ferðast oft með okkur á tónleikaferðum en verða eftir hjá ömmu sinni í Madríd í þetta skiptið,“ segir Guðrún enda um skottúr að ræða og þau fljúga aftur heim á mánudag. „Spænska útgáfufyrirtækið EMEC Discos bað okkur um að taka diskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar upp.“ Disk- urinn er sá fyrsti í þriggja diska röð sem EMEC ætlar að gefa út með þeim hjónum flytja tónlist frá fyrri hluta 19. aldar. Og þótt útgáfan sé spænsk verður þeim dreift á heimsvísu. „Við vorum beðin um að taka ensku lögin upp en fengum að velja skosku þjóðlögin með á diskinn. Þau eru mörg hver undurfögur og við mjög falleg ljóð, þar á meðal eftir skoska snilling- inn Robert Burns.“ Hjónin héldu útgáfutónleika í Manzanaeres-kastalanum fyrir utan Madríd en nú er komið að því að kynna hann á Íslandi. „Á disknum leikur Javier á Lacôte gítar frá 1840, sem við vorum með að láni, en nú er hann kominn með Stauf- fer hörpugítar í Vínarstíl í hendurnar. Sá er sérstakur að því leyti að í stað 6 strengja, er hann 8 strengja. Segja má að tveir strengir séu „loftstreng- ir“, bassastrengir sem gefa gítarnum hins vegar ennþá meiri dýpt og raddvídd.“ Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi hlutverk á borð við Öskubusku, Dorabellu, Ros- inu, Romeo og nú síðast fór hún með hlutverk Ingibjargar í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson sem frum- flutt var í Skálholti nú í ágúst. Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleik- ari og flytjandi kammertón- listar, víða í Evrópu, Banda- ríkjunum og Suð-Austur Asíu. Hjónin hafa unnið saman sem dúó í áratug og komið á þeim tíma fram á fjölda tónleika á ýmsum tónlistarhátíðum og sungið og leikið inn á geisla- diskana Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög og nú English and Scottish Roman- tic Songs for Voice and Guitar. „Næstu tónleikar okkar Javiers eru svo í London í október. Ég mun svo koma fram í nóvember á tónleikum í Madríd, Santiago de Compos- tela og Cádiz með kammer- sveitinni Sonor Ensemble, sem ég söng einmitt með á Listahátíð í Reykjavík í vor.“ Tónleikar Guðrúnar og Javiers verða í Salnum í Kópa- vogi á laugardaginn og hefjast klukkan 16. Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Dóri DNA lætur sig ekki muna um að taka þátt í nýrri talsetningu á Nýju lífi í stað Þorsteins Guðmundssonar. Marghamir grínistar Grínararnir Þorsteinn Guðmundsson og Dóri DNA virðast eiga sérstaklega auðvelt með að bregða sér hvor í annars líki og hafa síðustu vikur ítrekað víxlað hlutverkum. Dóri átti að dæma í Literary Death Match nýlega en forfallaðist og Þorsteinn brást snarlega við. Mið-Ísland hópurinn kom fram fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri viku síðar og aftur neyddist Dóri til að sitja hjá og Þorsteinn grínaðist í hans stað. Nú verður viðsnúningur á þar sem Þor- steinn getur ekki mætt til þess að taka þátt í nýrri, lifandi talsetningu á hinni fornfrægu gamanmynd Nýtt líf. Þorsteinn var bókaður á þessa ein- stöku sýningu sem verður annað kvöld en nú er ljóst að Dóri mun taka að sér að tala yfir Nýtt líf ásamt Sögu Garðars- dóttur og Ragnari Ísleifi Bragasyni. 54 menning Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.