Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 16
Útsalan er hafin Yfir 70 íslensk vörumerki á einum stað!ÚTSALA atmo.is | s. 552-3600 | Laugavegur 91 Næg bílastæði í bílahúsinu beint á móti atMO SkApAriNN · 20% HiLdur YeomAN · 10% Liber · 10% reY · 10-40% mArTA JóNSSoN · 30-60% HeLicopTer · 10% miNk · 10% GLiNG GLó · 20% bóAS · 40% SuNbird · 30% SciNTiLLA · 10% birNA · 30% HuGiNN muNiNN · 10-15% muNdi · 30% SápuSmiðJAN · 40% ÍriS · 20% Færið · 25% HeNdrikkA WAAGe · 30% GuST · 10-30% Go WiTH JAN · 30% birNA · 20-30% LÚkA · 20-40% HLÍN reYkdAL · 15% HANNA FeLTiNG · 20-30% poSTuLÍNA · 10% STáSS · 15% VÍk prJóNSdóTTir · 20% e-LAbeL · 30% eVA LÍN · 30% iGLó · 40% mér, komandi frá Íslandi, brá gífur- lega og ég gat einfaldlega ekki van- ist þessu. Við erum svo sannarlega heppin hér á Íslandi og það er meira sem þau eiga langt í land þarna niður frá,“ segir hún. „Hitt sem mér fannst merki- legast var svo hversu kátt og lífs- glatt fólkið í fátækari hlutanum gat verið. Það dansaði og söng og sparaði ekki brosið. Það sama átti við um fólkið í hrörlegu þorpunum sem ég heimsótti á ferðalaginu. Ég hugsa nú oft til þeirra þegar ég verð pirruð út af smámunum eða eftir að hafa kvartað yfir því að „eiga ekk- ert til að fara í“, með fataskápinn fullan af heilum fötum,“ segir hún. Himinsæll Parísarbúi Hugur Hönnu stendur til þess að starfa hjá alþjóðlegri stofnun í París, þar sem hún býr núna. Ás- geir Örn skrifaði undir samning við Paris Saint Germain síðastliðið vor ásamt öðrum Íslendingi, Róbert Gunnarssyni landsliðsmanni, og fluttu þau Hanna til Parísar í sumar. „Ásgeir var voða spenntur að segja mér frá því að honum hefði borist tilboð um að leika í París því hann vissi að París og Frakkland voru svolítið mitt,“ segir Hanna sem hafði tekið eitt ár af meistaranám- inu í lögfræði í París. Auk þess hafði hún unnið í Frakklandi nokk- ur sumur og talar því reiprennandi í frönsku. „Ég fékk hins vegar nett sjokk. Ég var orðin ófrísk, komin fimm mánuði á leið, og við vorum búin að koma okkur svo vel fyrir í Hannover. Mér fannst einhvern veginn óhugsandi að vera komin í pappakassa þegar barnið fæddist. Mér fannst líka erfitt að geta ekki séð mig fyrir mér heimili barnsins og ég þurfti því langan aðlögunar- tíma til að venjast hugmyndinni, þó ég sé himinsæll Parísarbúi í dag. Þetta kom Ásgeiri á óvart því hann hélt ég yrði svo glöð yfir því að flytja til Parísar,“ segir Hanna. En þannig er einmitt líf atvinnu- manna í íþróttum og fjölskyldna þeirra, eilíf aðlögun að nýjum stað. Hanna segist hafa tekið þann pólinn í hæðina að einsetja sér að aðlagast á hverjum stað eins og þau séu kom- in til að vera. „Við komum okkur upp fallegu heimili þótt maður þurfi svo að pakka því saman. Þannig er maður líka fljótari að koma sér fyrir á nýjum stað. Auðvitað verðum við bæði kát þegar við flytjum til Ís- lands að eiga þessa reynslu að baki, hún er ómetanleg“ segir hún. Þau eru sammála um að fram- tíðarheimili fjölskyldunnar sé á Íslandi og hefur Ásgeir Örn verið að undirbúa sig smám saman undir nýjan starfsferil að loknum hand- boltaferlinum og lauk prófi í við- skiptafræði frá Háskólanum á Bif- röst. „Ætli við komum ekki heim áður en Tumi byrjar í skóla,“ segir Hanna. „Annars veit maður aldrei.“ Vinahjónin í boltanum skilja okkur Hanna og Ásgeir hafa eignast vini fyrir lífstíð í öðrum pörum og hjónum í sömu stöðu og þau. „Við erum náttúrulega úr takti við flesta. Fólk skilur í raun ekkert hvað við erum að gera en við skiljum hvort annað. Félagarnir í handboltanum eyða fáránlega miklum tíma saman og eru því mjög nánir vinir og fyrir vikið höfum við konurnar orðið mjög góðar vinkonur. Ásgeir á til að mynda eftir að sakna Arnórs [Atlasonar] rosalega mikið á þessu móti því þeir eru mjög góðir vinir og hafa verið saman í herbergi í öllum ferðum landsliðsins, fyrst unglingalandsliðanna og svo A- landsliðsins, í 15 ár. Þeir gista því saman í herbergi og stundum rúmi í samtals heilan mánuð á ári,“ segir Hanna og hlær. Hanna og Ásgeir búa í 15. hverfi í París, rétt við Eiffel-turninn. Það er sama hverfi og Hanna bjó í þegar hún var í háskólanáminu í París og er hún því heimavön þar. „Það eru forréttindi að geta fengið að vera heima með barnið sitt eins lengi og maður vill,“ segir hún. „Ég ætla að njóta þess eins lengi og mér líður vel með það. Það er allt of mikill þrýstingur á konur að fara út að vinna eins fljótt og kostur er, bæði frá samfélaginu og svo frá okkur sjálfum. Þó svo að kvenfrelsisum- ræðan sé komin langt á veg á Ís- landi og jafnrétti meira þar en víða annars staðar þá finnst mér það oft koma niður á frelsi kvenna til þess að velja að vera heima. Það þykir ekkert sjálfsagt. Ég mun fara út að vinna, sennilega næsta haust, en er ekkert að stressa mig á því. Ég ætla að vera heima fyrst ég get það,“ segir hún. „Það eru auðvitað forréttindi að hafa tækifæri til að kynnast mis- munandi löndum og þjóðum, læra ný tungumál, eiga allan þennan tíma saman og hafa það gott. Því var alveg kominn tími á að slaka á og njóta þess því þegar við flytjum heim taka svo að öllum líkindum við 30 ár af venjulegri 9-5 vinnu,“ segir hún. Finnur fyrir fordómum Aðspurð segist Hanna alveg finna fyrir fordómum í garð eiginkvenna íþróttamanna, jafnt handbolta- sem fótboltamanna. „Ég finn alveg fyrir skilningsleysi á því hvað konurnar séu eiginlega að gera. En þær eru bara að reyna að láta þetta ganga rétt á meðan þessu stendur. Þetta eru flestallar hörkuduglegar stelpur sem þurfa að hafa meira fyrir því að finna leiðir til að sinna sínu eða ein- faldlega bíða með það. Ég er glöð að ég hafi hlustað á sjálfa mig og lokið við menntun. Það er bara ekki í mínum karakter að gera annað. Auðvitað er það ekki heldur hollt fyrir sambandið ef annar aðilinn bíður bara í tíu ár,“ segir hún. Breyttir tímar Það besta við starf atvinnuíþrótta- mannsins er hve mikið hann getur sinnt fjölskyldunni, að mati Hönnu. „Það er frábært fyrir Tuma hve mikinn tíma hann fær með pabba sínum og gaman að sjá Ásgeir blómstra í pabbahlutverkinu. Þessa ber að njóta og þakka fyrir. Það eru svo breyttir tímar hvað þetta varðar, pabbi minn vann til dæmis myrkranna á milli og ég tala nú ekki um afa mína. Amma hafði það einmitt á orði í jólaboðinu í ár, þegar hún fylgdist með Ásgeiri og tveimur frændum mínum sem einn- ig eru atvinnumenn, nostra við að gefa litlu börnunum grautinn sinn – „Sjá þessa ungu feður í dag! Þetta eru sko breyttir tímar!“,“ segir hún brosandi. „Ásgeir grínast með það að þegar handboltaferlinum lýkur munum við hafa hlutverkaskipti og ég verði stjörnulögfræðingur á Íslandi. Ég hef reyndar engan áhuga á því en jú, kannski fer hann í meira nám og ég verð fyrirvinnan. Það getur vel verið. Við horfum bara á það þegar að því kemur. Þetta er bara tímabil sem tekur enda sem við njótum á meðan er,“ segir Hanna Borg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Aðspurð segist Hanna alveg finna fyrir fordómum í garð eiginkvenna íþróttamanna, jafnt handbolta- sem fótboltamanna. „Ég finn alveg fyrir skilningsleysi á því hvað konurnar séu eiginlega að gera. En þær eru bara að reyna að láta þetta ganga rétt á meðan þessu stendur. Þetta eru flestallar hörkuduglegar stelpur sem þurfa að hafa meira fyrir því að finna leiðir til að sinna sínu eða einfaldlega bíða með það.“ Ljósmynd/Hari 16 viðtal Helgin 11.-13. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.