Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.01.2013, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 11.01.2013, Qupperneq 20
M ín tilfinning er sú að það eigi að knésetja mig, knýja mig til upp-gjafar. En ég ætla ekki að gefast upp,“ segir þingkonan Vigdís Hauksdóttir. Vigdís hefur ekki farið varhluta af netum- ræðunni svokölluðu, sem á það til að verða mjög persónuleg og rætin. Hún segir það hafa verið erfiðast við fráfall barnsföður síns að halda andlitinu. „Fólk áttar sig ekki á því að á bak við hverja manneskju er heimilislíf og tilfinningar.“ Erfiðast fjölskyldunni við fráfall barnsföður Á skrifstofu framsóknarmanna við Austur- stræti var vel tekið á móti blaðakonu, rjúk- andi kaffibolli beið og skilaboð frá Vigdísi, sem seinkaði um nokkrar mínútur. Við kom- una útskýrði Vigdís að þrátt fyrir að vera í nýársátaki hefði hún átt erfitt með að koma sér af stað árla morguns. „Ég er ennþá að ná upp rútínunni,“ segir hún og hlær. Vig- dís er manneskjuleg og tekur sjálfa sig ekki hátíðlega, hún er hlý, opin og beinskeytt. Af einhverjum ástæðum er hún þó einn um- talaðasti alþingismaður Íslendinga og all- ir virðast hafa á henni skoðun. Það virðist einnig vera lögmál netheima að gera lítið úr persónu hennar í athugasemdakerfum, í stað þess að gagnrýna hana málefnalega. Vigdís hefur sterkar og oft umdeildar skoð- anir sem hún hikar ekki við að bera á torg. Mörgum þykir hún íhaldssöm en hún segist aðeins reyna að vera fylgin og samkvæm sjálfri sér. Slíkt geti þó oft reynst henni erfitt í vinnuumhverfinu. Hún útskýrir að hún sé mikill stríðsmaður og reyni að láta mótbyr- inn sem minnst á sig fá. „Ég hef reynt að horfa á það þannig að auðvitað fylgi þetta starfinu upp að ein- hverju marki. Ég hef mikið sjálfstraust og þess vegna hef ég þann eiginleika að loka á þetta. Ég hef oft hugsað um það hvernig þingmennskan horfir við ungum konum, kannski með börn. Þær hljóta einhverjar að spyrja sig hvort að þetta sé þess virði. Ég átti spjall við nokkra þingmenn og þá voru málefni kvenna í pólitík rædd. Þar var þeirri spurningu velt upp hvers vegna svo margar efnilegar konur væru að hætta þing- mennsku, en okkur taldist til að þær væru sjö sem vitað er um. Það má nefnilega alveg velta því fyrir sér af hverju konur verði svona illa fyrir barðinu á netheimum.“ Hún nefnir sem dæmi kollega sinn, Lilju Mósesdóttur, sem hún segir að sé ein þeirra sem fái virki- lega að finna fyrir illu umtali, innan jafnt sem utan þings. „Þó ég sé tiltölulega ónæm orðin þá verður það sama ekki sagt um fólkið mitt. Ég bað börnin mín fyrir löngu að lesa ekki athuga- semdakerfin, því auðvitað hefur þetta áhrif á þau. Ég veit ekki hvort að fólk geri sér grein fyrir því að á bak við þingmenn, eða þann sem spjótin beinast að hverju sinni, standi fjölskylda, jafnvel börn. Ég má teljast heppin að mamma er gömul og ekki nettengd, því hún myndi aldrei þola þetta. Ég veit að hún hlustar stundum á útvarp Sögu og þar vell- ur oft upp úr flórnum um mig í beinni. Hún skilur ekki hvernig ég þoli þetta, í raun skil ég það ekki alveg sjálf.“ Tveggja barna móðir Vigdís Hauksdóttir er fædd á Selfossi árið 1965. Foreldrar hennar voru bændur og Vigdís menntaði sig í garðyrkju á yngri árum. Hún var fyrsti Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum og var kennari við blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún átti blómaverslun um árabil, eða þangað til hún ákvað að leggja fyrir sig lögfræði. Hún er með BS próf í viðskipta- lögfræði og lögfræðipróf frá Háskólanum á Bifröst, auk þess að hafa viðbótargráðu í skattarétti. „Menntun mín hefur oft verið dregin í efa í umræðunni og einnig trúverð- ugleiki skólans fyrir að hafa útskrifað mig. Vigdís Hauksdóttir segir að eineltishegðunin einskorðist ekki við net- miðlana, heldur nái hún inn í þinghúsið. Hún finni fyrir kerfisbundinni niður- lægingu. Ljósmynd/Hari Mikið hefur verið rætt um framkomu Íslendinga á vefmiðlum sem stundum er einstaklega orðljót og oft rætin í garð fólks í opinberri umræðu. Svo virðist sem ákveðnar konur geti sett allt á annan endann með því einu að tjá sig um málefni líðandi stundar. Framsóknarkonur sendu í fyrra frá sér ályktun þar sem hegðun nokkurra þekktra ein- staklinga, meðal annars Egils Helgasonar, í garð þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur var harðlega gagnrýnd. Þær vildu tengja sí- endurtekna hegðunina einelti. Fréttatíminn sótti Vigdísi heim á skrifstofur Framsóknar- flokksins þar sem hún ræddi um netmiðlana, áhrif ummælanna og krákurnar á þinginu. Það á að knésetja mig 20 viðtal Helgin 11.-13. janúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.