Fréttatíminn - 11.01.2013, Qupperneq 56
Pælingin
var að
búa til
risastóra
lífræna
klukku.
Leikið er með heilgrímur í Gaflaraleikhúsinu, án orða.
Frumsýning Hjartaspaðar í gaFlaraleikHúsinu
Leikrit án orða
Á laugardaginn frumsýna Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið
nýtt íslenskt leikrit sem heitir Hjartaspaðar. Samkvæmt til-
kynningu er um að ræða fyrsta íslenska verkið sem leikið
er með heilgrímum án orða í sýningu í fullri lengd. Verkið
fjallar um drephlægileg uppátæki eldri borgaranna á dvalar-
heimilinu Grafarbakka sem sanna svo rækilega að lífið er
ekki búið eftir áttrætt.
Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalarheimilinu um
nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í
fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og
fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á til-
veruna og drepa leiðindin þar sem öllum brögðum er beitt.
Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir en leikur
er í höndum Aldísar Davíðsdóttur, Orra Hugins Ágústssonar
og Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.
Verkið Stundarbrot er að sögn aðstandenda margþætt og telst á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Að verkinu stendur
hópurinn Sublimi sem leitast við að fara ótroðnar slóðir í leikhúsi.
leikHús nýtt íslenskt verk
g rundvallapælingin er að nota tækni í sambland við dans, á hátt sem ekki hefur verið gert áður,“ segir
Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leik-
stjóri Stundarbrots. Hann lagðist í mikla
rannsóknarvinnu á hugtakinu tími og stóð
sú rannsókn yfir í tvö ár. „Þetta eru mjög
heimspekilegar pælingar um tímann og
tilveru okkar innan hans. Niðurstöður
þessara pælinga reyndi ég svo að útfæra á
nýjan hátt. Það geri ég með að blanda sam-
an nútímatækni og dansi. En hver dansari
dansar eftir sinni eigin tölvu, sem er forrit-
uð eftir henni. Þær hafa hver um sig sína
hljóðrás í eyranu og eru því ekki að hlusta
á það sama og áhorfandinn. Þannig tekst
okkur að skapa ákveðið hreyfimynstur og
dansararnir dansa því mismunandi frasa.
Pælingin var að búa til risastóra lífræna
klukku. Allt er mjög tímasett og dansinn
dáleiðandi. Þannig á verkið að virka sem
hugleiðsla á áhorfandann,“ útskýrir Leifur
og bætir við að vegna dýptar viðfangsefn-
isins verði til mikið sjónarspil.
Leifur Þór hlaut mikið lof og Grímutil-
nefningu fyrir verk sitt Endurómun árið
2009. Verkið er samstarfsverkefni Borgar-
leikhússins og sviðslistahópsins Sublimi
en hópurinn er, að sögn Leifs, tiltölulega
nýstofnaður. „Við vinnum samkvæmt
stefnu um nýsköpun í leikhúsi. Verkin eru
mjög heimspekileg, minimalísk og sjón-
ræn, allt í bland. Við leitumst þannig við
að blanda saman aðferðum vísinda, lista
og heimspeki,“ segir Leifur. Athygli vekur
að nafn hópsins er fengið frá perúsku ís-
vörumerki. Vörumerki þetta er einungis
að finna í Andesfjöllunum þar sem hann er
seldur í kringum fornar rústir Inkanna.
Frumsýning Stundarbrots var á nýja
sviði Borgarleikhúss í gærkvöld. Aðrir
aðstandendur eru Lydia Grétarsdóttir
sem semur tónlist, Símon Birgisson sem
dramatúrg og dansarar eru þær Ásrún
Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimars-
dóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld
Árnadóttir.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson sem frumsýnt var á nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Verkið er, að sögn aðstandenda, margþætt og telst á mörkum vís-
inda, leikhúss og dans. Verkið er framsækið og notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleyman-
lega sjónræna upplifun fyrir áhorfendur. Umfjöllunarefni verksins er tíminn, en hópurinn lagðist
í mikla rannsóknarvinnu um tímann sem er afmyndaður með aðferðum leikhússins. Verkið er
samvinnuverkefni Borgarleikhússins og sviðslistahópsins Sublimi.
Verkið sem hugleiðsla
fyrir áhorfandann
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Mið 27/2 kl. 20:00
Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k
Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur í febrúar.
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00
Sun 20/1 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k
Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Gulleyjan –HHHH– AÞ, Fbl
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas.
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Aðeins sýnt út janúar! Athugið - stobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn
Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Lau 19/1 kl. 13:30 Sun 27/1 kl. 13:30
Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Lau 19/1 kl. 15:00 Sun 27/1 kl. 15:00
Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:30 Lau 2/2 kl. 13:30
Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 20/1 kl. 15:00 Lau 2/2 kl. 15:00
Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn Lau 26/1 kl. 13:30 Sun 3/2 kl. 13:30
Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas. Lau 26/1 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00
Sýningar á Akureyri
69%
... kvenna á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012
48 leikhús Helgin 11.-13. janúar 2013