Fréttatíminn - 11.01.2013, Blaðsíða 58
Myndlist sigtryggur Berg sigMarsson á faraldsfæti
Sýnir víða um Evrópu
Sigtryggur Berg Sigmarsson opnar einka-
sýninguna „Lebenskreise am See“ í Lindenau
galleríinu í Leipzig í kvöld. Þar sýnir Sig-
tryggur teikningar sem hann vann í Gent í
Belgíu þar sem hann dvaldist fyrir skömmu.
„Þetta er sambland af áhrifum frá borginni
sjálfri og tónlist sem ég var að vinna á sama
tíma. Á sýningunni verða líka textaverk á
þýsku eða orðaleikir sem ég vann á þýsku,
líkt og titillinn gefur til kynna,“ segir Sig-
tryggur.
Eftir sýninguna í Leipzig fer hann svo til
Vínarborgar þar sem hann tekur á móti nýrri
útgáfu bókverks sem hann vann með austur-
íska myndlistarmanninum Franz Graf. „Þetta
er sem sagt bókverk sem inniheldur tvo
geisladiska með tónlist eftir okkur báða og
dvd með myndefni sem Bawag Contemporary
Wien gefur út.“
Sigtryggur lætur ekki staðar numið í Vín
þar sem hann verður með gjörning 17 janúar í
Brussel. Gjörningurinn er, að sögn Sigtryggs,
unninn í samvinnu við belgíska myndlistar-
manninn Dennis Tyfuss en þeir hafa unnið
saman í gegnum tíðina, meðal annars að
bókverki með 200 teikningum frá árinu 2010
sem kom út í fyrra. Þeir félagar eru svo einnig
þátttakendur í samsýningu í febrúar í Gent
ásamt Kim Gordon, meðlimi hljómsveitar-
innar Sonic Youth, en Kim hefur verið að gera
það gott í myndlistarheiminum undanfarin
misseri.
Í mars ferðast hann svo um Þýskaland með
verk sem hann vann með hljóðlistamanninum
Steffan de Turck. „Í desember var ég að vinna
í hljóðstúdíói í Extrapool, sem er í Nijmegen,
Hollandi. Við Steffan frumfluttum efnið okkar
svo á sýningu í Nijmegen, með videoverki
eftir mig. Það vann ég á meðan ég var þar sem
gestalistamaður. Í mars förum við svo í stutta
ferð um Þýskaland með efnið og kynnum það
þar í Hamborg, Hannover, Berlín og víðar.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Myndlistar-
maðurinn
Sigtryggur Berg
Sigmarsson hefur verið
með annan fótinn utan landsteinanna og verið
virkur þátttakandi í myndlistarsenunni í Evrópu.
lára rúnars Kynjafræðin varpaði nýju ljósi á heiMinn
l ára er meira ögrandi en áður á nýju plötunni sinni og hún leyfir dekkri hliðum sínum að njóta sín. Hún fer heldur ekki troðnar slóðir þegar kemur að útgáfutón-
leikastaðnum þar sem hún ákvað að troða upp í risi Viðeyjar-
stofu.
„Það var bara annað hvort að bóka Faktorý eða gera eitt-
hvað aðeins öðruvísi,“ segir Lára sem í leit að tónleikastað
datt niður á Viðey. „Þótt þetta sé alveg ótrúlega stutt frá,
aðeins nokkrar mínútur með báti, þá er þetta einhver upplifun
í leiðinni.“ Viðeyjarferjan siglir frá Skarfabakka klukkan 19.30
fyrir matargesti og klukkan 20.30.
Í byrjun vikunnar komu íslenskar tónlistarkonur saman
og stofnuðu Félag íslenskra kvenna í tónlist. Þar situr Lára í
bráðabirgðastjórn og hyggst gefa kost á sér til stjórnarsetu á
Hafnar óraunverulegum fyrirmyndum
Augu Láru Rúnars opnuðust þegar hún byrjaði í kynjafræði og ætlar hún að nýta
námið á vettvangi Félags íslenskra kvenna í tónlist. Mynd/Kristín Pétursdóttir
Tónlistarkonan Lára Rúnars gaf út sína
fjórðu breiðskífu, Moment, fyrir jólin og
ætlar að halda útgáfutónleika í Viðey á
laugardagskvöld. Þar fyrir utan hefur
hún í nógu að snúast. Hún situr í bráða-
birgðastjórn nýstofnaðs félags íslenskra
kvenna í tónlist og vinnur að meistara-
verkefni sínu í kynjafræðum þar sem
hún ætlar að rannsaka stöðu íslenskra
kvenna í tónlist. En fyrst ætlar hún til
Taílands í brúðkaupsferð og slaka vel á.
aðalfundi í mars.
Lára segir tilgang félagsins meðal
annars að skapa jákvæða umræðu,
samstöðu og samstarfsvettvang
fyrir íslenskar tónlistarkonur. „Við
ætlum einnig að standa vörð um
hagsmuni tónlistarkvenna á Íslandi
og styrkja grasrót ungra tónlistar-
stúlkna.“
Félagið á að vera griðarstaður
og jákvæður vettvangur þar sem
hugmyndir fá að blómstra og skila
sér út í menningarlíf þjóðarinnar.
En til þess að geta gert það, þarf að
rannsaka þennan vettvang og hvaða
áhrif kyn kann að hafa á stöðu tón-
listarmanna. Ég ákvað því að bjóða
fram krafta mína og nýta masters-
ritgerðina mína í þessi málefni.“
Lára segir að eftir að hún byrjaði
í kynjafræðinni hafi augu hennar
opnast. „Í kynjafræðinni varð ég
í raun fyrir risastórri flóðbylgju
upplýsinga og sjónarhorna sem ég
vissi lítið af. Til að byrja með þurfti
ég tíma til að melta þetta, skoða og
kryfja en sé nú heiminn í nýju ljósi.“
Lára segir að áhugi sinn á mann-
réttindum og jöfnum rétti allra þjóð-
félagsþegna hafi drifið hana áfram
í námið. Einstaklingshyggjunni sé
gert of hátt undir höfði á litla Íslandi
og þá gleymist það sem mestu máli
skiptir. „Sem er fólk og réttur þess
til þess að lifa og þrífast sama hvaða
það heitir og hvaðan það kemur.“
Lára segir að vissulega teljist það
til forréttinda að vera kona á Íslandi
en þótt jafnrétti mælist einna mest á
Íslandi sé enn langt í land. „Birting-
armyndir misréttis eru margar, til
að mynda í grófum staðalmyndum
og birtingarmyndum af konum í
fjölmiðlum. Ofuráhersla á líkamann
og útlit. Ég vil ekki að dóttir mín
sé mötuð af þessum upplýsingum
og ég vil hvetja alla til þess að setja
spurningarmerki við þennan heim.
Tæknin hefur búið til óraunveruleg-
ar fyrirmyndir og sett konum mark-
mið sem ómögulegt er að ná.“
Þótt mörg járn séu í eldinum
ætlar Lára að gefa sér tíma til að
slaka vel á í byrjun febrúar en þá
fer hún ásamt eiginmanni sínum,
Arnari Þór Gíslasyni trommuleikara
í brúðkaupsferð til Taílands þar sem
þau ætla að kafa, klifra, synda og
slaka á.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
50 menning Helgin 11.-13. janúar 2013