Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 18.01.2013, Qupperneq 22
Þuríður Harpa Sigurðardóttir Fyrsta stofnfrumumeð- ferðin 2010 Vorið 2010 fór Ólöf með Rebekku í fyrstu stofnfrumu­ meðferðina af fimm sem hún hefur farið í til þessa. „Fóstur­ vísastofnfrumumeðferðin sem hér um ræðir er gerð á stofnun dr. Geetu Shroff í Nýju Delí á Indlandi. Dr. Geeta er kvensjúkdómalæknir sem vann við glasafrjóvganir og byrjaði að þróa stofnfrumu­ línur úr afgangs fósturvísum. Þessar stofnfumur eru síðan fjölfaldaðar eftir því sem mér hefur skilist á kynningar­ fundum sem hún heldur með sjúklingum og aðstandendum mánaðarlega, en þar hefur hún sagst nota stofnfrumur sem hún tók úr einum heilbrigðum fósturvísi sem hún ræktar á rannsóknarstofu sinni á Ind­ landi. Stofnfrumur úr fóstur­ vísum eru þess eðlis að þær geta breyst í hvaða frumugerð sem er, samkvæmt dr. Shroff,“ segir Ólöf. „Þessi fyrsta meðferð tók 10 vikur og framfarir urðu þó nokkrar þó þær stæðu engan veginn undir mínum væntingum, enda vonaðist ég helst eftir kraftaverki eftir eina eða tvær meðferðarlotur sem var alls óraunhæft. Dr. Geeta segir að þar sem þessar frumur séu teknar á frumstigi fósturs eigi þær eftir að þroskast í níu mánuði áður en þær ná því stigi sem þær eru á þegar börn fæðast, og þær þurfi því að læra það hlutverk sem þeim er ætlað og þess vegna er eðlilegt að vitrænar framfarir komu ekki fram fyrr en á síðasta ári,“ segir Ólöf. Framfarir urðu þó nógu miklar til að hún gat vart beðið eftir að fara með hana í næstu meðferð sem var þrem­ ur og hálfum mánuði síðar. „Það var aldrei spurning að halda áfram meðan við gætum staðið undir þessu fjárhagslega,“ segir hún. Þessi meðferð ein og sér dugar þó ekki til að ná góðum árangri heldur skiptir miklu máli hvað sjúklingurinn gerir milli með­ ferða, að sögn Ólafar. „Auðvitað vonaðist ég til að við fengjum viðunandi aðstoð við það í íslenska velferðarkerfinu, því í barnaskap mínum og trú minni á íslenska lækna, sem ég hélt einhverra hluta vegna að væru meðal þeirra allra bestu í heimi, taldi ég víst að þeir myndu fagna því að fá að fylgjast með fram­ förum dóttur minnar og geta þannig myndað sér skoðun á stofnfrumumeðferð sleggju­ dómalaust. Þar skjátlaðist mér hrapallega. Þeir læknar sem ég var í sambandi við varð­ andi endurhæfingu höfðu lítinn áhuga á mál­ inu og vildu helst ekkert af þessu vita, höfðu engan áhuga á að ræða þetta eða fylgjast með framvindunni.“ Neikvæðni íslenskra lækna „Það kom líka vel fram í þættinum „Stofn­ fruman og leyndardómar hennar“ sem var sýnd nú nýverið á RÚV. Þar mátti skilja að íslenskir læknar hefðu sammælst um að vera á móti því að fólk færi í slíkar meðferðir og það er alveg í samræmi við þá neikvæðni sem ég hef fundið, einkum hjá fagfólki á endur­ hæfingarstofnunum hérlendis. Ekki eru þó allir læknar í þróuðu ríkjunum svo neikvæðir. Ég veit til þess að einhverjir bandarískir og ástralskir læknar hafa kynnt sér stofnun dr. Geetu og þá meðferð sem hún veitir og hafa mælt með henni við sjúklinga sem þeir geta sjálfir ekki hjálpað.“ „Dóttir mín er nú búin að fara fimm sinnum í meðferð og hafa lífsgæði hennar batnað mjög mikið, svo mikið að ég er nánast orðin sannfærð um að hún geti náð því að lifa eðlilegu lífi ef okkur tekst að klára dæmið. Þar stendur þó hnífurinn í kúnni því íslenska velferðarkerfið vill ekkert af þessu vita né við­ urkenna að þetta sé hugsanlegur möguleiki og því fáum við enga styrki frá hinu opinbera til að standa undir þessu og kostnaðurinn er mikill, fyrst og fremst við meðferðina en líka ferðirnar og við þjálfun og meðferðir milli ferða eins og nauðsynlegt er ef góður árangur á að nást en auk sjúkraþjálfunar hefur Re­ bekka verið í pílates hjá Liisu Johansen sem hefur hjálpað henni mjög mikið,“ segir Ólöf. Sjálf segist Rebekka finna mun á sér frá því áður en hún hóf stofnfrumumeðferðirnar. „Ég er heilbrigðari og minnið er betra,“ segir hún. Móðir hennar tekur undir það. „Rebekka er farin að taka mun betur eftir umhverfinu og hugsun hennar er orðin skýrari og hún talar mun meira og skýrar en áður, jafnvægið hefur líka batnað mikið og ósjálfráðar hreyf­ ingar í höndum minnkað, til dæmis getur hún nú burstað í sér tennurnar sem var alveg von­ laust þar sem hún meiddi sig bara með tann­ burstanum þar til eftir fjórðu meðferð. Mark­ miðið er að hún geti orðið sjálfstæð og helst komist aftur í skóla. Við munum halda áfram að fara í þessar meðferðir svo lengi sem við höfum efni á því og við sjáum framfarir,“ segir Ólöf. Kostnaðurinn við ferðirnar og meðferðina er að mestu greiddur með tryggingafé sem Rebekka fékk í bætur vegna slyssins. Hver meðferðardvöl stendur yfir í fjórar vikur nema fyrsta meðferð. Meðan á meðferð stend­ ur fær Rebekka sprautur með tvenns konar stofnfrumum, annars vegar stofnfrumum sem sprautað er í vöðva kvölds og morgna alla daga vikunnar. Sú gerð á að styrkja líkamann almennt. Annarri gerð stofnfruma er sprautað í mænugöngin og hafa þær áhrif á heila­ og taugakerfið en þetta er gert tvisvar til þrisvar á þessum fjórum vikum og þá eru alltaf gefin sýklalyf með. Þegar hún fær svona sprautu eru alltaf sýnilegar framfarir. Auk þessa fær hún sjúkraþjálfun tvisvar á dag og iðjuþjálfun einu sinni á dag, að sögn Ólafar. Mikill munur á heilasneiðmynd Ólöf dregur fram tvær útprentanir af tölvu­ sneiðmyndum af heila Rebekku. Önnur myndaröðin var tekin áður en meðferð hófst og hin eftir síðustu meðferð. Ólöf útskýrir myndirnar og sýnir hvernig svörtu svæðin á myndunum hafa minnkað en þau sýna skemmdirnar sem eru í heila Rebekku. Mestu skemmdirnar eru í kringum heila­ stofninn, framheilinn hefur lagast mikið en enn eru talsverðar skemmdir þar sem hreyfi­ stöðvarnar eru í heilanum. Rannsóknir sem skila þessum myndum eru gerðar á spítala í Nýju­Delí sem er ótengdur stofnun Dr. Shroff. „Ég sýndi lækni Rebekku, Martin heitnum Grabovski, mynd­ irnar og meðfylgjandi skýrslu og staðfesti hann að þær væru teknar með sömu tækni og notuð er hér á landi. Martin mælti svo sem ekki með þessari meðferð en hann var þó áhugasamur og forvitinn um framvinduna,“ segir Ólöf. Rebekka hefur nú verið í meðferðum í tvö og hálft ár og stefna mæðgur á næstu ferð í vor en þær voru síðast á Indlandi í nóvember. „Þó svo að það sé ekki mikið sem hún getur gert alveg sjálf sem hún gat ekki áður hafa samt orðið svo miklar framfarir að ég leyfi mér að vona að hún geti dag einn lifað sjálf­ stæðu lífi og þurfi ekki að búa á stofnun,“ segir Ólöf. „Það er það sem ég vona að takist og helst að hún geti lært eitthvað.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þuríður Harpa Sigurðardóttir hefur farið fjórum sinnum í stofnfrumumeðferð til dr. Geeta Shroff en hún hlaut mænuskaða er hún féll af hestbaki og lamaðist frá brjósti og niður. Þuríður segist hafa fundið verulegar breytingar á færni sinni eftir fyrstu þrjár ferðirnar en enga eftir fjórðu ferðina. Hún getur gert hluti sem hún gat ekki áður en hún hóf stofnfrumu- meðferð og hefur farið það mikið fram í færni að hún getur nú lifað sjálfstæðu lífi, búið ein og séð um sig sjálf án aðstoðar. „Ég get svo sem ekki dæmt um það hvort framfarirnar eru vegna stofnfrumumeð- ferðarinnar eða hvort ég hefði getað náð þessari færni öðruvísi,“ segir Þuríður. „Þetta virkaði að minnsta kosti fyrir mig upp að vissu marki og ég er sannfærð um að ég væri ekki eins vel stödd í dag ef ég hefði ekki farið í þessar meðferðir,“ segir Þuríður. Hún getur í dag gengið í spelkum og skriðið á fjórum fótum, sem hún gat ekki áður en hún fór til Indlands. Hún segist hafa séð mun á börnum sem voru í meðferð á sama tíma og hún, sérstak- lega börnum sem höfðu hlotið fötlun vegna heilaskemmda einhverskonar. „Ég sá framför hjá ungum dreng sem var algjörlega sambandslaus við umheiminn þegar ég kom í fyrsta sinn til dr. Geetu en þegar ég sá hann í fjórðu ferð minni var hann farinn að veita umhverfinu athygli, brosa til fólks og ná augnsambandi við það,“ segir Þuríður. „Ég get ekki dæmt um þessa meðferð að öðru leyti en því að hún breytti heilmiklu fyrir mig,“ segir hún. Ég á meðferðaraðilum mínum í Delí heilmikið að þakka, þau stöppuðu í mig stálinu, jákvæð og hvetjandi, sannfærð um að ég færi heim í betra ástandi en þegar ég kom, sem varð reyndin í þrjú skipti af fjórum. Það að geta svo haldið áfram með æfingar og að þjálfa upp þá vöðva sem eru virkir, hér heima í endurhæfingu Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki og geta leitað til Grensás- deildar með eftirfylgni er ómetanlegt. Getur lifað sjálfstætt eftir stofnfrumumeðferð Fréttamaður á CNN, Drew Griffin, gerði heimildar- mynd um starfsemi dr. Geeta Shroff sem sýnd var á síðasta ári. Hann fylgdist með bandarískum foreldr- um fara með ungan son sinn í meðferð til dr. Shroff. Hann fékk að heimsækja læknastofuna og tók viðtal við dr. Shroff þar sem hann spyr hana hvort hún sé ekki svikari. Hún vísar því alfarið á bug og bendir á framfarir sjúklinga sinna máli sínu til sönnunar. Sérfræðingur CNN í læknavísindum bendir á að dr. Shroff hafi ekki gert neinar vísindalegar rannsóknir til að sýna fram á raunverulegan árangur af meðferð sinni. Þangað til hún geti sýnt fram á árangur með sannanlegum hætti sé ekki annað hægt en að setja spurningamerki við meðferðina. CNN var ekki leyft að fara inn í rannsóknarstofuna þar sem stofnfrumurnar eru ræktaðar og gat blaða- maðurinn með engum hætti, frekar en sjúklingar dr. Geeta, fengið sönnun á því að um raunverulegar stofnfrumur væri að ræða sem sprautað er í sjúk- lingana. Rebekka er farin að taka mun betur eftir um- hverfinu eftir stofnfrumumeðferðirnar fimm, að sögn móður hennar, og hugsun hennar er orðin skýrari og hún talar mun meira og skýrar en áður. „Jafnvægið hefur líka batnað mikið og ósjálfráðar hreyfingar í höndum minnkað,“ segir Ólöf. Ljósmynd/Hari Þuríður Harpa á Indlandi í einni meðferðinni. 22 viðtal Helgin 18.-20. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.