Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Side 34

Fréttatíminn - 18.01.2013, Side 34
34 bílar Helgin 18.-20. janúar 2013  ReynsluakstuR Mazda6 BeRnhaRd FjóRða kynslóð FjóRhjólaBíls SIMPLY CLEVER ŠKODA Citigo er frábær smábíll sem býr yfir öllum þeim kostum sem einkenna Škoda bifreiðar sem eru þekktar fyrir sparneytni og lága bilanatíðni. Komdu við hjá HEKLU eða söluumboðum um land allt og kynntu þér hinn frábæra ŠKODA Citigo. ŠKODA Citigo kostar aðeins kr. 1.950.000,- Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Nýr Honda CR-V var kynntur um síðustu helgi hjá í Bernhard í Vatnagörðum, umboðsaðila Honda, og umboðsaðilum um land allt. „Þetta er fjórða kynslóð CR-V sem hefur jafnframt verið einn af söluhæstu fjórhjóladrifs- bílum landsins í mörg ár. Bíllinn var hannaður sérstaklega með Evrópumarkað í huga og ýmsar athyglisverðar breytingar hafa verið gerðar. Ekki verður annað sagt en þær hafi tekist með mikl- um ágætum því nýr CR-V hefur verið hlaðinn verðlaunum,“ segir í tilkynningu umboðsins. „Umhverfisvænir þættir sem hafa ávallt prýtt CR-V hafa nú fengið enn meira vægi. Út- blástur koltvísýrings hefur verið takmarkaður enn frekar og eldsneytisnýting bætt. Nýr CR-V er umtalsvert rúmbetri en fyrirrennarar hans. Ný hönnun auðveldar umgengni til muna. Hægt er að fella saman aftursæti á einfaldan hátt og farangurs- rými er 148 lítrum rúmbetra en í eldri gerð. Aukið hefur verið við hljóðeinangrun í gólfi, í aftur- hurðum og í geymsluhólfum undir sætum og með því tekist að lækka vélar- og veghljóð um þrjú desibil. Bogadregnir hliðar- speglar auka mjög sjónsvið öku- mannsins og LED-dagljós eru nú bæði að framan og aftan sem eykur þægindi og öryggi um leið,“ segir enn fremur. Frá árinu 1995 hafa meira en fimm milljón CR-V bíla verði seldir um allan heim. Nýr Honda CR-V kynntur Umhverfisvænir þættir ... hafa nú fengið enn meira vægi. Útblástur koltvísýr- ings hefur verið takmark- aður enn frekar og elds- neytisnýting bætt Svaka fín Mazda McQueen V á, þetta er eins og kappaksturs-bíll!“ hrópaði tæplega fimm ára sonurinn upp þegar ég bauð honum að setjast upp í nýja Mözdu6 sem ég fékk til reynsluaksturs á dögun- um. Ég stóð við hliðina á honum og virti fyrir mér bílinn í því ljósi... kappaksturs- bíll... ekki alveg, en ég skildi hvað hann átti við. Grillið á bílnum og framhlutinn í raun allur er mjög fallega hannaður og minnir dálítið á vini sonarins úr Cars, sérstaklega Leiftur sjálfan. Hann varð að minnsta kosti afskaplega hrifinn. Og ég reyndar líka. Ég hef alltaf verið pínu veik fyrir Mözdum... foreldrar mínir áttu alltaf Mözdu og mér finnst Mazda pínu svona litli bróðirinn í bíla- bransanum. Mazda er engin Toyota... eða hvað? Nýir bílar í dag eru æðislegir. Þeir eru með alls kyns aukabúnað sem mann hefði ekki dreymt um fyrir sjö árum (síðast þegar ég keypti mér bíl). Þessi er með allt sem þarf, bakkskynjara, Bluetooth búnað með raddstýringu fyrir símann, USB tengi fyrir iPod og MP3 spilara, snertiskjá fyrir útvarp og síma, lykla- lausan startbúnað, öryggisút- búnað til að skynja bíl sem er í blinda blettinum (kviknar gult viðvörunarljós í hliðar- speglunum), regnskynj- ara í rúðuþurrkum og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé minnst á öryggis- búnaðinn, loftpúðar að framan og í hliðum sem og loftpúðatjöld til að verja gegn gler- brotum, alls kyns bremsuhjálpartæki (til dæmis svokallað borgaröryggi sem þýðir að ef bíllinn er á minna en 30 km hraða bremsar hann sjálfkrafa ef hann nálgast einhvern hlut, svo sem annan bíl eða vegg) og stöðugleikakerfi, klemmuvörn á rafdrifnum rúðum, loftþrýstimælir fyrir hjólbarða (gefur merki ef lekið hefur úr dekkjum). Það liggur við að ekki sé lengur þörf fyrir ökumanninn. Ég prófaði station-útgáfuna sem er náttúrulega málið fyrir barnmargar fjölskyldur. Mér reiknast til að ég komi að minnsta kosti 18 innkaupapokum fyrir í skottinu (ég fór á bílnum í Bónus og keypti inn í 9 poka sem tóku bara helminginn af skottinu) eða 9 inn- kaupapokum og barnavagni. Jafnvel eins og einu, litlu hjóli, sem er eigin- lega nauðsynlegt. Bíllinn var þægilegur í akstri, léttur í stýri og sæmilega kraftmikill. Hann er rúmgóður og fer ágætlega vel um tvö börn í barnastól í aftursætinu og einn ungling á milli þótt unglingurinn hefði gjarnan viljað ögn meira pláss. Foreldrarnir höfðu það gott í framsætinu og þótti fjölskyldu- föðurnum, sem er um 190 cm á hæð, gott fótapláss í farþegasæti (hann fékk ekki að keyra). Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Vá, þetta er eins og kapp- aksturs- bíll! Fimm ára syninum fannst nýja Mazda6 minna sig á kappakstursbíl úr myndinni Cars, sérstaklega aðalsöguhetjuna, Leiftur McQueen. Hægt er að koma 18 bónuspokum í skottið og búnaðurinn er fyrsta flokks. Helstu upplýsingar: Verð frá 4.390.000 Eyðsla: frá 3,9* Breidd 184cm *lítrar á hverja 100km í blönd- uðum akstri + Fallegur Sparneytinn Þægilegur í akstri Rúmgóður ÷ Sást ekki nógu vel út um glugga í aftursæti Fjórða kynslóð af fjórhjóladrifsbílnum Honda CR-V var kynnt á dögunum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.