Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 10
Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurdæmi Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu  Stjórnmál Þrettán próSent atkvæða féllu dauð Framsókn með 35 prósent þingsæta Þetta vilja flokkarnir gera Flokkur Fylgi í kosning- unum 2009 Fylgi í nýjustu könnun MMR Niðurfærsla lána Verðtrygging Húsnæðismál Evrópumál Björt framtíð Ekki til 12% Þar til stöðugri gjaldmiðill býðst verður að grípa til aðgerða til að taka á lánavanda heimila á grundvelli nákvæmrar greiningar Ekki er minnst á verðtryggingu í áherslumálum sem kynnt eru á heimasíðu flokksins. Ófrávíkjanlegt markmið að hér á landi komist á húsnæðislánamarkaður með lágum raunvöxtum til langs tíma. Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Framsóknar- flokkurinn 14,8% 29,5% Stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leið- rétt. Hafa lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Ekkert réttlæti að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána beri einir afleiðingar þess að lán stökkbreyttust í hruni Verðtrygging á neytendalánum verði afnumin. Tryggja þarf lánþega gagnvart of miklum sveiflum á vaxtastigi óverðtryggðra lána Lyklalög verði sett, fólk geti losnað undan hús- næðislánum með því að skila húsinu Hag lands og þjóðar best borgið utan ESB. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin 29,8% 12,5% Tryggja jafnan rétt til 110% leiðar hjá Íbúðalána- sjóði og hjá fólki með lánsveð. Mæta sérstaklega hópnum sem keypti 2005-2008. Vinna áfram að aðgerðum sem nýtast skuldsettum heimilum og fjöl- skyldum í greiðsluvanda. Tilbúin til málefnalegrar samræðu um raunsæjar lausnir. Með upptöku evru í fyllingu tímans munu vextir lækka og verðtrygging hverfa Landsmönnum bjóðist sambærilegir kostir og á hinum Norðurlöndunum. Efla leigumarkað og færa leigjendum húsnæðisbætur sem jafnast á við vaxtabætur. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggir á fullri aðild að ESB, til að tryggja fullveldi þjóðarinnar og hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja. Engir hnökrar verði á samningsferlinu. Þjóðin á kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til sam- þykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðis- flokkurinn 23,7% 24,4% Þeir sem greiða af húsnæðislánum fái skattaafslátt sem verður notaður til að greiða niður höfuðstól. 20% lægri höfuðstóll meðalíbúðaláns á næstu árum með skattaafslætti og skattfrjálsum séreignar- sparnaði. Allir eigi kost á sambærilegum óverðtryggðum lánum og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum Fyrstu íbúðarkaupin verði gerð auðveldari með skattalegum sparnaði. Allir eigi kost á sambærilegum óverðtryggðum lánum og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum Hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB en innan - þjóðin taki ákvörðun um aðildarvið- ræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu. VG 21,7% 8,7% Beita sér enn frekar fyrir að taka á vanda þess hóps sem tók húsnæðislán á árunum 2005 til 2008. Hafna því kerfi sem býr að baki verðtryggðum lánum eins og þau er á Íslandi í dag. Mikilvægt að skoða verðtrygginguna og hugmyndir um 2% vaxtaþak á hana. Óverðtryggð lán verði í boði hjá Íbúðalánasjóði á félagslegum grunni Endurskoða þarf íslenska húsnæðiskerfið til framtíðar. Leiguhúsnæði verði raunverulegur og öruggur valkostur fyrir fjölskyldufólk. Sér- staklega ber að líta til húsnæðissamvinnufélaga Íslandi best borgið utan ESB en vilja ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, til dæmis 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðna Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur fengju 40 þingmenn samanlagt og hefðu því öfl- ugan meirihluta í ríkisstjórn ef úrslit alþingis- kosninga verða í samræmi við niðurstöður skoðanakönn- unar MMR sem birtist í vikunni. Framsóknar- flokkurinn gæti einnig myndað ríkisstjórn með Samfylkingu og Bjartri fram- tíð. 13 prósent atkvæða féllu dauð vegna fjölda smá- framboða sem ekki ná manni á þing. m iðað við niðurstöður skoðanakönnunar MMR má gera ráð fyrir að um 13 pró-sent atkvæða kjósenda falli niður dauð því flokkur þarf 5% atkvæða til þess að ná manni á þing. Einungis fimm stærstu flokkarnir, fjórflokkur- inn svokallaði auk Bjartrar framtíðar, fá nægt fylgi til að ná manni á þing. Þingmennirnir 63 munu því skiptast niður á þá fimm flokka miðað við fylgi þeirra. Samkvæmt útreikningum Svanborgar Sigmarsdóttur stjórnmálafræðings myndi Fram- sóknarflokkurinn fá 22 þingmenn (35%), Sjálfstæð- isflokkurinn 18 (29%), Samfylking 9 (14%), Björt framtíð 8 (13%) og Vinsti-græn 6 (9%). Framsóknarflokkurinn gæti því myndað meir- hluta með Sjálfstæðisflokki annars vegar og hins vegar með Samfylkingu og Bjartri framtíð. Fyrri samsetningin skilaði ríkisstjórn 40 þingmönnum en síðari 39. Framsóknarflokkurinn er langstærsti flokkur landsins miðað við þessa skoðanakönnun en Sjálf- stæðisflokkurinn virðist ekki vera búinn að leysa sín vandamál,” segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. “Framsókn virðist vera að vinna fylgi frá öllum flokkum en Samfylkingin er eitthvað að ná jafn- vægi, ef hægt er að tala um jafnvægi á þessum botni sem flokkurinn er,” segir hann. „Samkvæmt þessu er auðveldast fyrir Fram- sóknarflokk og Sjálfstæðisflokk að mynda stjórn en það gæti verið erfitt sálrænt séð,“ segir Gunnar Helgi. „Sérstaklega ef Framsóknarflokkurinn verður stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og myndi þar af leiðandi gera kröfu á forsætisráðherrastól- inn. Bjarni Benediktsson á ekki mikla framtíð í pólitík ef hann verður ekki forsætisráðherra og því Fylgi Fjöldi þingmanna Hlutfall þingmanna Framsóknarflokkurinn 29,5% 22 35% Sjálfstæðisflokkurinn 24,4% 18 29% Samfylking 12,5% 9 14% Björt framtíð 12,0% 8 13% Vinstri-græn 8,7% 6 9% Niðurstöður um fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR 26. mars 2013 er erfitt fyrir hann að gefa það eftir,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að reynslan sýni að málefnalegur ágreiningur komi sjaldnast í veg fyrir stjórnar- myndun flokka. „Stabíll meirihluti ræður frekar um stjórnarmyndun enda eru íslenskir flokkar almennt taldir mjög stjórnsæknir,“ bendir hann á. „Flokkarnir eru flestir með einhver göt í öllum málefnum, sem gefur þeim sveigjanleika ef til stjórnarmyndunarviðræðna kemur,“ segir Gunnar Helgi. „Stjórnmál á Íslandi eru list hins mögulega,“ segir hann. Mögulegt stjórnamunstur 1 Framsóknarflokkur 22 þingmenn Sjálfstæðisflokkur 18 þingmenn Samtals 40 þingmenn Mögulegt stjórnamunstur 2 Framsóknarflokkur 22 þingmenn Samfylking 9 þingmenn Björt framtíð 8 þingmenn Samtals 39 þingmenn Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 10 fréttaskýring Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.