Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 15
5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. Náðu 5 stjörnu formi Úr rannsóknarskýrslunni arssonar. Albert Klahn Skaftason sat 87 daga í gæsluvarðhaldi. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir aðild að dauða Guðmundar Einarssonar. Ósamræmi vegna þekkingar- leysis á málunum „Það er mjög áberandi við fram- burði sakborninganna í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálunum hversu mikið ósamræmi var á milli þeirra og hversu oft og mikið þau breyttu framburði sínum. Það er greinilegt að rannsakendurnir túlkuðu þetta misræmi sem mótþróa og vísvit- andi tilraunir sakborninganna til að flækja málin," segir í skýrslu rann- sóknanefndarinnar. „Það er eins og rannsakendurnir hafi ekki litið á aðra möguleika en sekt sakborninganna. Mun líklegra er að ósamræmið hafi stafað af þekkingarleysi sakborn- inganna á málunum og að þeir hafi hvergi komið þar nálægt." Hafið yfir skynsamlegan vafa  Niðurstöður sálfræðimats Gísla H. Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðs- sonar eru að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir fimm ungmennanna, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið óáreiðan- legir en að framburður eins þeirra, Guðjóns Skarphéðinssonar, hafi verið falskur. Fram kom í sjónvarpsviðtali við Gísla H. Guðjónsson, að lengra væri gengið í ályktun um framburð Guðjóns en hinna þar sem hann hélt nákvæmar dagbækur meðan hann sat í gæslu- varðhaldi og því er unnt að styðja ályktunina betri gögnum en hvað hina varðar.  „Síðastliðin 30 ár hafa margar rannsóknir farið fram í tengslum við falskar játningar, sem hafa sýnt fram á að falskar játningar eru mun algengari en lengi var talið og varpað ljósi á hvernig þær koma til. Þegar DNA rannsóknir voru kynntar til sögunnar á níunda áratugnum varð auðveldara að komast að sakleysi þeirra sem sögðust hafa gefið falska játningu, en þann 26. febrúar 2013 höfðu 302 dómar verið ógiltir vegna DNA prófa í Bandaríkj- unum frá árinu 1989. Vísindagrunnurinn á bak við falskar játningar nú orðinn töluverður og hefur hann haft áhrif á dómaframkvæmd á alþjóðavísu" Erfitt að draga framburð til baka  „Þegar litið er á hvernig staðið var að gæsluvarð- haldi sakborninganna í þessum tveimur málum er greinilegt að það hefur verið mjög erfitt fyrir þau að draga framburð sinn til baka við yfirheyrslur hjá lögreglu eða fyrir dómi og þegar þau drógu til baka var hvorki tekið mark á þeim hjá rannsakendum né fyrir dómi" Óáreiðanlegir framburðir  „Ósamræmið á milli sakborninganna í þessum tveimur málum, sem voru stöðugt að breyta fram- burði sínum, og skortur á áþreifanlegum stað- festingum, s.s. að aldrei var unnt að finna út hvar lík mannanna tveggja eru niðurkomin, styrkir mat höfunda þessa kafla á því að framburðir sakborn- inganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru fullkomlega óáreiðanlegir. viðtal 15 Helgin 28. mars-1. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.