Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 30
Háskólagáttin á Bifröst veitir aðgang að háskóla- námi. Hún er rétta byrjunin fyrir þá sem eru að hefja nám eftir hlé og hafa ekki lokið stúdentsprófi. haskolagatt.bifrost.is Í gamla daga var vinnandi fólk sjaldnast með háskólapróf. Það er ekki þannig lengur. Innritunargjald er 89.000,- fyrir skólaárið 2013-14. Lánshæft nám. Engin skólagjöld! 433-3000 bifrost@bifrost.is Íslensk/suður-afrísku hjálparsamtökin Enza empowering women voru stofnuð af Ruth Gylfadóttur árið 2008. Starfsemi samtakanna fer fram í Mbkweni fátækrahverfinu, 50 km norður af Höfðaborg í Suður Afríku. Nafn sam- takanna; „Enza“, hefur jákvæða tilvísun og merkir að framkvæma eða gera á Zulu og Xhosa, sem er móðurmál meirihluta landsmanna. Enza er með starfandi stjórnir á Ís- landi, í Suður-Afríku og í Bretlandi. Athygli vekur að ekki eru þegin laun fyrir stjórnarsetu og hefur Ruth því helgað líf sitt hjálparstarfinu. R uth Gylfadóttir flutti til Suður Afríku fyrir 7 árum ásamt fjölskyldu sinni og hefur síðan varið öllum sínum tíma í sam-tökin Enza. Hún bjó fyrst þar sem barn og svo aftur sem ung kona þar sem hún fór að vinna sem sjálfboðaliði í þágu ófrískra kvenna, sem vegna vanefna gefa börn sín til ættleiðingar til Vestur- landa. Þaðan segir hún að fræinu hafi verið sáð fyrir Enza samtökin sem hún stofnaði árið 2005. Samtökin stækka við sig ár hvert og hafa hlotið heimsathygli fyrir vinnu sína. „Oft hefur konunum verið nauðgað og þær geta ekki framfleytt sér og barni eftir fæðinguna,“ segir Ruth en Suður-Afríka er eitt það land þar sem flestar nauðganir eiga sér stað í heiminum. Sagt er að stúlku eða konu sé nauðgað í landinu á 17 sekúndna fresti. Þessar stúlkur og konur sem verða barnshafandi vegna nauðg- unar eru oftar en ekki gerðar ábyrgar bæði fyrir nauðguninni og þunguninni og þeim gert erfitt fyrir og þær sjá sér ekki fært að sjá sjálfum sér og barni farborða. Börnin eru ættleidd til Vesturlanda þar sem nýju foreldrarnir gera sér sjaldnast grein fyrir því úr hvernig aðstæðum börnin koma. Ruth segir það ríkt í fólki að réttlæta ættleiðingarnar með þeirri hugsun að börnin hafi verið yfirgefin einhverstaðar. Það sé hins- vegar ekki algengt, en um 400 hvítvoðungar fundust á víðavangi í Hjálpar konum að fóta sig í miðju fátækrahverfi Ruth Gylfadóttir er stofnandi hjálparsamtakanna Enza. Þar er markmiðið að hjálpa konum í fátækrahverfi í Suður Afríku að fóta sig innan samfélagsins með menntun og þjálfun. Allt er nýtt. Stúlkurnar eru í kjólum sem konurnar á námskeiðum Enza sauma úr gömlum flugstjóraskyrtum frá Íslandi. Sniðið gerði Ruth sjálf. Skyrtukjólarnir eru svo seldir á mörkuðum. Haldin er vegleg útskriftarveisla fyrir hvern hóp. „Þá er oft mikið grátið og hlegið til skiptis,“ útskýrir Ruth. 30 viðtal Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.