Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 42
Helgin 28. mars–1. apríl 201342 ferðir
Städel safnið var nýlega valið
besta safn Þýskalands.
Ferðalög Hugmyndir Fyrir Heimsókn til FrankFurt
Tveir góðir dagar
í Frankfurt
Lífið snýst
ekki bara um
peninga í fjár-
málamiðstöð
Þýskalands
líkt og Kristján
Sigurjónsson
komst að í ferð
sinni til borgar-
innar nýverið.
Hér er tillaga að
dagskrá fyrir þá
sem vilja kynn-
ast Frankfurt
á af slappandi
hátt.
Dagur 1
Morgunkaffi
Byrjum bæjarröltið á Brot und seine
Freunde (Kornmarkt 5), litlu kaffihúsi og
bakarí í miðbænum.
Að ná áttum
Lyftan upp á efstu hæð Main turnsins nær
80 kílómetra hraða og er því örskotsstund
upp á útsýnispallinn á 56. hæð. Þaðan sést
vel yfir alla borgina.
Sérverslanir
Það er forvitnilegt að skoða allan
lúxusvarninginn í búðargluggunum við
Goethestrasse en í götunum í kring eru
sérverslanir með hóflegri verðlagninu. Að
búðaferð lokinni er tilvalið að setjast niður
hjá Meyer eða Ebert við Große Bockenhei-
mer Straße og fá sér hádegismat.
Gamli hlutinn
Römerberg er miðpunktur gamla bæjarins.
Húsin við torgið líta út fyrir að vera margra
alda gömul en flest eru eftirlíkingar því
þar var allt í rúst eftir seinna stríð. Barinn
hans Hans Wertheym slapp best allra og
þar er kjörið að fá sér öl fyrir eða eftir
stutta skoðunarferð um þennan hluta
borgarinnar.
Alþjóðlegur kvöldmatur
Valið stendur á milli hins ameríska M-
Steakhouse (Feuerbachstrasse 11) og Ivory
Club (Taunusanlage 15) sem er austur-
lenskur matsölustaðar í finni kantinum.
Hér borgar sig að panta borð en stuttur
spölur er á milli staðanna.
Lyftubarinn
Rétt við Ivory Club er 22nd Lounge (Neue
Mainzer Straße 66) sem er tilvalinn fyir þá
sem vilja gott hanastél og horfa á upplýst
háhýsi. Ennþá skemmtilegra er að fara upp
á svalir Flaming hótelsins (Eschenheimer
Tor 2) því þar gengur lyftan upp og niður
án þess að stoppa. Þú verður því að hoppa
um borð í lobbíinu og út á áttundu hæð.
Dagur 2
Frühstück
Það er hátt til lofts og vítt til veggja
á Café Karin (Grosser Hirschgraben
28). Hér fjölmenna íbúar borgarinnar
um helgar og gefa sér góðan tíma í
morgunverkin; borða, lesa og spjalla.
Brauðkarfa með áleggi og safa (7,8
evrur) er ágætis byrjun á deginum.
Sigling á Main
Alls kyns bátar sigla upp og niður Main
fljótið. Á heila og hálfa tímanum leggja
bátar í 50 og 100 mínútna siglingar
eftir fljótinu frá Eisener Steg (frá 8,4
evrum). Tíu mínútur frá Café Karin.
Safnastígurinn
Þegar gengið er frá borði er farið yfir
eina af brúnum yfir á suðurbakkann.
Þar standa söfnin í röðum. Städel
(12 evrur inn) var nýverið valið besta
safn Þýskalands og þar er kjörið að fá
sér hádegissnarl áður en verkin eru
skoðuð. Þeir áhugasömustu geta eytt
löngum tíma hér en það er líka auðvelt
að velja úr. Meðal annarra safna við
götuna má nefna Arkitektasafnið og
Liebieghaus.
Búðarölt fyrir lokun
Að jafnaði versla um hálf milljón
manna í búðunum og vöruhúsunum
við Zeil, vinsælustu verslunargötu
borgarinnar. Þar er að finna útibú frá
H&M og fleiri risum.
Kvöldmatur að hætti
heimamanna
Eplavín og græn kryddsósa spila stóra
rullu á veitingastöðum sem sérhæfa
sig í klassískri Frankfurt-matargerð.
Wagner (Schweizer Strasse 71) er
akkúrat staðurinn til að prófa þessa
tvennu. Þar sitja heimamenn og
ferðamenn hlið við hlið á bekkjum við
löng borð. Það borgar sig að gera boð
á undan sér.
Kristján Sigurjónsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Kristján Sigurjónsson heldur úti
ferðavefnum Túristi.is.
Römerberg er
miðpunktur
gamla bæjarins.
Húsin við torgið
líta út fyrir að
vera margra alda
gömul en flest eru
eftirlíkingar því
þar var allt í rúst
eftir seinna stríð.
Gaman er að skoða borgina í báts-
siglingu á fljótinu Main.
Þórður Björn Sigurðsson
1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður
Saman getum við
tryggt þjóðinni
nýja stjórnarskrá
og lýðræðis-
umbætur
Ferðir við allra hæfi
Skráðu þig inn – drífðu þig út
www.fi.is
Ferðafélag Íslands