Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 14
Það fór mikil auka orka í að sýna öðrum að við værum gott fólk, að við værum engir glæpa- menn Síðast sást til Guðmundar Einars- sonar aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði. Lýst var eftir Guðmundi í fjölmiðlum og björgunarsveitir og lögregla leituðu hans án árangurs. Leit var hætt 3. febrúar. Guðmund- ur var 19 ára. Þann 21. nóvember sama ár var lögreglu í Keflavík tilkynnt um hvarf Geirfinns Einarssonar, 32 ára. Hann hafði farið að heiman seint að kvöldi tveimur dögum fyrr. Talið var að hann hafi verið á leið á stefnumót við óþekktan mann á veitingastaðnum Hafnarbúðinni í Njarðvík. Lík Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Í skýrslunni segir að aldrei hafi tekist að stað- festa hvort þeir voru myrtir og þá hvar of af hverjum. Þeir þekktust ekkert, svo vitað sé, og eiga það eitt sameiginlegt að sami hópur ung- menna var síðar dæmdur fyrir að hafa valdið hvarfi þeirra og dauða. Í 615 daga í einangrun Sævar Marinó Ciesielski sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálun- um í 1533 daga, þar af var hann vist- aður 615 daga í einangrun í Síðu- múlafangelsi, eða frá 12. desember 1975 til 22. febrúar 1980. Hann var ákærður fyrir manndráp, með því að eiga þátt í dauða Guðmundar Ein- arssonar og Geirfinns Einarsson- ar. Að auki var hann ákærður fyrir þjófnað, skjalafals og fjársvik auk neyslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Sævar hlaut með dómi sakadóms Reykjavíkur ævilanga fangelsisvist, en Hæstiréttur dæmdi hann í 17 ára fangelsi 22. febrúar 1980. Kristján Viðar Viðarsson sat í gæsluvarðhaldi í 1522 daga. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild að dauða Guðmundar og Geirfinns. Erla Bolladóttir sat 239 daga í gæslu- varðhaldi. Hún var dæmd í 3ja ára fangelsi í Hæstarétti. Tryggvi Rún- ar Leifsson sat í varðahldi í 1.522 daga. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir aðild að dauða Guð- mundar. Guðjón Skarphéðinsson sat í 1202 daga í gæsluvarðhaldi. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir aðild að dauða Geirfinns Ein- þess hver faðir hans er. „Þeir sem kynntust pabba stóðu með honum. Það kom mér á óvart hversu margir hafa gefið sig tal við mig sem hafa kynnst pabba. Ég undraðist það þó ekki hve mikla virðingu þeir báru fyrir honum, “ segir hann. Þeir eru stoltir, dreng- irnir, af baráttumanninum föður sínum. Hafþór segist vera líkur honum, hann hafi einnig mikla ástríðu fyrir mann- réttindamálum. Hann er 23ja ára gamall og stundar nú háskólanám í lögfræði. „Mér finnst lögfræðin áhugaverð, hún hefur það hlutverk að skýra rétt og réttindi fólks. Saga föður míns getur útskýrt þann brennandi áhuga sem ég hef á mannréttindahugtakinu og -hug- sjóninni, þýðingu og mikilvægi þess að grundvallarmannréttindi séu virt.“ Þórdís eignaðist tvo syni með Sævari, Hafþór og Sigurþór, sem er 22ja ára. Hún segist vissulega hafa fundið fyrir umtali um fjölskylduna sína og að jafn- vel hafi hún heyrt gesti nágranna sinna pískra um þau. Hún leit alltaf á fjöl- skyldu sína sem venjulega fjölskyldu sem vildi lifa í friði og sátt við sam- félagið. „Það fór mikil auka orka í að sýna öðrum að við værum gott fólk, í að mæta fyrirframgefnum hugmyndum fólks og leyfa því að átta sig á því að við vildum öðrum vel. Það var að sama skapi sterk tilfinning þegar umhverfið breytti viðhorfi sínu og fólk tók afstöðu með málstað Sævars,“ segir Þórdís. Aldrei frjáls Enginn vildi ráða Sævar í vinnu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Hann fór því af stað með sjálfstæðan rekstur við að leggja og pússa parket. Þeir sem gáfu honum tækifæri til að vinna fyrir sig voru ánægðir með störf hans. „Þetta gat líka verið erfitt og hann var oft dapur,“ segir Sóley sem keyrði hann yfirleitt á staðinn því hann var ekki með bíl- próf. „Fólk svaraði auglýsingunni hans og bókaði hann í verkefni. Þegar hann mætti á staðinn og fólk sá hver hann var, hættu sumir við. Auðvitað fannst honum þetta ömurlegt. Hann var aldrei frjáls maður þó svo hann hafi afplánað dóm sinn. Hann var áfram dæmdur af samfélaginu,“ segir hún. Fjölskyldur þeirra Sóleyjar og Þórdís- ar voru alltaf mjög nánar, enda gátu þær leitað til hvorrar annarrar vegna þeirrar einstöku stöðu sem þær voru í, að hafa verið lífsförunautar Sævars Ciesielski og hafa eignast með honum tvo börn hvor. Fimmta barnið eignaðist Sævar með Erlu Bolladóttur. Þær Sóley og Þórdís segja hann hafa verið mjög húslegan og góðan fjölskylduföður. Hafþór segir pabba sinn hafa haft gaman af því að breyta til: „Stundum þegar ég kom heim úr skólanum á Hjónagörðunum, eða síð- ar þegar ég heimsótti pabba og Brynju, var búið að færa sófa og húsgögn og allt önnur íbúð komin í ljós. Mér fannst það alltaf mjög spennandi, sérstaklega ef með fylgdi ilmur af nýbökuðu brauði. Hann bakaði ótrúlega góð brauð". Hann langar að deila lítilli sögu sem hann segir lýsandi fyrir Sævar. „Þegar  SkýrSla rannSóknarnefndarinnar um hvarf Guðmundar einarSSonar oG GeirfinnS einarSSonar Aldrei tekist að staðfesta hvort þeir voru myrtir og af hverjum Frá blaðamannafundi innanríkisráðherra þar sem niðurstaða skýrslu rannsóknar- nefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin var kynnt. Sævar með yngstu börnin sín tvö, Lilju Rún og Vitor Blæ. Sævar með syni sína, Sigurþór, Hafþór og Victor. Framhald á næstu opnu Fjögur af fimm börnum Sævars, f.v. Sigurþór, Lilja Rún, Victor Blær og Hafþór. Mæður þeirra voru alla tíð mjög nánar, enda gátu þær leitað til hovrrar annarrar vegna þeirrar einstöku stöðu sem þær voru í, að hafa eignast börn með Sævari Ciesielski. 14 viðtal Helgin 28. mars-1. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.