Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 32
Grunnurinn
Fullorðinn karlmaður þarf að eiga að minnsta kosti þrjú pör af skóm til
að nota dags daglega. Auðvitað ætti hver og einn að eiga miklu fleiri
pör en grunnurinn skiptir mestu máli. Sæmilega fína leðurskór, þó ekki
lakkskó, hvunndagsleðurskó sem mega gjarnan ná aðeins
hærra upp á ökklann, t.d. létta skóarhöggstrampara, og
svo sportlega skó – annað hvort úr leðri eða striga. Marg-
litir og léttir hlaupaskór falla þó ekki undir skilgrein-
inguna sportlegir skór. Það eru íþróttaskór til
þess að nota í íþróttum eða ef tærnar eru að
detta af vegna mikils labbs í útlöndum. En
þá á líka að finna fyrir svolítilli skömm.
Litir
Bara eitt par má vera svart. Yfirleitt er það fínasta parið. Vanda-
málið við svartan er þó að svartur fer í rauninni bara vel við
meira svart og kannski gráan. Þannig að ef svört jakka-
föt eða gallabuxur í svörtu eru ekki uppistaðan í
fataskápnum ætti helst enginn skór í skápnum að
vera svartur. Við bláleitar gallabuxur eða chinos
ætti brúnn eða rauðbrúnn að verða fyrir val-
inu. Jafnvel grænn. Þar koma sportlegu skórnir
gjarnan sterkir inn. Gjarnan hvítir eða í lit. En
satt best að segja á að nota þá sparlega og helst bara
á vorin og sumrin. Muna líka aðal regluna: Alls enga göngugreining-
arskó – passa það. Við kakíbuxur, sem oftast eru jú ljósbrúnar, er líka
skemmtilegast að nota brúna eða jafnvel leðurskó í lit. En passa að enda
ekki eins og listhlaupari á skautum. Það er að liturinn á skónum sé nán-
ast sá sami og liturinn á buxunum. Þá er skárra að sporta svörtum.
Stíllinn
Þegar velja á skó er líka gott að staldra aðeins við. Þeir líta jú ekki allir
eins út og eru búnir til í mismunandi tilgangi. Botninn er úr mismun-
andi efni og svo eru það auðvitað litirnir. Buxnasnið hafa líka mikil áhrif
á hvaða skór henta best. Oft er gott að hugsa að andstæður dragast
saman. Þannig að ef skálmarnar eru víðar er best að skórinn sé í nettara
lagi. Of víðar og síðar buxur eru reyndar önnur döpur saga karl-
mennskunnar sem verður ekki sögð hér. Miðað
við grunnpörin þrjú þá stjórnar meðalhófið líkt
og yfirleitt. Veljum ekki skó með of grófum
botni. Táin á ekki að vera bollulaga en eng-
ar gulrótatær heldur. Gjarnan milliháir
og halda sig frá of miklum grodda
án þess að enda í lakkskóm
þó. Var svo búið að minn-
ast á hlaupa- og göngu-
greiningarskó? Þeir eru
bannaðir!
Skórnir skapa manninn
Það að hugsa vel um fæturna á sér snýst um meira en að þurrka bara á milli tánna þegar
komið er úr sturtu. Því það sem við bjóðum tánum upp á er yfirleitt meira ofbeldi en
aðrir líkamshlutar þurfa að þola. Andlegt ekki síður líkamlegt. Tánum er svo gott sem
aldrei hleypt út undir bert loft. Sem er kannski ekki svo slæmt því þær eru líka einn allra
ljótasti hluti líkamans. Krumpaðar og einhvernveginn allar úr hlutföllum. Svo er yfirleitt
fýla af þeim. Því skellum við þessum syðstu öngum líkamans yfirleitt bæði í sokka og skó
sem ýtir að sjálfsögðu undir táfýluna. Hugsum svo ekki meira um fæturna það sem eftir
lifir dags. En í því felst jú vandamálið, sérstaklega hjá körlunum. Þeir eiga það nefnilega
til að geyma fæturna í sömu ljótu skónum mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
Smá flúr á fínu skóna er einstaklega vel til fundið. Svona lagað eins og á
þessum kallast á ensku wingtips. Þeir sem lengra eru komnir í skókaup-
unum splæsa að sjálfsögðu í tvo tóna. Svo ekki sé talað um golf- eða
keiluskó. Þá er það nú bara glæpur að tvítóna ekki.
Hlaupa og göngugreiningarskór eru bannaðir – í það minnsta kosti svona hvunn-
dags. Sé hins vegar áhugi fyrir því að líta sportlega út eru Chuck Taylor All
Star skórnir gömlu góðu sérdeilis gott val. Reglan er nokkurnveginn
þessi: Ef hægt er að ímynda sér Sean Connery circa 1962
uppbúinn í stuttum buxum, þröngum bol og viðkomandi skó. Þá
eru þeir í lagi.
Það er hægt að finna nettari útgáfur af öllum skóm. En
gott par af háum karlmannlegum skóm er nauðsynlegt að
sjálfsögðu. Ef höggva á niður mikið magn trjáa er um að gera að
fá sér stóra bróður annars dugar sá nettari yfirleitt betur til
bæjarferða.
Bátaskór eins og þessir eru sumarskór par exelans.
Muna bara að fara niður í Nauthólsvík og sletta á þá
aðeins af söltum sjó. Svona rétt til að fá bátalúkkið ekta. Sokkar eru
eiginlega ekki í boði með þeim þessum. Bátaskór skulu því alltaf
vera í það minnsta fjórða par hússins.
Haraldur
Jónasson
hari@
frettatiminn.is
Te
ik
ni
ng
ar
/H
ar
i
www.worldclass.is
FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ HEFJAST 8. APRÍL
SKRÁNING Í FULLUM GANGI!
32 heimur karlmennskunnar Helgin 28 mars.-1. apríl 2010