Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 60
 Í takt við tÍmann Rakel Dögg BRagaDóttiR Brunaði framhjá jeppakörlunum í óveðrinu á Suzuki Swift Rakel Dögg Bragadóttir er 26 ára handboltastelpa úr Garðabæ. Hún er hagfræðingur að mennt og stundar meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum meðfram vinnu hjá Félagi atvinnurekenda. Rakel er heilluð af stjörnufræði en er ekki liðtæk í eldhúsinu. Staðalbúnaður Ég er nýkomin frá Bandaríkjunum þannig að fataskápurinn er fullur af fötum úr Urban Outfitters, Forever 21 og auðvitað H&M. Þegar ég ferðast um Norðurlöndin kíki ég líka í Monki en ég versla ekki mikið á Íslandi. Nema skó, ég á þó nokkur pör af Vagabond-skóm sem ég hef keypt hér. Fatastíllinn minn er voðalega venjulegur held ég, stelpulegur. Ég er nokk- uð snyrtilega klædd í vinnunni, í þröngum buxum og skyrtum. En svo finnst mér gaman að fara í eitthvað fínna og geri það annað slagið. Hugbúnaður Mér finnst voða gaman að kíkja út og hitta vini mína og annað fólk en ég er ekki mikið í „hardcore“ djammi. Ég vil fara á staði þar sem ég get sest niður með vinum og fengið drykk og rætt málin. Uppá- haldsstaðirnir eru Kaldi bar, Ölstofan og Næsti bar. Ég er þannig týpa. Auk æfinganna með Stjörnunni fer ég á aukaæfingar í World Class í Laugum einu sinni eða tvisvar í viku. Ég bý í miðbænum og geri mikið af því að rölta niðureftir og fara á kaffihús. Ég fer yfirleitt í Eymundsson á Skólavörðustíg, þar er besta kaffið og það er gaman að grípa bók eða tímarit með sér. Við kærastinn erum að reyna að finna okkur sjón- varpsþátt til að horfa á en það gengur hægt, sá síðasti var Homeland. Og ég man varla hvenær ég fór síðast í bíó. Mér finnst hins vegar mjög gaman að horfa á fræðsluþætti og heimildarmyndir því ég er rosa heilluð af stjörnufræði og vísindum. Rakel Dögg er landsliðskona í handbolta og annar eigenda Hand- knattleiksakademíunnar. Hún fer laumulega með nördinn í sér og horfir á fræðsluþætti um vísindi. Ljósmynd/Hari Vélbúnaður Ég á iPhone 5 og Macbook Pro og kann svona semi-mikið á þetta en er enginn sérfræðingur. Ég nota símann samt fáránlega mikið. Þar er ég með allan tölvupóst, fyrir vinnuna, skólann og handboltann og auðvitað Facebook og Instagram. Svo fletti ég ótrúlegustu hlutum upp, núorðið verður maður bara að vera nettengdur alltaf og allstaðar. Aukabúnaður Ég keyri um á Stjörnubíl, skærbláum og fallegum Suzuki Swift. Hann fer allt í snjó. Ég hló í óveðrinu um daginn þegar jepparnir voru fastir í sköflum en brunaði bara framhjá. Og það á sumardekkjum! Áhuga- mál mín eru flestallar íþróttir, ég hef gaman af því að lesa, vísindi, eðlisfræði og stjörnufræði, og öll útivist. Ég hef gaman af því að ganga á fjöll en ég er engin öfgamanneskja í þeim efnum. Í fyrra- sumar ferðaðist ég svolítið um Ísland, fór á Mývatn, Ásbyrgi og fleiri staði og var gapandi allan tímann. Ég hafði ferðast þarna með mömmu og pabba sem barn en þarna fór ég í fyrsta sinn á fullorðinsaldri og gjörsamlega heillaðist af öllu. Í sumar ætla ég svo að fara á Vestfirði. Ég nota snyrtivörur á hverjum degi og því kom sér það vel að fara í Mac-búð- ina í New York um daginn. Svo nota ég Lancome mask- ara. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega dugleg við að elda. Það er því oft freistandi að kaupa mat þegar maður er að drepast úr hungri eftir æfingu. En ég fer líka í mat til mömmu og pabba og kærastinn minn er rosa duglegur í eldhúsinu. Ég nýt góðs af því. Losar þig við dauðahúðögur og gerir fæturna silkimjúka eir aðeins eitt skipti. Einfalt, árangursríkt og áreynslulaust Eiki Helgason keppir á AK Extreme í byrjun næsta mánaðar.  SnjóBRetti ak extReme á akuReyRi Vegleg snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri Mikið fjör verður í miðbæ Akureyrar þegar snjóbrettamenn hertaka bæinn. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 4. – 7. apríl á Akureyri. Hátíðin fer bæði fram í Hlíðar- fjalli og í miðbænum. Hápunktur AK Extreme verð- ur gámastökkskeppni í gilinu á laugardagskvöldinu en þar keppa 25 bestu snjóbrettamenn landsins sín í milli. Bræðurnir Halldór og Eiki Helgasynir verða meðal keppenda en þeir hafa getið sér gott orð í grein- inni úti í heimi. Fjölbreytt tónleikadagskrá verður á Græna hattinum þar sem fram koma Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Últra Mega Technobandið Stefán og fleiri. Miðasala á tónleikaviðburðina fer fram á Miði.is og kostar þriggja daga armband 3.000 krónur. Ókeypis er að fylgjast með snjóbrettaviðburðunum. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu hátíðar- innar. 60 dægurmál Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.