Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Side 4

Fréttatíminn - 08.11.2013, Side 4
GæðaBÍLSTÓLaR fyRiR BöRnin ReykjavÍk, Bíldshöfða 9, kÓpavoGuR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HafnaRfjöRðuR, Dalshrauni 17 ReykjaneSBæR, Krossmóa 4, SeLfoSS, Hrísmýri 7 akuReyRi, Furuvöllum 15, eGiLSSTaðiR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 verðlaunaðir marg- Barna- Bílstólar Veldu gæði og öryggi fyrir þig og þína Táknmálstúlkun á Óvitunum Þjóðleikhúsið býður heyrnarlausum og heyrnarskertum á öllum aldri að njóta sýningar leikhússins á Óvitum eftir Guð- rúnu Helgadóttur, með táknmálstúlkun. Sérstök sýning verður næsta sunnudag með táknmálstúlkun í samstarfi við Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra. Táknmálstúlkunin fer þannig fram að tveir túlkar eru hvor sínum megin við sviðið og túlka sýninguna jafnóðum. Sýningin hentar þó öllum og Þjóðleikhúsið bauð til dæmis nýlega upp á táknmálstúlk- un á sýninguna Dýrin í Hálsaskógi og nutu allir sýningarinnar. Sýningin Óvitar hefur fengið mjög góðar viðtökur en í verkinu er hlutunum snúið á hvolf þar sem börnin fæðast stór og minnka með aldrinum. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NorðausTaN 3-8 m/s og bjarT eN líTils- háTTar él um laNdið ausTaNverT. FrosT. höFuðborgarsvæðið: HæGviðri oG léTTSkýjað. hæg ausTlæg áTT og léTTskýjað og TalsverT FrosT. höFuðborgarsvæðið: auSTlæG áTT oG léTTSkýjað framan af. a-læg áTT, hvassviðri eða sTormur um kvöldið og Talsverð úrkoma. höFuðborgarsvæðið: auSTan STrekk- inGur oG riGninG eða SlyDDa. vetrarveður – hríðarveð- ur norðantil á sunnudag. Helgin byrjar vel með hæglætis veðri um allt land. á morgun sækir að landinu lægð úr suðri, hún dýpar hratt og Sa-áttin fer heldur vaxandi Sv-lands seint á morgun. austanátt eykst svo á sunnudag, hvassviðri með rigningu eða slyddu S-lands síðdegis en norðanátt og stórhríð n-lands um kvöldið. -1 -3 -4 -3 -1 -1 -4 -6 -7 -2 0 -3 -6 -7 1 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is lyuba kharitonova segir að nauðsynlegt sé að auka meðvitund um sam- félagslega ábyrgð hjá íslenskum fyrirtækjum. Ljósmynd/Hari  samFélagsábyrgð verðlaun veitt í Fyrsta skipti á íslandi Auka þarf vitund um samfélagslega ábyrgð opið er fyrir tilnefningar á einstaklingum sem hafa verið að vinna í málum sem tengjast sam- félagslegri ábyrgð eða CSr „corporate social responsibility“ í því fyrirtæki sem þeir vinna hjá. Gott viðskiptasiðferði, umhverfismál, öryggismál og mannréttindamál eru dæmi um lykilatriði í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. J CI Ísland vinnur að því að því að fá fyrirtæki sem eru að vinna í samfélagslegri ábyrgð til að taka þátt og ræða um sín verkefni til að vekja með- vitund og skilning á málefninu. Verkefnið byrjaði með það takmark í huga að auka meðvitund um grundvall- arhugsun og meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar og þær breytingar er hægt að gera,“ segir Lyuba Kharito- nova sem starfar í markaðsrannsóknum hjá tölvuleika- fyrirtækinu CCP og er meðlimur í JCI Ísland. JCI Ísland eru alþjóðleg samtök sem stuðla að því að vekja meðvitund og skilning á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja eða „corporate social responsibility“ og vinnur að verkefninu „The Creative Young Entrepre- neur Award“ (CYEA) sem verður haldið í fyrsta skiptið nú í lok nóvember og verður árlegur viðburður. Segir Lyuba að það að fyrirtæki hafi stefnu í sam- félagslegri ábyrgð þurfi ekki að fela í sér að fyrirtæki leggi til beina fjármuni í verkefni heldur sé hægt að taka þátt með ýmsum hætti. Segir hún gott viðskipta- siðferði, áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, heilsu, öryggismál, og mannréttindamál vera lykilat- riði í samfélagslegri ábyrgð. „Nú er búið að opna fyrir tilnefningar á þeim einstak- lingum sem hafa verið að vinna í samfélagslegri ábyrgð innan sinna fyrirtækja. Þetta í fyrsta skipti sem svona verðlaun verða veitt á Íslandi en lokað verður fyrir til- nefningar í lok mánaðarins,“ segir Lyuba. Verkefnið hóf göngu sína á þessu ári því að menn skynjuðu að það vantaði þekkingu á hugtakinu og talið var að íslensk fyrirtæki væru ekki meðvituð eða virk í þessum efnum. „Það eru margir sem vita ekki hvað samfélagsleg ábyrgð snýst um og halda að það feli í sér kostnað og fjárfestingar á meðan aðrir telja að það feli í sér viða- mikla þátttöku í góðgerðarmálum og haldi þess vegna að þeir geti ekki tekið þátt, en það er misskilningur,“ segir Lyuba. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir að sam- kvæmt lögum um Matís grundvallist starfsemi félags- ins á samfélagslegri ábyrgð sem stuðli að aukinni verð- mætasköpun í matvælaiðnaði, bættu matvælaöryggi og lýðheilsu. „Ef maður á að taka dæmi um sérstök verk- efni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð þá haldast lýð- heilsa og bætt mataræði alveg í hendur og við höfum auðvitað lagt mjög mikið á okkur í tengslum við kaup á tækjum til þess að mæla varnarefni í ávöxtum og grænmeti. Við verðum að vera í stakk búin til að geta mælt hvaða efni eru í matnum sem við borðum,“ segir Sveinn. Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá fyrir- tækinu Skema, segir að fyrirtækið sé samfélagslegt í grunninn því starfsmenn vinni að því að efla tækni- menntun í landinu og bæði með því að halda námskeið sjálfir með því og að aðstoða skóla og sveitarfélög við að efla tæknimenntun innan skólakerfisins. „Á námskeiðunum fáum við mikið af börnum sem hefur gengið illa að fóta sig í skólakerfinu. Þeim hefur gengið vel á námskeiðunum hjá okkur og við höfum fengið fjöldann af þakkarpóstum og símtölum frá foreldrum því að velgengnin hefur svo smitast yfir í skólana,“ segir Þórunn. Telur hún að almennt geti stjórnendur fyrirtækja horft á sína kjarnastarfsemi og í fyrsta lagi skoðað hvaða áhrif hún hefur á umhverfi þeirra og samfélag og þá hvort hægt sé að nýta kjarnastarfsem- ina með einhverjum hætti til að vera góð fyrirmynd og taka þátt í samfélagsverkefnum. Hægt sé að leggja til þekkingu eins og beina fjármuni. maría elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Hagvaxtarhorfur betri Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum á miðvikudaginn að halda vöxtum bankans óbreyttum. Daglánavextir verða 7,00%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 6,00%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,75% og innlánsvextir 5,00%. Samkvæmt þjóðhagsspá Seðlabankans eru horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en bankinn spáði í ágúst, eða 2,3%, en næstu tvö árin er gert ráð fyrir svipuðum vexti og áður, að því er fram kemur hjá bankanum. Batinn á vinnumarkaði heldur áfram af auknum krafti. eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný. viðskiptakjör Íslands hafa versnað á undanförnum misserum og hefur það sett þrýsting á gengi krónunnar. Óvissa vegna kjarasamninga ræður þó mestu. „Í spá Seðlabankans er sem fyrr gert ráð fyrir launahækkunum í kjarasamningum sem eru umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu og er þá byggt á sögulegri reynslu. verði launahækkanir í samræmi við spána er líklegt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu, sérstaklega ef slakinn í þjóðarbúskapnum heldur áfram að minnka.“ -jh áhyggjur af verðbólgu ný könnun Capacent fyrir Samtök atvinnu- lífsins sýnir að 67,4% landsmanna hafa miklar áhyggjur af verðbólgunni, 10,5% hafa litlar áhyggjur en 22% segja að verðbólgan valdi þeim hvorki miklum né litlum áhyggjum. áhyggjur fólks af verðbólgu hafa vaxið frá árinu 2005 þegar Samtök atvinnulífsins gerðu sambærilega könnun en þá höfðu 54% landsmanna miklar áhyggjur af verðbólgunni. -jh 4 fréttir Helgin 8.-10. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.