Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 10
Einn ger- endanna var aðeins fjórtán ára og því ósak- hæfur.  Dómsmál Ekki Eru nEin DæmigErð viðbrögð við nauðgun Í flestum málum þar sem sakfellt er í Hæstarétti fyrir nauðgun á unglingsstúlku er gerand-inn ókunnugur. Aðeins í 23% málanna hefur unglingsstúlkan þekkt gerandann vel, en í öðrum tilvikum lítið og jafnvel ekkert. „Ég held að líkurnar á að lögð sé fram kæra þegar gerandi er ókunnugur séu meiri, en því meira sem fólk þekkist því minni eru líkur á kæru. Í þeim tilvikum eru þolendur líka frekar í þeirri stöðu að kenna sjálfum sér um, að þeir hafi gefið röng skilaboð og sitja uppi með mikla skömm og sektarkennd,“ segir Svala Ísfeld Ólafs- dóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Á nýafstöðnu Jafnréttisþingi kynnti hún niður- stöður óbirtrar rannsóknar sinnar á hæstaréttar- dómum þegar um er að ræða nauðganir á unglings- stúlkum. Rannsóknin tekur til allra uppkveðinna dóma frá stofnum réttarins árið 1920 og til 1. ágúst 2013. Rannsóknartímabilið spannar því tæpa öld en fyrstu dómar þar sem sakfellt var fyrir nauðgun á unglingsstúlku féllu á sjöunda áratugnum, eða þrír dómar. Næstu tvo áratugina þar á eftir féll einn sakfellingardómur á hvorum áratug. Mikil breyting varð á árunum 1990-1999 þegar 10 sakfellingar- dómar féllu, 12 á áratugnum þar á eftir og tveir hafa fallið á áratugnum sem er að líða, alls 29 dómar. Svala hefur áður birt viðamiklar rannsóknir á hæstaréttardómum á kynferðisbrotum gegn börn- um; þar sem kynferðisbrot eru framin í blóðtengsla- sambandi, kynferðisbrot gegn aðila sem gerandi á að annast og ber ábyrgð á, og svo þar sem gerandi er hvorki blóðtengdur né umönnunaraðili og brota- þoli er undir kynferðislegum lögaldri. Sá aldur var 14 ár til ársins 2007 þegar hann var hækkaður í 15 ár. „Þegar ég var búin að tína út alla þá dóma, þar sem ákært hafði verið fyrir þau ákvæði kynferðis- brotakafla hegningarlaganna sem eru sérákvæði til verndar börnum, var enn eftir bunki af dómum. Í ljós kom að þetta voru dómar þar sem ákært hafði verið fyrir nauðgun og þolandinn var unglings- stúlka,“ segir Svala. Mjög algengt var að stúlkurnar bæru áverka, oftast kynfærum, sem voru staðreyndir af lækni. „Í þessum málum er langoftast kært strax. Sýnilegir áverkar bera vott um ofbeldi og auðvelda sönnun. „Það er allt annar veruleiki heldur en þegar við skoðum kynferðisbrot gegn börnum þegar kært er jafnvel árum eða áratugum seinna. Það vakti raunar athygli mína í hversu mörgum tilvikum grófu ofbeldi var beitt en aðeins í einu máli var einnig sakfellt fyrir alvarlegt ofbeldi,“ segir Svala. Það var í svonefndu Þverholtsmáli frá árinu 1983 þegar full- orðinn karlmaður keyrði grjóthnullung ítrekað í höfuð 15 ára stúlku svo hún missti meðvitund, stakk skrúfjárni víðs vegar um líkama hennar, meðal annars í augu hennar og brenndi kynfæri hennar með kveikjara. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi og var það þyngsti dómurinn. „Eitt sem ég komst líka að er að í þessum 29 málum brugðust stúlkurnar við á margvíslegan og ólíkan hátt og segja fyrstu viðbrögð því ekki endi- lega neitt um alvarleika verknaðarins. Í einu málinu er ráðist á 15 ára gamla blaðburðarstúlku sem að morgni dags var að bera út Morgunblaðið. Drukk- inn 21 árs maður ræðst á hana og nauðgar henni í anddyri fjölbýlishúss. Stúlkan kláraði að bera út Moggann áður en hún fór heim og sagði mömmu sinni hvað hafði gerst. Viðbrögð þolenda geta stutt við rannsóknina en þau eru síður en svo alltaf eftir fyrirfram gefnum hugmyndum okkar hinna og segja ekkert til um brotið. Það eru engin dæmigerð viðbrögð við nauðgun,“ segir Svala. Aldursmunur geranda og þolanda er mun minni þegar kemur að nauðgunum á unglingsstúlkum en þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum. „Oftast virðast þessar stúlkur vera í aðstæðum með jafnöldrum sínum eða aðeins eldri strákum þó einnig séu dæmi um að menn, sem eru nógu gamlir til að vera feður þeirra, lokki þær á afvikinn stað þar sem þeir nauðga þeim. Mesti aldursmunurinn var 33 ár. Í því máli þröngvar 49 ára karlmaður 16 ára stúlku til samræðis í hlöðu við hesthús á landareign hans. Hann hafði ekið með hana þangað til að bjóða henni í reiðtúr eins og hann hafði gert nokkrum sinnum áður.“ Stúlkan sagðist hafa litið á þennan mann sem vin sinn. Svala segir það hafa komið sér á óvart hversu stór hluti gerenda voru börn, eða tæpur þriðjungur. Í fimm málum voru gerendur fleiri en einn. Flestir voru gerendur fimm saman. „Í máli frá 1992 var 16 ára piltur sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára gamalli stúlku á heimili hennar á meðan hinir fjórir, á aldr- inum 14-16 ára, héldu henni og handléku kynfæri sín. Þrír þeirra voru sakfelldir fyrir hlutdeild í nauðgunarbrotinu og auk þess fyrir blygðunarsem- isbrot. Einn gerendanna var aðeins fjórtán ára og því ósakhæfur. Þessir strákar fengu 15-18 mánaða fangelsisdóm. Miðað við hvað þeir voru ungir eru þetta þungir dómar sem sýnir hvað dómurinn leit þessa hópnauðgun alvarlegum augum. Þetta voru bara skólastrákar, þetta gerðist um hábjartan dag og engin ölvun til staðar.“ Ölvun var annars til staðar í meirihluta tilvika, tæp 70% gerenda voru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og helmingur þolenda. Þar af voru 3 stúlkur rænulausar vegna áfengisneyslu þegar þeim var nauðgað. Annað sem einkenndi brotin er að karlmenn voru alltaf gerendur, játn- ingar voru fágætar og gæsluvarðhaldi var sjaldan beitt þrátt fyrir neitun geranda. Yfirleitt var hér- aðsdómur fjölskipaður vegna erfiðs sönnunarmats og Hæstiréttur var einhuga í sakarmati í öllum málum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Frá stofnun Hæstaréttar hafa fallið 29 dómar þar sem sakfellt er fyrir nauðgun unglingsstúlku. Í meirihluta málanna er gerandi ókunnugur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Algengt er að stúlkurnar beri áverka og í tæpum þriðjungi mála eru gerendurnir á barnsaldri. Svala segir að ekki séu til nein dæmigerð viðbrögð við nauðgun. Þriðjungur nauðgara stúlkna er á barnsaldri Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, rannsakaði allar sakfellingar í Hæstarétti vegna nauðgana á unglingsstúlkum. Nauðgararnir voru oft jafnaldrar stúlknanna eða litlu eldri og tæp 70% gerenda voru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. NordicPhotos/Getty Sambýlismaður 1 Frændi 1 Bílstjóri hjá ferðaþjónustu fatlaðra 1 Faðir vinkonu 1 Skólabróðir 1 Nágranni 2 Vinur 1 Kunningi 12 Kynntust nokkrum klst. fyrir brot 8 Ókunnugur 3 Bláókunnugur 4 Tengsl geranda og þolanda Í Tölum Gerendur Börn 29% Fullorðnir 71% TenGsl Geranda oG þolanda Þekktust 23% Þekktust ekkert 20% Þekktust lítið sem ekkert 57% 10 fréttir Helgin 8.-10. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.