Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 29

Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 29
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 26 68 A-Class - bíll ársins 2013 Framúrskarandi hönnun, hrein meistarasmíð. Hjartsláttur nýrrar kynslóðar. Mercedes-Benz A-Class var valinn Bíll ársins 2013 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Við tökum undir það. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz A180, CDI dísil, beinskiptur 6 gíra, verð frá 4.790.000 kr. ekki. Auk þess þarf PET-CT til þess að gefa mörg nýjustu krabbameins- lyfin. Erum á úreltum síðutogurum „Ég líki stundum spítalanum við stórútgerð. Stórútgerð gerir út mörg skip, frystitogara, og skuttog- ara svo eitthvað sé nefnt. Þannig má líkja krabbameinsdeildinni við skip og annað skip er hjartadeildin. Við erum hins vegar að gera út úrelt skip eða síðutogara með forneskjulegan tækjabúnað á meðan samkeppnis- löndin eru með fullkomnustu skut- togara og tækjabúnað. Þegar svo er þá fara góðir læknar á betri sjúkra- hús, rétt eins og góðir skipstjórn- armenn myndu ekki sætta sig við úreltan síðutogara og lélegan tækja- búnað. Þessu verða ráðamenn að átta sig á, við verðum að búa til há- skólasjúkrahús sem gerir umhverf- ið það aðlaðandi að unga fólkið vilji koma heim,“ segir Helgi. Aðspurður segir hann aðbúnað sjúklinga þokkalegan. Göngu-, dag- og legudeild krabbameinsdeildar- innar er í hjarta gamla spítalans. „Legudeildin var endurnýjuð árið 1996 og þótti þá mjög fín en hún þykir það ekki í dag,“ segir hann. Einungis eru tvö einbýli á 15 rúma deild. Fundarherbergi er oft sem legurými en þar er enginn opnanleg- ur gluggi. „Fólk sem liggur inni er mun veikara en fyrir 20 árum þegar deildin var endurnýjuð því áherslan hefur færst mjög mikið á dagdeild og göngudeildir. Því þyrftum við að geta boðið sjúklingum upp á einbýli, svo það geti verið hér með aðstand- endum og haft meira næði,“ segir hann. Herbergin eru flest tvíbýli og eru fjórir sjúklingar um hvert klósett og sturtuaðstaða er frammi á gangi. Aðstaða göngudeildar er að mörgu leyti ágæt. „Við höfum ver- ið í fararbroddi við uppbyggingu á slíkri starfsemi á Landspítalanum en deildin var endurnýjuð árið 2000. Hún þótti þá með því besta sem gerð- ist á Norðurlöndum en í dag er upp- bygging slíkra deilda að taka mikl- um breytingum sem við höfum ekki fylgt eftir,“ segir Helgi. Geisladeildin er í kjallara K-bygg- ingarinnar sem var tekin í notkun árið 1988. Gert er ráð fyrir að hún verði þar áfram eftir að nýr spítali verður tekinn í notkun en önnur starfsemi krabbameinsdeildar flyst í nýjan spítala. Miklu mótlæti getur fylgt gleði „Sjúklingar og aðstandendur þeirra spyrja oft hvort starf krabbameins- læknis sé ekki erfitt, að umgangast stöðugt veika einstaklinga sem er í erfiðri meðferð hvað þá sjúklinga sem eru í banalegunni. Almenning- ur áttar sig ekki á að jafnvel miklu mótlæti getur fylgt mikil gleði, enn- fremur þakklæti,“ segir Helgi. „Bara það að geta einkennastillt sjúklinga tímabundið getur verið ávinningur og það ekki síst hjá sjúklingum sem eiga lítið eftir. Það fylgir því auð- mýkt að geta stutt fólk í gegnum erfiða tíma og hjálpað því og þeirra aðstandendum að aðlagast kringum- stæðum. Allir helstu lífsspekingar komast alltaf að sömu niðurstöðum um lífið og hamingjuna, sem er að elska og vera elskaður og umfram allt að láta gott af sér leiða. Með þetta í huga þá er það í raun forrétt- indastarf að vera læknir. En sem læknir ert þú ávallt að reyna að láta gott af þér leiða í meðferð og ein- kennastillingu sjúklinga með því að lækna, líkna og hughreysta. Við erum í raun að fá verulega umbun í gegnum starfið. Sjúklingar og að- standendur þeirra sýna okkur stuðn- ing, umburðarlyndi og þakklæti sér- staklega þegar þeir vita að álagið hjá okkur er mikið. Það er okkur ómet- anlegt, og við lærum margt af því ekki síst það að sjúklingurinn verður okkur ávallt í öndvegi,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigríður@frettatiminn.is 1500 greinast árlega Um 1500 manns greinast með krabbamein á hverju ári. Um 70% læknast af sínum sjúkdómi. Í dag eru 13.000 manns á lífi í landinu sem hafa einhvern tímann greinst með krabbamein. Það eru 4% þjóðarinnar. Hlutfall 65 ára og eldri sem hafa greinst með krabba- mein er um 10%. Alls hljóta um 115 sjúklingar með- ferð á krabbameinsdeild daglega Að jafnaði eru 15 sjúklingar inniliggjandi á krabbameins- deild á degi hverjum. Um 50 sjúklingar koma á göngu- deild krabba- meinsdeildar á hverjum virkum degi. Helmingur þeirra kemur á dagdeild til lyfjagjafar í æð. Hinn helmingur- inn, sem er oft í virkri lyfjameð- ferð í töfluformi eða kemur vegna ýmissa annarra ástæðna, ein- kennameðferð svo og eftirlit. Um 50 sjúklingar fara í geislameð- ferð á hverjum degi. Auk þess er starfsfólk krabbameins- deildar í samstarfi við fjölmarga aðra um meðferð sjúklinga eins og á líknardeild og í heimaþjónustu, það er hjá hjúkrunar- þjónustunum Heimahlynningu, sem er starfandi í tengslum við líkanardeildina, og svo Karítas. „Helstu framfarir í heilbrigðismálum þjóðarinnar hafa yfirleitt ekki komið frá ráðamönnum né Alþingi, það eru nánast alltaf einstaklingar eða samtök sem hafa leitt þær fram. Ef við förum yfir söguna þá hafði Oddfellowhreyf- ingin forgöngu um að safna fé fyrir Vífilsstaðaspítala og stór fjárhæð kom sem gjafafé frá landsmönnum svo og frá Íslendingum í Vesturheimi. Konur í Reykjavík söfnuðu fyrir Landspítal- anum. Vatnsveitunni var komið í gagnið fyrir baráttu kvenna og einstakra lækna. Pólitíkusarnir höfðu þá lítinn sem engan skilning á mikilvægi hennar. Fyrsta geislatækið sem kom til landsins var gjöf frá Oddfellowhreyfingunni. Hringskonur hafa safnað í áratugi fyrir barnaspítalann. Nú er spítalinn í þeirri stöðu að nánast öll ný tæki hafa fengist fyrir gjafafé. Kirkjan er að safna fyrir nýja línuhraðlinum svo og félagasamtök með stuðningi framtaka eins og Bláa naglanum. Hvers konar búskapur er þetta? Við þurfum hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabba- meinslækningum við Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítalans. Framfarir í heilbrigðismálum ekki frá ráðamönnum fréttaskýring 29 Helgin 8.-10. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.