Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Page 30

Fréttatíminn - 08.11.2013, Page 30
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri lindesign.is FÖGNUM 9 ÁRA AFMÆL I FÖSTUDAG & LAUGARDA G - REYKJAV IK & AKUREY RI 25% afsláttu r af öllum barna fötumÍslensk hönnun 100% hágæða bómull H elga Marín Bergsteinsdóttir er einhvers konar gúrú. Ég tek það bara fram hér í byrj- un til að fólk þurfi ekki að velkjast í vafa eða lesa lengra til að komast að þessu. Hún er heilsu- og íþrótta- fræðingur og markþjálfi, hefur búið í Dubai í 13 ár og rekur þar fyrirtæk- ið Health, Mind and Body. „Ég hef unnið með konum frá öllum horn- um heimsins og mér finnst áberandi hvað íslenskar konur eru öflugri en flestar þær sem ég hef hitt annars staðar frá. Íslenskar konur eru miklu öflugri en þær gera sér grein fyrir og eru með ótrúlegan kraft sem þær ná stundum ekki að virkja að fullu. Ég er sjálf gott dæmi um það. Á yngri árum var ég með brotna sjálfsmynd og lélegt sjálfsmat en eftir að hafa unnið mikið í sjálfri mér er ég komin á þann stað sem ég er á í dag,“ segir Helga Marín. Hún hefur haldið fjölda nám- skeiða, bæði í Dubai og á Íslandi fyrir fyrirtæki, sem stuðla að bættri heilsu og betri líðan, sjálfs- eflingarnámskeið og aðhaldsnám- skeið. Helga Marín kennir einnig næringarfræði og markþjálfun við einkaþjálfunarskóla í Dubai. Ég spyr hvort að það sé eitthvað sem hún hef- ur ekki gert á þessu sviði og hún við- urkennir að fólk hafi stundum bent henni á að hún þurfi að afmarka sig meira, en einmitt svona nær hún að gera það sem hana langar til. Orka, hreysti og vellíðan Við hittumst við Happ á Höfðatorgi en þar verður næsta námskeið sem hún heldur, í samstarfi við fimm aðra fyrirlesara, undir einkunnar- orðunum Orka, hreysti og vellíðan. Námskeiðið er aðeins fyrir konur og rennur allur ágóði til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmið- stöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Auk Helgu Marínar halda fyrirlestra þær Edda Björgvinsdóttir leikkona, Bjargey Aðalsteinsdóttir jógakenn- ari, Lukka Pálsdóttir hjá Happ, Ing- rid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun og Guðrún Bergmann athafnakona. „Í þetta sinn langaði mig að vera með dag bara fyrir konur sem vilja fá meira út úr lífinu og sem vilja upp- lifa bæði sig og umhverfi sitt á já- kvæðari hátt. Deginum er ætlað að efla íslenskar konur á líkama og sál. Við munum fjalla um hvernig auka megi orku og vellíðan með bættu mataræði, húmor og jákvæðu hug- arfari, hvernig nýta megi innsæið betur og hvernig hin íslenska kona geti tengst kraftinum innra með sér til að umbreyta öllum þeim hliðum lífs síns sem hugur hennar stefnir að. Markmiðið er að hver kona verði besta útgáfan af sjálfri sér því þann- ig látum við drauma okkar rætast,“ segir Helga Marín. Hataði íþróttir Hún bendir á að allar þessar konur hafi reynt ýmislegt í lífinu og hafi mörgu að miðla. Sjálf hefði hún aldrei getað ímyndað sér hversu langt hún myndi ná þegar hún var unglingur. „Þegar ég var lítil var ég lögð í einelti. Ég var hávaxin, eins og risi. Strákarnir voru allir miklu minni en ég og ég varð fyrir miklu áreiti. Ég held að neikvæð reynsla á unglingsárum hafi gríðarlega sterk áhrif á mann og að hún geti verið dragbítur það sem eftir er ef ekki er unnið úr henni,“ segir Helga Marín. Á unglingsárunum þyngd- ist hún líka mikið og var það ekki til að bæta sjálfsmyndina. „Ég bók- staflega hataði íþróttir. Þegar ég var að alast upp snérist allt um keppni og að vera bestur. Ég var ekki góð í íþróttum og fannst þær því leiðin- legar. Það breytti öllu þegar ég upp- götvaði eróbikkið. Þetta var á þeim tíma sem það fór að njóta vinsælda. Í eróbikktímum gat ég verið aftast í salnum, enginn var að horfa á mig og mér fór bara að finnast virkilega gaman. Þarna fann ég mig. Ég fór að tengja jákvæðar tilfinningar við líkamsræktina og fór að mæta alveg á fullu,“ segir hún. Helga Marín lét ekki við sitja að vinna í líkamanum heldur fór að vinna með hugann og um tvítugt einsetti hún sér að fara sem oftast úr fyrir þægindahring- inn sinn, gera hluti sem henni fund- ust erfiðir og sigrast á hindrunum. Það var í framhaldi af því sem hún tók við rekstri líkamsræktarstöðv- arinnar Ræktin á Seltjarnarnesi. „Ég fór að leita að samstarfsaðila en forsvarsmenn annarra stöðva tóku flestir illa í það og fannst und- arlegt að ég vildi samstarf þegar við ættum að vera í samkeppni. Ég kynntist síðan Egypta sem rak lík- amsræktarstöðina Gym 80 og við fórum að vinna saman.“ Til að gera langa sögu stutta þá urðu þau par, þau þyrsti bæði í ævin- týri og fluttu til Dubai þar sem fjöl- skylda hans bjó. „Hann var búinn að dásama Dubai og sagði að þarna væru tækifærin. Þetta stóð ekki al- veg undir væntingum og við vorum atvinnulaus fyrsta árið, leigðum með sjö Filippseyingum og lifðum á hrísgrjónum. Ég fékk mikla bak- verki og safnaði mér fyrir tíma hjá kírópraktor. Þegar hann vissi af stöðu okkar bauð hann okkur vinnu því hann vantaði þjálfara til að vinna með sjúklingum sínum eftir með- ferð.“ Þá fór boltinn að rúlla. Helga Marín færði út kvíarnar, fór að halda fitubrennslunámskeið, veita næring- arráðgjöf og hjálpa fólki að breyta lífsstílnum. „Fyrir tilviljun, þó ég trúi ekki á tilviljanir, hitti ég kunn- ingjakonu mína úti í Dubai. Hún var eróbikkkennari og saman fórum við af stað með 8 vikna námskeið. Þau slógu alveg í gegn því það var ekk- ert svona á markaðnum. Leiðir okk- ar skildu á endanum vegna ólíkra áherslna.“ Hlustar á eigið innsæi Sex ár eru síðan hún stofnaði fyr- irtækið Health, Mind and Body. Helga Marín er einhleyp og barn- laus og fer allur hennar tími í að afla sér fróðleiks og miðla honum áfram. „Ég legg mikla áherslu á að hlusta á innsæið. Ég fékk þá hug- mynd að halda fyrirlestra í fyrir- tækjum en vissi ekki hvernig ég ætti að koma mér á framfæri. Ég ákvað að hlusta á innri rödd mína, henti öllum aðgerðaáætlunum sem ég hafði gert og bara beið. Þá fékk ég þá hugmynd að bjóða fyrir- tækjum einn ókeypis kynningar- fyrirlestur. Vinum mínum leist illa á þetta, töldu að fólk myndi ekki meta mig að verðleikum ef ég byði eitthvað ókeypis. Ég stóð á mínu en vissi síðan ekki hvernig ég ætti að ná í öll þessi fyrirtæki. Þá kom vinkona mín með lista sem hún átti yfir þá sem stýrðu um tvö þúsund fyrirtækjum í Dubai. Ég varð fljótt fullbókuð og fór að vinna fyrir stór og virt fyrirtæki. Ég kem þá inn og greini vandann, hvort sem það þarf að minnka streitu, bæta stjórnun, auka orku eða efla starfsandann.“ Helga Marín kemur reglulega til Íslands þar sem hún heldur fyrir- lestra bæði fyrir hópa og fyrirtæki. Á námskeiðinu Orka, hreysti, vel- líðan ætlar hún að tala um innsæið og hvernig megi nýta það til að ná markmiðum sínum og lifa lífnu til fulls. Helga Marín er á leið í sjávarút- vegsfyrirtæki þar sem hún ætlar að tala um hvernig sé hægt að breyta lífsstílnum til hins betra. Áður en hún kveður spjöllum við aðeins á persónulegu nótunum og allt í einu uppgötva ég að ég er komin í tíma hjá henni í ráðgjöf þar sem ég er, mér að óvörum, búin að segja henni hvað ég vil bæta í mínu lífi og hún gefur mér góð ráð. „Mig langar bara svo að miðla og hjálpa öðrum. Það gefur mér mikið,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Heilsugúrú hlustar á innsæið Helgu Marín Bergsteins- dóttur tókst ekki að láta drauma sína rætast fyrr en hún byrjaði að hlusta á innsæið. Hún rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Dubai þar sem hún meðal annars heldur námskeið fyrir fyrirtæki, hvort sem þarf að vinna á streitu eða auka orku starfsmanna. Helga Marín varð fyrir einelti sem barn, hefur unnið úr þeirri reynslu og fer ítrekað út fyrir sinn þægindaramma. Hún stendur nú fyrir nám- skeiði fyrir íslenskar konur, ásamt fimm öðrum fyrirles- urum, þar sem markmiðið er að hver kona verði besta útgáfan af sjálfri sér. Helga Marín Bergsteinsdóttir rekur eigið fyrirtæki í Dubai þar sem hún veitir fyrirtækum og einstaklingum ráð til að bæta lífsgæðin. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 8.-10. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.