Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 76

Fréttatíminn - 08.11.2013, Síða 76
 Í takt við tÍmann karen Lind thompson Getur ekki beðið eftir að komast í slátrið Karen Lind Thompson er 23 ára fitnessmeistari sem er uppalin á Þingeyri. Karen varð í öðru sæti í sínum flokki á Arnold Classic-mótinu á Spáni á dögunum og keppir á bikarmóti IFBB í fitness um helgina. Hún keyrir um á Skoda Octavia og horfir á Vampire Diaries. Staðalbúnaður Ég fer yfirleitt til útlanda til að kaupa mér föt. Þá reyni ég að fara í Pri- mark og þessar búðir. Annars kaupi ég fötin mín hér heima í Deres. Ég er í rauninni alltaf í æfingabuxum frá Under Armour, ég get ekki gengið í gallabuxum því þær þrengja svo að mér. Svo finnst mér stórar, kósí peysur voða þægilegar. Ég geng alltaf með víkingaháls- men með rúninni „orka“ og er ég „boddísprey“-fíkill. Hugbúnaður Ég æfi sex sinnum í viku nema þegar það er stutt í mót, þá æfi ég ellefu eða tólf sinnum á viku. Ég er að koma úr löngu keppnistímabili, ég er búin að vera á fullu í tvö ár, og þá er enginn tími til að vera í glasi. En í þessu ör- fáu skipti sem ég fer út þá fer ég á Austur og English Pub, það er svona vinsælast hjá mér. Uppáhalds sjón- varpsþættirnir mínir eru Game of Thrones, Vamp- ire Diaries og The Originals. Svo horfi ég á Greys Anatomy eins og flestar stelpur. Ég fer mikið í sund og laugin í Mosó er uppáhaldið mitt. Ég á tvo hunda, Border Collie kokteil og íslenskan, og afgangurinn af tímanum mínum fer í að fara út með þá. Vélbúnaður Ég þurfti að kaupa mér nýja tölvu til að geta sinnt einka- og fjarþjálfuninni minni. Þetta er Sony Vaio, auðvitað bleik. Maður reynir að „stelpa“ sig svolítið upp eftir að hafa verið kallaður „tomboy“ í nokkur ár. Svo er ég líka með bleikan iPhone sem fer aldrei úr höndunum á mér. Ég nota mikið Instagram, Snapchat og Facebook. Aukabúnaður Ég reyni alltaf að elda heima. Uppáhaldið mitt er slátur. Ég get ekki borðað það þegar ég er að undirbúa mig fyrir keppni og þarf oft að bíða í fleiri mánuði eftir að komast í heimatilbúið slátur. Svona er ég enn mikil sveitastelpa, enda vorum við með eigin kindur þegar ég var að alast upp. Við erum með tvo bíla á heimilinu og ég keyri um á Skoda Octavia. Ég fæ nú ekki mikið frí en ég er nýkomin frá Úkraínu og Spáni þar sem ég var að keppa. Það er svolítið frí að komast aðeins út og það er klárlega kostur við fitnessið að fá að fara til landa sem maður færi annars ekki til. Uppáhalds stað- irnir mínir eru Dýrafjörðurinn minn og Crawley í Englandi. Ég og kær- astinn millilentum þar eftir mót í fyrra og festumst í tvo daga. Það hefur verið uppáhalds staður- inn okkar síðan. Karen Lind Thompson er að læra hárgreiðslu meðfram því að keppa í fitness og starfa sem einkaþjálfari. Ljósmynd/Hari Allir velkomnir 14/11/2013 Skráning á imark.is Hittumst á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 12 Hver verður meistari markaðsmálanna? H ví ta h ús ið /S ÍA – 1 3- 27 34 76 dægurmál Helgin 8.-10. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.