Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Qupperneq 78

Fréttatíminn - 08.11.2013, Qupperneq 78
Rokkað um lygavef eftirhrunsáranna  SamSæri Hugvekja endurSkoðanda Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi hefur kynnst afleiðingum hrunsins náið í starfi sínu og hefur fengið sig fullsaddan á spillingu og ráðaleysi í málefnum skuld- ara. Hann var í eina tíð bílskúrsrokkari og fékk gamla fiðringinn og hefur sent frá sér ádeilurokkarann Samsæri. Félagi hans, Jóhannes Eiðsson, syngur lagið sem hefur verið í spilun á Rás 2 og má nálgast á YouTube. „Það ágætt í mínu starfi að dreifa hugan- um við eitthvað þannig að maður er farinn að taka gítarinn upp,“ segir Gunnlaugur. „Það er mjög mikil ádeila í textanum,“ segir hann og ekki virðist veita af miðað við upplifun hans. Hann hefur skrifað tals- vert um afleiðingar hrunsins, komið að mörgum slíkum málum, höfðað dómsmál, fundað með alþingismönnum, skrifað sér- fræðiskýrslur fyrir hæstarétt og fundað með þingmönnum og efnahags- og við- skiptanefnd. „Ég hef átt mikil samskipti við embætt- ismenn og það má eiginlega segja það að þessi texti sé bara mín upplifun á þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Þetta er í raun og veru miklu ljótari staða heldur en hún virkar á yfirborðinu.“ Gunnlaugur segir fullt tilefni til að vera reiður og hugmyndin með laginu sé að reyna að vekja fólk til umhugsunar. „Vegna þess að eins og staðan er núna er leynt og ljóst verið að fá fólk til þess að sætta sig við það að þetta ástand í dag sé eðlilegt, þegar það er í hæsta máta óeðlilegt. Það er mikil reiði í mér. Og það kemur sennilega fram í þessum texta og ég held að ég sé að segja það sem margir hugsa.“ -þþ „Það líður ekki sá dagur að ég geti ekki vitnað í þennan texta.“ Kaldal aftur í Skaftahlíðina Fjölmiðlamaðurinn Jón Kaldal er mættur til starfa á ný hjá 365 miðlum í Skaftahlíð. Eins og kunnugt er var Jón ritstjóri Fréttablaðsins þar til snemma árs 2010 þegar honum var sagt upp og Ólafur Stephensen ráðinn í hans stað. Í kjölfarið varð Jón fyrsti ritstjóri Frétta- tímans. Jón Kaldal mun stýra nýjum vef sem ætlaður er erlendum ferðamönn- um. Jón verður einn eigenda vefsins ásamt helstu eigendum 365. Vefurinn verður á ensku og hugmyndir eru um að tengja hann Miða.is sem 365 keypti nýlega. Sara McMahon, fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur þegar hafið störf við undir- búning vefsins ásamt Jóni. Stefnt er að því að vefurinn fari í loftið í febrúar. Veisla í Paradís Það verður nóg um að vera í Bíó Paradís þessa helgina. Á laugardagskvöld klukkan 20 rætist langþráður draumur margra þegar kvikmyndin Þúsund stormar verður sýnd. Um er að ræða heimildarmynd um Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Í myndinni er rætt við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson um Davíð og sýnd brot úr upptökum Sjónvarpsins af honum. Miðaverð er litlar eitt þúsund krónur og miðasala fer fram á Miða.is. Í kaupbæti tekur Hannes Hólmsteinn við spurn- ingum úr sal að sýningu lokinni. Torrini með tvenna tónleika Þó Emilía Torrini hafi heillað marga með tónleikum sínum á Iceland Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi var augljóst að hún og hljómsveit hennar eru enn að slípast til fyrir væntan- legt tónleikaferðalag hennar. Þannig óskaði söngkonan eftir því að Rás 2 útvarpaði ekki tónleikum hennar frá hátíðinni eins og til stóð. Aðdáendur hennar munu þó fá tækifæri til að sjá hana í sínu besta formi í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið 6. desember. Miðasala er hafin á Miði.is og eru tvennir tónleikar í boði. H árgreiðslukonan og fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir opnar á mánudaginn hárstofuna Fönix í Smáralind beint fyrir framan versl- un Hagkaups. „Ég er með fjóra stóla hérna og Hrefna hárgreiðslumeistari verður hérna með mér og ég á von á að það fjölgi hjá okkur fljótlega,“ segir Arna. „Ég hef ekki rekið hárgreiðslustofu áður en kann bæði að klippa og reka fyrirtæki og svo er ég líka góð í markaðssetningu,“ segir Arna sem hefur lengi langað til að opna eigin stofu. „Ég ætlaði að gera það fyrir tveimur árum, þann 11.11.11, en þá var ég bara orðin ólétt að stráknum mínum. Þannig að það gekk bara ekki upp. Það er erfitt að byrja að klippa kasólétt.“ En nú er komið að því og Arna opnar Fönix á mánudaginn, þann 11.11.13. „Það verður opnunar- partí frá klukkan 16–20 þar sem allir eru velkomn- ir. Ég verið með tilboð á vörum, léttar veitingar og Dj A. Handsome og Dj Kiddi Ghozt spila.“ Arna ætlaði sér að vekja frekari athygli á sér sem fyrirsætu í heilmikilli keppni í Mexíkó í október en „þá fékk ég plássið í Smáralind byrjun október þannig að ég kaus að opna stofuna frekar en að fara. Mig langar samt rosalega að fara út aftur, ekki síst vegna þess að nokkrar stelpur sem ég þekki og fóru eru farnar að birtast í blöðum núna.“ En er ekki vonlaust að ætla að reka hárgreiðslu- stofu og vera að þeytast út um allt í ljósmyndatök- um á sama tíma? „Sem betur fer er ég alveg brjálæðislega ofvirk og er rosalega mikill orkubolti og ég vil alltaf hafa nóg að gera í lífinu. Ég er alltaf í myndatökum og er alltaf að bóka ný og ný verkefni. Fyrir tveim- ur vikum flugu þrír ljósmyndarar hingað til að taka myndir af mér. Það var mjög gaman og vel borgað. “ En er hún alltaf að striplast fyrir framan vél- arnar? „Ég er náttúrlega undirfatamódel þannig að maður er ekki mikið í fötum. Þeir voru með eitt- hvert fáránlegt þema um daginn og þöktu mig með bílplötum. Ég hló mikið að því. Það var eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Annars er ég í léttum verkefnum núna og passa að bóka mig ekki mikið á næstunni vegna þess að það verður brjálað að gera í hárgreiðslunni næstu tvo mánuði en ég fer aftur af stað í janúar.“ Arna segist fylgjast vel með öllum straumum í tískunni og hún sé jafnvíg á karla og konur þegar kemur að klippingum. „Málið er samt að ég var að vinna á rakarastofu þannig að ég er alveg sérhæfð í karlmönnum og mér finnst rosalega gaman að klippa karlmenn. Upphaflega hugmyndin var að vera aðallega rakari en ég hef fundið fyrir svo mikl- um áhuga hjá stelpum og konum þannig að þetta verður blandað og það er öllum óhætt hjá mér.“ Arna segir að sér hafi verið strítt nokkuð með spurningum um hvort hún ætli að klippa fólk fá- klædd en segir slíkt grín út í hött. „Ég er mjög fag- mannleg í báðum störfum. Þegar ég er módel er ég módel og þegar ég er að klippa er ég rakari. Og ég er ekkert að fara að klippa í bikíníi eða flegnu. En þegar ég fer út að skemmta mér get ég verið rosaleg í klæðnaði. Þannig að fólk þekkir mig varla í vinnunni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  arna Bára undirfatamódel opnar HárgreiðSluStofu Og ég er ekkert að fara að klippa í bikíníi eða flegnu. Sérhæfð í karlmönnum Hárgreiðslukonan og fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir vakti töluverða athygli þegar hún sigraði í myndasamkeppni á vegum Playboy, Miss Social, í fyrra. Hún stefndi ótrauð á heilmikla módelkeppni í Mexíkó í október en hætti við þegar henni bauðst pláss undir hár- greiðslustofu í Smáralind. Fyrirsætudraumurinn vék til þess að langþráður draumur um að opna hárgreiðslustofu mætti rætast en Arna telur sig geta farið létt með að sinna báðum þessum hugðarefnum sínum í framtíðinni. Arna Bára opnar hárgreiðslustofuna sína á mánudaginn. Hún er þekktari fyrir að sitja fáklædd fyrir en að snyrta hár. Hún ætlar að sinna báðum störfum, öðru fullklædd en hinu hálf nakin. Mynd/Hari 78 dægurmál Helgin 8.-10. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.