Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 6
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is  AflrAunir Keppni í los Angeles Stefán Sölvi í öðru sæti K raftajötuninn Stefán Sölvi Pétursson hafnaði í öðru sæti í All American Strong- man-keppni í Los Angeles um síðustu helgi. Stefán Sölvi sagði í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku að ekkert annað en sigur kæmi til greina í keppninni enda væru sigurlaunin boð á Arnold Classic Strongman í mars. Stefán Sölvi beið lægri hlut fyrir Banda- ríkjamanninum Michael Burke en hann og Stefán Sölvi voru í al- gjörum sérflokki. Einn þekktasti aflraunamaður Bandaríkjanna Odd Haugen, sem skipulagði keppnina, sagði við fjölmiðla eftir að úrslit voru ljós að Stefán Sölvi „liti út fyr- ir að vera sterkari en nokkru sinni áður“ og hann vildi fá hann á Arn- old Classic jafnvel þótt hann hafi ekki unnið keppnina. Stefán Sölvi segir í samtali við Fréttatímann að hann fari ekki á Arnold Classic – skilaboð þess efnis hafi borist á þriðjudaginn. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Ég ætlaði að vinna þetta. Frammistaðan er óafsakan- leg og ég klúðraði þessu í síðustu greininni, kúlusteinum sem er mín besta grein,“ segir Stefán Sölvi. Aðspurður hvað taki við segir hann að svo geti farið að hann keppi á móti í Abu Dhabi eftir tvær vikur en annars ætlar hann að byggja sig upp fyrir tvær keppnir um miðjan júní, keppnina um Sterkasta mann Íslands og Sterkasta mann Evrópu. „Ég ætla vinna þær keppnir,“ segir Stefán Sölvi. Það er mál manna að Stefán Sölvi hafi aldrei verið sterkari en hann æðsta markmið er að ná titlinum Sterkasti maður heims. Ljósmynd/Arnold Björnsson Staða efstu manna Michael Burke 47 Stefán Sölvi Pétursson 44,5 Nick Best 35,5 Josh Thigpen 34,5 Vincent Urbank 32 landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA *Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is. Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam- kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e… irliti Fjármála- e… irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt ‰ árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en ‰ árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg um‰ öllun um ‰ árfestingar- stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í ‰ árfestingu í honum. Landsbankinn býður upp á ‰ öl- breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem ‰ árfestir í verðtryggðum skuldabréf- um íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eigna- safn með áskri… frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri… . Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á ‰ armalaradgjof@landsbankinn.is. Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011 16,3% Ársávöxtun 2011* Hlynur Hallsson telur kerfið hafa týnt ársreikningi Smugunnar en ársreikningaskrá segir uppgjör fjölmiðilsins ekki hafa borist. Ljósmynd/ Myndasafn 365  fjölmiðlAr ÁrsreiKningur smugunnAr Ú tgáfufélagið Smugan er eini fjölmiðillinn sem ekki hefur skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010, sam-kvæmt upplýsingum hjá ársreikningaskrá. Hlynur Hallsson, fráfarandi stjórnarformaður Smugunnar, kom af fjöllum þegar Fréttatíminn spurði hvernig á því að stæði að fjölmiðill, hvers stærsti eigandi er Vinstri hreyfingin - grænt framboð, væri ekki búinn að skila ársreikningi einn íslenskra fjölmiðla? „Þú segir mér fréttir. Við skiluðum fyrst ársreikningnum í október en hann var sendur til baka vegna formgalla því það hafði láðst að tilkynna um breytingar á stjórn. Síðan skiluðum við reikningnum í byrjun desember eftir því sem ég best veit,“ sagði Hlynur. Þegar blaðamaður hafði samband við ársreikningaskrá, sem er deild hjá ríkisskattstjóra, var fyrir svörum Ólafur Sverrisson. „Það er ekki skráð að þeir hafi skilað ársreikn- ingi aftur til ársreikningaskrár,“ hljómaði svarið frá Ólafi þegar hann var spurður um ársreikning Smugunnar fyrir árið 2010. Þá hringdi blaðamaður aftur í Hlyn og sagði honum svör ársreikningaskrár. „Ég þarf að ræða þetta við Grant Thornton, endurskoðenda okkar,“ sagði Hlynur. Að nokkurri stund liðinni hringdi Hlynur til baka í blaða- mann og sagðist hafa rætt við Egil hjá Grant Thornton sem staðfesti að ársreikningnum hefði verið skilað inn til ársreikningaskrár. Í ljósi þess að ársreikningurinn finnst ekki hjá ársreikningaskrá lá beinast við spyrja Hlyn hverju væri um að kenna? „Við höfum ekkert að fela. Það varð smá tap hjá okkur árið 2010 en umfangið er ekki mikið. Ársreikningurinn er ekki týndur heldur týndur í kerfinu. Ársreikningaskrá hlýtur að hafa týnt ársreikningnum. Nú eða endurskoðendur okkar. Við erum í það minnsta með allt okkar á hreinu,“ segir Hlynur sem hætti í stjórn Smugunnar og seldi hlut sinn í kjölfar umræðu um tengsl stjórnarmanna í Ríkisútvarpinu ohf við fjölmiðla en þar er Hlynur varamaður í stjórn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ársreikningur Smugunnar týndur Ársreikningur fjölmiðilsins Smugunnar fyrir árið 2010 er ekki til í opinberum gögnum. Forsvarsmenn segjast hafa skilað reikningi til ársreikningaskrár sem aftur kannast ekki við að hafa fengið ársreikninginn. Við höfum ekkert að fela. Það varð smá tap hjá okkur árið 2010 ... 6 fréttir Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.