Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 52
 Plötudómar dr. gunna Svartir Sandar  Sólstafir Þorrametall Hljómsveitin Sólstafir er ekkert að flýta sér. Bandið varð til árið 1995 en Svartir sandar er samt bara fjórða platan þeirra. Hún er tvö- föld, bæði diskurinn og hin glæsilega vinýl-útgáfa; 12 lög á tæplega 80 mínútum. Hér fjarlægist sveitin enn frekar heim þungarokksins þótt nokkurra black-metal áhrifa gæti enn. Sólstafir spila seigfljótandi sand- blásið óbyggðarokk, dimmt og oft dapurlegt. Gítartón- arnir eru teygðir og hlaðnir bergmáli, söngvarinn hrín eins og útburður, vindar gnauða og það er langt og illfært á milli bæja. Þetta er metnaðarfull plata sem vinnur stöðugt á, enda slungin. Hún ætti alls ekki að fara framhjá þeim sem vilja nýsköpun og frumleika í rokkinu. Einstakt band og alíslenskt. Spilaðu lag fyrir mig  Valgeir Guðjónsson Hlunkur er þetta! Þegar poppsnillingar eins og Valgeir verða sextugir þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana: Fylla Hörpuna og safna saman lögum til útgáfu. Valgeir er ástsæll listamaður enda lögin hans lengi búin að vera dásam- legt sándtrakk fyrir okkur sem hírumst á djöflaeyjunni. Á diskana þrjá er 70 helstu lögunum hrúgað saman óskipulega, bæði sóló sem og Spilverk og Stuðmenn, ýmis samstarfsverkefni og endurgerðir. Allt hefur heyrst áður nema eitt nýtt þokkalegt lag sem Valgeir syngur með Jóni Jónssyni. Sem nörd hefði ég ekkert haft á móti meira djúsi, til dæmis meira af óútgefnu efni og ferils-krufningu, en sem pakki sem stílaður er inn á „almenna hlustendur“ gengur þessi hlunkur full- komlega upp. animalog  Bix Nettur tryllingur Birgir „Bix“ Sigurðsson hefur frá unglingsaldri verið gruflandi í tölvu- og rafheimum tónlistarinnar. Hann var á tímabili í hörku- vinnu í LA og New York við að remixa Madonnu og ég veit ekki hvað og hvað, en kom með Animalog í fyrra, sína fyrstu plötu. Hún mætti að ósekju fara hærra því þetta er gott og skemmtilegt stöff, sem sýnir fram á mikla færni og mikla listræna leit. Sándið er ferskt og gljáandi, lögin ósungin nema tvö útvarpsvænstu lögin, sem sungin eru af Daníel Ágúst og Phil Mossmann. Andinn á plötunni er yfirvegaður og afslappaður, svokallað „down-tempo“ í meirihluta, en stundum þó kveikt upp í nettum tryllingi og þá er dansgólfið í augsýn. Töff stöff. Nú er Angelica 10 ára! www.sagamedica.is Þú færð kaupauka í verslunum Heilsuhússins til og með 7. febrúar Kauptu Angelicu jurtaveig og poki af Voxis hálstöflum fylgir KAUPAUKI Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica inniheldur heilsubætandi efni sem geta gefið þér aukna orku og styrkt varnir þínar gegn vetrarpestum. Sæktu styrk í náttúru Íslands! Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 6. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg G unnlaugur Scheving Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Leiksýning fyrir börn frá 4 ára aLdri höfundur HELGA ARNALDS leikstjórn CHARLOTTE BØVING tónlist EIVØR PÁLSDÓTTIR Leikhúsið 10 fingur Miðapantanir á midi.is og í Norræna húsinu s: 551 7030 Nánari upplýsingar á www.tiufingur.is Sýningar í Norræna húsinu laugardag og sunnudag kl. 15.00 BÖRNIN SKAPA Eftir sýninguna sem er öll túlkuð með pappír fá börnin tækifæri til að skapa úr pappírnum undir handleiðslu myndlistarmanna. „VERKIð fæR MíN BESTu MEðMæLI“ Hugo Þórisson, sálfræðingur  ólafur Jóhann málverkið kemur út í BandaríkJunum Afkvæmið er í góðum höndum Skáldsagan Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kemur út í Bandaríkjunum í næstu viku undir nafninu Restoration. Nýr útgefandi Ólafs Jóhanns í Bandaríkjunum, Ecco winter paperbacks, leggur mikinn metnað í útgáfuna og til marks um þá trú sem forlagið hefur á bókinni má nefna að það keypti forsíðuna á Publishers Weekly í byrjun árs undir auglýsingu á bókinni. Ólafur Jóhann heldur þó ró sinni og fylgist með afkvæminu úr hæfilegri fjarlægð. P ublishers Weekly er virt og útbreitt tímarit og það er síður en svo sjálfgefið að prýða forsíðu þess. Ecco winter paperbacks lét sér ekki forsíðuna duga og keypti tvær fyrstu síðurnar í blaðinu undir ítarlega umfjöllun um Ólaf Jóhann og bókina. Ólafur Jóhann kippir sér ekki upp við tilstandið og segist lítið stressa sig á þessum miklu væntingum. „Nei, ég er líklega ekki mikið að stressa mig enda er mínum þætti að mestu lokið, bókin komin úr prentun hérna fyrir vestan og á leið í búðir,“ sagði Ólafur Jóhann í sam- tali við Fréttatímann. „Það má kannski orða það sem svo að hún sé flutt að heiman og farin að spila upp á eigin spýtur. Mér finnst auðvitað gaman að sjá hvað útgefandinn er áhugasamur og metnaðarfullur fyrir hönd bók- arinnar. Þetta er svona eins og að fylgjast með afkvæmi sínu í góð- um höndum þegar það er komið út í heiminn og maður er búinn að sleppa af því hendinni, “ sagði Ólaf- ur Jóhann sem er farinn að huga að sínu næsta verki. „Það sem stendur upp á mig núna öðru fremur er að ljúka undirbúningi að næstu bók svo að ég geti farið að stinga niður penna fyrr en síðar.“ Í kynningunni á Ólafi í blaðinu er hann sagður lifa tveimur mjög svo ólíkum lífum. Annars vegar er hann hæfileikaríkur rithöfundur sem dáður er af lesendum og gagn- rýnendum en hins vegar sé hann einn æðsti stjórnandi fjölmiðla í Bandaríkjunum sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Time Warner. Þá er vitnað í gagnrýnendur tveggja blaða, Los Angeles Times og Library Journal. Los Ange- les Times segir Ólaf Jóhann vera mikinn brúðumeistara sem kippi harkalega í strengi minninga, þrár og örlaga í bókinni. Library Journal sparar heldur ekki hrósið en þar er Restoration sögð falleg bók og að Ólafur Jóhann lýsi innra lífi tveggja kvenpersónanna meistaralega í auðugu og flóknu málverki ástar og ástríðna. Hann er einnig lofaður fyrir lýsingar sínar á daglegu lífi í stríðshrjáðri Ítalíu sem gefi sögunni aukna dýpt og kraft. Blaðið mælir eindregið með bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á sögulegum skáldskap. toti@frettatiminn.is Ólafur Jóhann er ánægður með kraftinn sem nýr útgefandi hans í Bandaríkjunum setur í kynningu á Málverkinu, sem heitir Restoration í enskri þýðingu. Hann lætur væntingarnar þó ekki slá sig út af laginu og vill komast sem fyrst í að skrifa næstu bók. Málverkið kemur út í kilju hér á Íslandi í febrúar. Það má kannski orða það sem svo að hún sé flutt að heiman og farin að spila upp á eigin spýtur. 52 dægurmál Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.