Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 03.02.2012, Blaðsíða 54
 Greta Salóme Brjálað að Gera Líf Gretu Salóme Stefánsdóttur er á yfirsnúningi þessa dagana. Hún er með tvö lög, Aldrei sleppir mér og Mundu eftir mér, í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins auk þess sem hún leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá stundar hún crossfit af miklum móð og er í topp- formi sem kemur sér vel þegar átt er við fiðluna dagana langa. Nær að hitta kær- astann í ræktinni G reta Salóme útskrifaðist með bache-lorgráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands fyrir fjórum árum og er á síðustu önn í meistaranámi í tónlist við sama skóla. Hún er í fullu starfi sem fiðlu- leikari hjá Sinfóníuhljómsveitinni og leikur einnig á fiðlu við ýmis tækifæri þannig að daglegt líf hennar snýst að mestu um tónlist. Greta Salóme segir lögin tvö sem keppa munu til úrslita í Söngvakeppninni eftir rúma viku ekki hafa verið samin sérstak- lega fyrir keppnina. „Ég get nú ekki sagt að ég sé neinn Eurovision-brjálæðingur en ég horfi samt alltaf á þetta eins og flestir Íslendingar,“ segir Greta Salóme og bætir við að það sé dálítið skrýtin tilfinning að eiga tvö lög í úrslitum. „Ég sendi þessi tvö lög, aðallega vegna þess að ég var hvött til þess og þetta endaði bara svona vel að þau fóru bæði áfram. Lögin voru tilbúin til út- varpsspilunar og útgáfu þegar ég sendi þau inn en hafði bara ætlað mér að koma þeim í útvarp. En það er mjög skemmtilegt að þau hafi bæði komist áfram vegna þess að þau eru mjög ólík og þetta er ótrúleg hvatning til þess að halda áfram í þessa átt.“ Greta söng í báðum lögunum í for- keppninni en ætlar að draga sig í hlé frá Aldrei sleppir mér í úrslitunum en syngja áfram með Jónsa í Mundu eftir mér. „Þetta minnkar álagið aðeins,“ segir Greta Salóme sem vill ekki kannast við að taugar hennar séu þandar eins og fiðlustrengir. „Nei, við erum mjög róleg yfir þessu en við æfum reyndar alveg brjálæðislega mikið. Við æfðum líka rosalega vel fyrir forkeppnina þannig að þetta er þaulæft og við búum vel að því fyrir úrslitakeppnina. Auðvitað er spenna en ef maður er mjög vel undirbúinn, eins og við erum, þá held ég að ekkert eigi að geta klikkað.“ Greta Salóme segist vera með ýmislegt í bígerð að Eurovision-törninni lokinni en gætir þess að gefa ekki of mikið upp. „Eftir keppni hugsa ég að við kýlum bara á meira efni. Ég er náttúrlega búin að vera að semja og syngja lengi en ekki mikið opinberlega, hef verið með eitt og eitt lag í spilun en ekk- ert jafn áberandi og núna.“ Dagarnir eru að vonum langir hjá Gretu Salóme en hún sækir andlegan og líkamleg- an styrk í crossfit sem hún æfir alveg grjót- hörð og af miklu kappi. „Það er svo gaman að geta verið í svona fjölbreyttum tónlistar- verkefnum. Í raun eru forréttindi að geta gert þetta allt og það hjálpar rosalega til að vera í fínu formi. Sérstaklega í minni vinnu vegna þess að fiðlustaðan er frekar óeðlileg líkamsstaða og það hjálpar mjög að vera með sterkt bak og sterka miðju. Svo trekkir þetta svolítið upp í manni keppnisskapið og maður fær góða útrás,“ segir Greta Salóme og hlær. Greta Salóme æfir í Bootcamp við Suður- landsbraut og unir sér vel þar, enda ekki furða þar sem kærastinn hennar, Elvar Þór Karlsson, rekur staðinn. „Ég næ að hitta hann þar,“ segir Greta Salóme sem er á endalausum þeytingi þessa dagana. „Hann kann heldur betur að hvetja mig áfram hvort sem það er í crossfitinu eða tónlist- inni þannig að ég er með rosalega góðan bakhjarl þar. Þetta er mjög fínt fyrirkomu- lag sem svínvirkar alveg.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Fréttatíminn greip Gretu Salóme glóðvolga á æfingu með Sinfóníunni í Hörpu. Hún segir sígildu tónlistina og poppið vel eiga samleið. „Ég held að þetta fari ótrú- lega vel saman og styður hvort annað á jákvæðan hátt. Og ég nýti náttúrlega það sem ég hef lært í námi mínu í lagasmíðarnar.“Ljós- mynd/Hari Fjölmiðlamaðurinn víðförli Þor- steinn Joð Vilhjálmsson hefur fundið sér samastað á vinnumarkaði næstu mánuðina. Þorsteinn, sem er hokinn af reynslu við stjórn þátta í útvarpi og sjónvarpi, mun stýra markaþætti meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 sport. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá vegna skilyrða í samningi stöðvarinnar og Knatt- spyrnusambands Evrópu. Þorsteinn Joð mun hafa sér til aðstoðar Pétur Marteinsson sem hefur hingað til staðið vaktina á Ríkisútvarpinu, bæði á stórmótum og í íslenska boltanum. Þessi ráðning fylgir í kjölfar þess að fækkað var um einn starfsmann á íþróttadeild 365 en íþróttafréttamaður- inn Hans Steinar Bjarnason fékk uppsagnarbréf fyrir nokkrum dögum. Metsölubókin Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttir kom nýverið út í Noregi og hefur slegið í gegn. Bókin, sem heitir Jeg vet hvem du er á norsku, er í sjötta sæti bóksölulistans í Bergensavisen þar sem hún fær hæstu einkunn, eða sex, í teningagjöf blaðsins. „Það er ekki eftir margar síður að þú sem lesandi ert dreginn inní sífellt miskunnarlausara og meira dáleiðandi myrkur,“ segir Monika Nordland Yndes- tad í Bergensavisen og heldur áfram: „Gleymdu því sem er rökrétt. Hér geta blandast inn í önnur öfl, jafnvel þótt spor eftir barnsfætur ilmi af fersku saltvatni. [...] Höfundinum tekst að gera óhugn- aðinn í verstöðinni svo lifandi að þér finnst þú vera staddur í honum miðjum. [...] Bókin er að minnsta kosti mán- aðarskammtur af spennu. Sama hversu háður þú ert glæpasögum.“ Bergensavisen er ekki eina norska blaðið þar sem gætir hrifningar á bókinni. Tvö stærstu blöð Noregs, VG og Dagbladet, gefa henni bæði fimm á teningaskalanum. Cathrine Krøger segir einfaldlega við lesendur Dagbla- dets: „Þú þarft að bíða lengi eftir viðlíka glæpahryllingi. Ég vil vara þig við. Þú verður að hafa stáltaugar til að komast í gegnum skáldsögu Yrsu Sigurðardóttir, Ég man þig. Ef þú lest hana í rúminu áttu fyrir höndum erfiða nótt. [...] Bókin er tilnefnd til Glerlykilsins sem besta nor- ræna glæpasagan. Það er verðskuldað. [...] Þetta er glæpahryllingur sem grípur þig heljartökum. [...] Sigurjón Sighvats- son hyggst gera kvikmynd byggða á sögunni. Ég þori ekki að sjá hana.“ Nú þegar er önnur prentun á leið í verslanir að sögn Péturs Más Ólafsson- ar, útgefanda Yrsu í Veröld. Áður hefur hún komið út á þýsku þar sem hún var kölluð „meistaraverk“ og hefur selst í hátt í hundrað þúsund eintökum.  Bækur YrSa SiGurðardóttir Frábærir dómar og sjötta sæti í Noregi Yrsa Sigurðardóttir slær í gegn í Noregi um þessar mundir. Þorsteinn Joð í meistaradeildina Ég get nú ekki sagt að ég sé neinn Eurovision-brjál- æðingur en ég horfi samt alltaf á þetta. Aumingja Brynjar ef rétt reynist Brynjar Níelsson, lögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, ritaði harðorðan pistil í vikunni um DV og hvernig blaðið hefur lagt þá aðila sem eru því ekki þóknalegir í einelti yfir langan tíma. Ef Brynjar hefur rétt fyrir sér getur hann strax farið að kvíða næstu útgáfum blaðsins því þá munu væntanlega birtast fréttir og jafnvel sandkorn í neikvæðari kantinum um hann sjálfan. Vaði Brynjar hins vegar í villu og ekk- ert einelti er til staðar í DV þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því þá birtast engar fréttir – og engin sandkorn. Uppnám í leikhúsinu Uppnámið hefst á framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Þeir eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög og tilgang lífsins. Viggó og Víóletta taka við eftir hlé og beina söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri, kynþáttafordómum og hómófó- bíu og fleiru krúttlegu sem best er að sópa undir teppið. Svo syngja þau og brosa út í eitt. Það eru þau Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir sem leika Viggó og Víólettu, en hlutverk Pörupilta er í höndum Sólveigar Guðmunds- dóttur, Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur. Sýningin er í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins en hún hefur vakið mikla lukku í Þjóðleikhúskjallaranum undanfarnar vikur. 54 dægurmál Helgin 3.-5. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.